Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

1,2% hag­vöxt­ur á þriðja fjórð­ungi

Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.
Flutningaskip
28. nóvember 2025

Þrátt fyrir ýmis merki um að tekið sé að slakna á spennunni í hagkerfinu mældist 1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi þessa árs. Vöxturinn er áfram drifinn af kröftugri innlendri eftirspurn, ekki síst einkaneyslu, sem hefur haldið dampi þrátt fyrir aukinn slaka á vinnumarkaði. Utanríkisviðskipti halda verulega aftur af hagvexti, þ.e. aukinn innflutningur, bæði á vörum og þjónustu, sem og minnkandi vöxtur í útflutningsgreinunum.

Birgðabreytingar, aðallega í sjávarútvegi, vega óvenjuþungt í þetta skiptið og leggja 1,8% til hagvaxtarins. Án þeirra hefði mælst samdráttur á fjórðungnum, enda vegur neikvætt framlag utanríkisviðskipta þyngra en jákvætt framlag innlendrar eftirspurnar.

Við spáum því að á fjórða ársfjórðungi hafi aukin ró færst yfir hagkerfið og að landsframleiðsla aukist lítillega minna þá en það sem af er ári. Uppfærsla á nýjustu hagspá okkar – sem tekur mið af vaxtadómnum og áföllum í útflutningsgreinunum á síðustu vikum – gerir ráð fyrir 1,1% hagvexti á yfirstandandi ári, í stað 1,5% hagvaxtar eins og við spáðum í hagspá þann 22. október. 

Að vanda má búast við að fyrsta mat Hagstofunnar á hagvexti verði uppfært síðar og því ber að taka gögnunum með fyrirvara um breytingar. Þá ber að nefna að þrátt fyrir hagvöxtinn má enn ætla að verulega hafi tekið að slakna á spennu í hagkerfinu og síðast í gær bárust verðbólgutölur sem auka verulega líkur á vaxtalækkun í febrúar. Þessir þjóðhagsreikningar verða þeir nýjustu sem peningastefnunefnd hefur til grundvallar við næstu vaxtaákvörðun, en við teljum að verðbólgumælingar, verðbólguvæntingar og mælikvarðar af vinnumarkaði vegi mun þyngra í ákvörðunum nefndarinnar.

Hagvöxtur áfram fyrst og fremst neysludrifinn

Aukin einkaneysla vegur þyngst í hagvexti á þriðja ársfjórðungi og jókst um 4,2% á milli ára, enn meira en fjórðungana á undan. Aukin einkaneysla rímar vel við aukna kortaveltu og sífjölgandi utanlandsferðir Íslendinga. Þjóðarútgjöld héldu áfram að aukast af krafti, um 4,7% á þriðja ársfjórðungi, en þau segja til um heildareftirspurnina innanlands: samtölu einkaneyslu, fjármunamyndunar og samneyslu.

Þrátt fyrir viðvarandi hátt raunvaxtastig er ekki endilega að undra að neysla aukist. Kaupmáttur hefur haldið áfram að aukast af krafti með launahækkunum upp á 7,7% á síðustu 12 mánuðunum. Á sama tíma virðast landsmenn ekki hafa gengið um of á uppsafnaðan sparnað síðustu ára.

Við teljum þó að einkaneysla gæti gefið örlítið eftir á fjórða fjórðungi og spáum því að á árinu í heild aukist einkaneysla um í kringum 3%.

Aukin atvinnuvegafjárfesting en samdráttur í íbúðafjárfestingu

Fjármunamyndun er enn á uppleið, sérstaklega atvinnuvegafjárfesting, en ætla má að stór hluti hennar tengist uppbyggingu gagnavera. Eins og við bjuggumst við dróst íbúðafjárfesting saman á fjórðungnum. Hún minnkaði um 10,3% á milli ára, enda má greina samdrátt í veltu í byggingariðnaði, mun minni fjölgun starfsfólks í greininni og samdrátt í innflutningi byggingarefna.

Fjármunamyndun hins opinbera dróst þó nokkuð saman, um 15,8%, en meiri upplýsingar fást um þau gögn í sérútgáfu Hagstofunnar þann 11. desember nk.

Verulega aukinn innflutningur á vörum og þjónustu

Utanríkisviðskipti halda áfram að leggja til verulega neikvætt framlag til þjóðhagsreikninga vegna aukins innflutnings (+8,6%), bæði á vörum (+9,3%) og þjónustu (+7,4%). Útflutningur jókst um 0,9% á fjórðungnum, útflutningur á vörum dróst saman um 3,8% en þjónustuútflutningur jókst um 3,9%. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum var sem sagt mun minni en á þriðja ársfjórðungi í fyrra, 35,8 milljarðar í stað 56,6 milljarðar – og þar með er framlagið neikvætt á fjórðungnum.

Heildarverðmæti birgða jukust um tæpan 21 milljarð króna á þriðja ársfjórðungi, aðallega í sjávarútvegi. Þar sem verðmætin jukust meira en á þriðja ársfjórðungi í fyrra höfðu birgðabreytingar áhrif til aukins hagvaxtar.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
27. nóv. 2025
Verðbólga ekki minni í fimm ár
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.
Byggingakrani
24. nóv. 2025
Vikubyrjun 24. nóvember 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
Ferðamenn
21. nóv. 2025
Ferðamenn mun fleiri á þessu ári en því síðasta – en fækkaði í október
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.