Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Spá­um 4,3% verð­bólgu í nóv­em­ber

Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
13. nóvember 2025

Verðbólga mældist 4,3% í október, aðeins yfir okkar spá um 4,2% verðbólgu. Reiknuð húsaleiga; tómstundir og menning; og matur og drykkjarvörur hækkuðu meira en við spáðum, en á móti hækkuðu flugfargjöld til útlanda mun minna en við spáðum. Við spáum því að vísitalan hækki um 0,13% á milli mánaða nú í nóvember og að ársverðbólga verði óbreytt í 4,3%. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan til hækkunar.

Matarkarfan hækkar minna en í september og október

Á fyrri helmingi ársins hækkaði matarkarfan nokkuð meira en almennt verðlag hér á landi, en í júlí og ágúst tók að draga verulega úr hækkunartaktinum. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði svo nokkuð hressilega í september og í október, um 0,4% og 0,6%. Vörukarfa verðlagseftirlits ASÍ hefur hækkað um 0,18% á milli mánaða það sem af er nóvember og við spáum því að matur og drykkjarvara hækki um 0,2% á milli mánaða.

Spáum aðeins minni hækkunum á reiknaðri húsaleigu

Samkvæmt HMS hækkar leiguverð nú nokkuð hraðar en íbúðaverð, en bæði greidd húsaleiga og reiknuð húsaleiga í vísitölu neysluverðs er reiknað út frá leigusamningum. Greidd húsaleiga í VNV hækkar meira en vísitala leiguverðs, en greidd húsaleiga í VNV mælir meðalleiguverði á gildum samningum á meðan vísitala leiguverðs mælir verð á nýjum leigusamningum. Þessi munur bendir til þess að það sé að draga úr leiguhækkunum. Árshækkun reiknaðrar húsaleigu í VNV mælist svipuð og vísitala leiguverðs.

Í spánni gerum við ráð fyrir að reiknuð húsaleiga hækki um 0,5% á milli mánaða næstu mánuði. Við teljum að liðurinn „annað vegna húsnæðis“ hækki um 0,2% í nóvember og að alls verði áhrif húsnæðiskostnaðar 0,12 prósentustig til hækkunar á vísitölunni.

Áhrif af falli Play eiga eftir að koma inn

Það sem kom okkur mest á óvart í októbertölunum var að flugfargjöld til útlanda hækkuðu aðeins um 0,5%, en til samanburðar hækkuðu þau um 6,6% í október í fyrra. Samkvæmt mælingu Hagstofunnar var ódýrara að fljúga til útlanda í október í ár en í október í fyrra. Hagstofan mælir flugfargjöld til útlanda tvær, fjórar og átta vikur fram í tímann í verðkönnunarvikunni og tekur mælinguna inn í þeim mánuði sem flogið er, ekki í þeim mánuði sem verðkönnunin er framkvæmd. Áhrif af falli Play í lok september komu því ekki nema að litlu leyti inn í októbermælinguna, en koma fram í nóvember og desember. Við búumst við að flugfargjöld til útlanda lækki um 4,9% á milli mánaða í nóvember, sem er mun minni lækkun en í nóvember í fyrra og því verður aftur dýrara að fljúga til útlanda en í fyrra.

Samkvæmt verðkönnun okkar lækkaði bensín um 0,3% á milli mánaða núna í nóvember. Við spáum síðan 0,5% hækkun á nýjum bílum vegna veikingar á gengi krónunnar. Alls munu áhrif liðarins ferðir og flutningar vera -0,08% til lækkunar á vísitölunni.

Spá um þróun VNV í nóvember 2025

       
Undirliður Vægi í VNV Breyting (spá) Áhrif (spá)
Matur og drykkjarvara 15,5% 0,2% 0,03%
Áfengi og tóbak 2,5% 0,0% 0,00%
Föt og skór 3,7% 0,5% 0,02%
Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu 9,5% 0,2% 0,02%
Reiknuð húsaleiga 20,5% 0,5% 0,10%
Húsgögn og heimilisbúnaður 4,8% -0,1% 0,00%
Heilsa 4,1% 0,3% 0,01%
Ferðir og flutningar (annað) 3,9% 0,2% 0,01%
- Kaup ökutækja 6,2% 0,5% 0,03%
- Bensín og díselolía 3,4% -0,3% -0,01%
- Flugfargjöld til útlanda 2,0% -4,9% -0,11%
Póstur og sími 1,6% -0,2% 0,00%
Tómstundir og menning 10,9% 0,1% 0,01%
Menntun 0,9% 0,0% 0,00%
Hótel og veitingastaðir 5,4% 0,3% 0,01%
Aðrar vörur og þjónusta 5,2% 0,1% 0,00%
Alls 100,0%   0,13%

Spáum aukinni verðbólgu næstu mánuði

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,13% í nóvember og um 0,51% í desember, lækki um 0,12% í janúar og hækki um 0,77% í febrúar. Gangi spáin eftir verður ársverðbólga 4,3% í nóvember, 4,5% í desember, 4,6% í janúar og 4,5% í febrúar. Spáin er aðeins hærri en síðasta spá, sem við birtum daginn sem Hagstofan birti verðbólgutölur í október. Breytingin skýrist aðallega af því að krónan veiktist nokkuð í lok október og byrjun nóvember.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
15. jan. 2026
Spáum 5,1% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30% á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5% í 5,1%. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa er þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar.
Smiður
13. jan. 2026
Atvinnuleysi eykst en kortavelta líka
Atvinnuástandið hefur versnað smám saman og eftirspurn eftir vinnuafli er minni en áður. Atvinnuleysi hefur aukist hratt og mældist 4,4% í desember, en svo mikið hefur atvinnuleysi ekki mælst í rúmlega þrjú og hálft ár. Þessi þróun styður við markmið Seðlabankans um að draga úr þenslu í hagkerfinu og vinna bug á verðbólgu. Á sama tíma heldur neysla landsmanna áfram að aukast með hverjum mánuðinum, en heildarkortavelta hefur aukist um 6% á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs frá sama tímabili árið áður.
Bílar
12. jan. 2026
Breytt gjaldtaka af bílum gæti aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig
Breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst er hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja má að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs.
Rafbíll í hleðslu
12. jan. 2026
Vikubyrjun 12. janúar 2026
Skráð atvinnuleysi hélt áfram að aukast í desember og var 0,6 prósentustigum meira en á sama tíma árið áður. Álíka margir erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í fyrra og síðustu tvö ár á undan en utanlandsferðir Íslendinga voru 18% fleiri í fyrra en árið á undan. Þó nokkur óvissa ríkir um verðbólgumælingu janúarmánaðar, ekki síst í tengslum við breytta gjaldtöku á innflutningi og rekstri bíla. Við gefum út verðbólguspá næsta fimmtudag.
5. jan. 2026
Mánaðamót 5. janúar 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vöruhótel
5. jan. 2026
Vikubyrjun 5. janúar 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.
Bananar
22. des. 2025
Verðbólgumælingin ekki jafnslæm og hún virðist í fyrstu
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.
Vélsmiðja Guðmundar
22. des. 2025
Vikubyrjun 22. desember 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.
Flugvél
15. des. 2025
Vikubyrjun 15. desember 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.
11. des. 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.