Ákvarðanir um fjármál eru mikilvægur þáttur í lífi fólks óháð aldri en við höfum tekið saman reglur sem gilda um meðferð fjármuni barna hér.
Fyrir 13-15 ára
Eflum fjármálavit
Ungt fólk á aldrinum 13 til 15 ára getur sótt um kort, stofnað bankareikning og fengið aðgang að appinu. Foreldrar og aðrir forsjáraðilar hafa yfirsýn í appinu sínu.
Þjónusta fyrir 13-15 ára
Kortin fyrir unga fólkið
Þú getur sótt um þitt eigið kort í appinu, skráð það í símann eða úrið og borgað með því snertilaust.
Plúskort
Fyrirframgreitt kort fyrir 13 ára og eldri. Kortið er plastlaust og hentar því vel sem aukakort - til dæmis fyrir netverslun. Það safnar Aukakrónum og er án færslu- og árgjalds. Nánar.
Fyrirframgreitt
Fyrir 13 ára og eldri
Aukakrónusöfnun
2 af hverjum 1.000 kr.
Ekkert plastkort - aðeins stafrænt
Ekkert árgjald
Engin færslugjöld
Vasapeningar
Fyrirframgreitt kort fyrir ungt fólk 9 til 18 ára. Foreldrar og aðrir forsjáraðilar stofna kortið í appinu og hafa þar fulla yfirsýn. Forsjáraðili er eigandi kortsins en barnið er handhafi. Nánar.
Fyrirframgreitt
Engin færslugjöld
Árgjald
%fee10603%
Bíómiði fylgir kortinu
Debetkort
Hægt er að tengja debetkortið við farsíma og greiðslulausnir og greiða snertilaust.
Ekkert árgjald fyrir 9-24 ára
Engin færslugjöld fyrir 9-18 ára
Hvaða reikningur hentar 13-15 ára?
Þú getur t.d. lagt sparnaðinn þinn inn á Framtíðargrunn sem er bundinn til 18 ára aldurs eða byrjað að spara í appinu og fengið hæstu vexti á óbundnum reikning sem við bjóðum upp á.
Framtíðargrunnur ber hæstu vexti almennra innlánsreikninga hverju sinni og er því góður kostur fyrir langtímasparnað.
Það er einfalt að setja sér sparnaðarmarkmið í appinu og jafnvel deila því með öðrum, t.d. fjölskyldunni.
Hvað er fleira í boði fyrir 13-15 ára?
Aðrir sparireikningar eða sjóðir geta einnig komið til greina. Þú sækir um reikning í appinu en ef kaupa á í sjóðum þarf að hafa samband við okkur. Við aðstoðum þig og foreldra eða aðra forsjáraðila við að klára málið.
Sumarvinnan
Mörg okkar byrja að vinna á þessum aldri og þá getur verið tímabært að stofna launareikning. 13 ára og eldri geta sjálf stofnað launareikning í appinu. Launareikningurinn getur verið bæði debetkortareikningur eða sparireikningur – allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.
Rafræn skilríki
Til þess að komast í appið þarf að setja upp rafræn skilríki eða vera með Auðkennisappið.
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú pantað tíma í næsta útibúi og við aðstoðum þig við að setja upp skilríkin. Foreldrar eða aðrir forsjáraðilar þurfa að skrifa undir umsóknina. Ef þau komast ekki með geta þau undirritað umsóknina rafrænt á sínum síðum hjá Auðkenni.
Það þarf að hafa persónuskilríki, t.d. vegabréf, meðferðis þegar við setjum upp rafrænu skilríkin.
Tómstundastyrkir
Við styrkjum Klassafélaga til að stunda áhugamálin sín. Á hverju ári veitum við tómstundastyrki sem nýtast til að borga fyrir alls konar tómstundir. Styrkþegar síðustu ára hafa fengið styrki til að stunda íþróttir, alls konar listnám og margt fleira.
Umsóknarfrestur rann út 20. september 2023.
Við stækkum gjöfina
Fermingarbörn og jafnaldrar sem leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða kaupa í sjóðum Landsbréfa fá 6.000 kr. mótframlag frá Landsbankanum.
En það er ekki allt og sumt! Ef þau spara meira fá þau 5% mótframlag á það sem er umfram 30.000 kr. Mótframlagið getur að hámarki verið 16.000 kr. fyrir hvorn kost, en þá er sparnaðarupphæðin 230.000 kr.
Ef sparað er á báðum stöðum getur mótframlagið því verið allt að 32.000 kr!
Sparnaður er góð leið til þess að láta drauma sína rætast og því fylgir öryggistilfinning að eiga fyrir óvæntum útgjöldum.
Ýmis bankaþjónusta er í boði fyrir börn og unglinga og skýrar reglur gilda um fjármál þeirra.
Persónuvernd þýðir að þú átt rétt á þínu einkalífi. Bankinn biður þig ekki um meiri upplýsingar en hann þarf.
Algengar spurningar
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.