Með því að nýta sér rafræn skilríki geta viðskiptavinir bankans sparað sér sporin og sótt um vörur og þjónustu á vefnum. Þau spara tíma og eru umhverfisvæn, með tilliti til minni pappírsnotkunar og færri ferðum í fyrirtæki og stofnanir.
Rafræn skilríki
Þægileg leið til auðkenningar
Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum viðskiptum. Þau eru auðveld og þægileg leið til auðkenningar og undirritunar.
Hvernig fæ ég rafræn skilríki?
Þú getur virkjað rafræn skilríki í næsta útibúi okkar. Pantaðu tíma í því útibúi sem þér hentar og mundu að hafa gild persónuskilríki með þér.
Virka rafræn skilríki á símanum mínum?
Á vef Auðkennis getur þú kannað hvort SIM-kortið þitt sé klárt fyrir rafræn skilríki.
Einnig getur þú skráð þig inn á vef Auðkennis og skoðað hvort þú sért nú þegar með virk skilríki á símanum þínum.
Virkjun skilríkja fyrir 18 ára og yngri
Forráðamaður getur skrifað undir virkjun rafrænna skilríkja fyrir 18 ára og yngri á mitt.audkenni.is og sá sem sækir um getur þá komið í útibú innan 30 daga þar sem hann framvísar löggildum persónuskilríkjum.
Panta tíma
Pantaðu tíma í því útibúi sem þér hentar og mundu að hafa gild persónuskilríki með þér.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.