Aldrei of snemmt að byrja að spara

Sparnaður er góð leið til þess að láta drauma sína rætast. Það er gaman að sjá fjárhæðina hækka og því fylgir öryggistilfinning að eiga fyrir óvæntum útgjöldum. Svo er mikið frelsi fólgið í því að geta keypt sér það sem mann vantar eða bara langar í, þegar maður vill.
24. mars 2021 - Landsbankinn

Þegar kemur að því að taka bílpróf eða kaupa bíl, hefja framhaldsnám, ferðast eða jafnvel kaupa fyrstu íbúðina getur sparnaðurinn skipt verulegu máli. En það getur verið erfitt að komast í gang. Hér eru nokkur einföld sparnaðarráð til að koma sparnaðarmálunum á hreyfingu.

  • Ef þú veist fyrir hverju þú ætlar að spara er gott að setja sér markmið. Hvað þarf ég að spara mikið og hve lengi til að ná markmiðum mínum?
  • Þú getur byrjað að spara reglulega og látið það gerast sjálfvirkt í hverjum mánuði  í appinu og netbankanum. Það er aldrei of snemmt að byrja að spara og engin fjárhæð er of lág.
  • Getur þú hjólað eða gengið í vinnu eða skóla í stað þess að borga í strætó eða eiga og reka bíl?
  • Ertu í námi? Getur þú farið með nesti í skólann frekar en að kaupa mat í skólanum eða sjoppunni? Svo getur þú líka sparað með því að drekka vatn með nestinu.
  • Þú getur líka ákveðið að setja allar peningagjafir eða tiltekinn hluta af þeim, t.d. helminginn, alltaf í sparnað. Peningagjafir geta t.d. verið fermingar-, afmælis- eða útskriftargjafir, eða eitthvað slíkt.
  • Frá 16 ára aldri geta allir sem eru í vinnu nýtt sér viðbótarlífeyrissparnað. Ef þú greiðir 2-4% af heildarlaunum í viðbótarlífeyrissparnað þá færðu aukalega 2% af laununum þínum frá vinnuveitanda sem mótframlag. Þessi 2% eru peningar sem þú fengir annars ekki. Þú getur síðan nýtt þér viðbótarlífeyrissparnaðinn til þess að kaupa þína fyrstu íbúð. Það getur því margborgað sig að skrá sig sem fyrst í viðbótarlífeyrissparnað.
  • Tilboð og fríðindakerfi eru góð leið til að kaupa hluti eða greiða fyrir þjónustu á lægra verði. Hefurðu athugað hvaða fríðindakerfi bjóðast?  

2.500 krónur á viku = 650.000 krónur á fimm árum

Það á við um sparnað eins og svo margt fleira að margt smátt gerir eitt stórt. Ef þú getur sparað 2.500 krónur (u.þ.b. andvirði einnar skyndibitamáltíðar) á viku í eitt ár hefur þú sparað samtals 130.000 krónur. Á fimm árum hefur sú upphæð hækkað í 650.000 krónur.

Þegar byrjað er að spara og fjárhæðin hækkar verður það oftast til þess að maður vill gera enn betur; fara að eyða í sparnað frekar en að kaupa sér hluti sem maður þarfnast ekki eða eyða í óþarfa. Vantar mig virkilega hlutinn? Vil ég eyða peningnum núna, frekar en að nota hann seinna í eitthvað sem nýtist betur og veitir meiri ánægju?

Finnum réttu sparnaðarleiðina fyrir þig

Við bjóðum upp á margar leiðir til að hjálpa þér að spara. Þú getur líka pantað tíma í ráðgjöf þegar þér hentar.

Panta tíma í ráðgjöf

Hvort sem þú vilt spara til lengri eða skemmri tíma getur þú fundið reikning sem hentar þér. Við bjóðum verðtryggða, óverðtryggða, bundna og óbundna reikninga.

Bankareikningar

Í netbankanum er einfalt að gerast áskrifandi að verðbréfasjóðum.

Sjóðir

Það er auðvelt að byrja að spara í appinu. Þar getur þú líka stofnað sameiginlegan sparnaðar með fjölskyldu eða vinum og saman getið þið fylgst með sparnaðnum vaxa.

Landsbankaappið

Þú getur stofnað viðbótarlífeyrissparnað hjá Íslenska lífeyrissjóðnum á vefnum okkar.

Viðbótarlífeyrissparnaður

Þú gætir einnig haft áhuga á
Skipulagning framkvæmda
6. des. 2022

Hvað kostar að taka skammtímalán?

Óvænt útgjöld eða tekjufall geta valdið því að stundum þarf að taka lán til skamms tíma og með litlum fyrirvara. Ýmis skammtímalán eru í boði og það borgar sig að kanna hvar hægt er að fá bestu kjörin.
Ungir menn að ræða málin
28. des. 2020

Hvað breytist við að verða fjárráða?

Á átjánda afmælisdeginum þínum verður þú sjálfráða, sem þýðir að þú ræður þér næstum að öllu leyti sjálf/ur. Á sama degi verður þú líka fjárráða, sem þýðir að þú hefur full yfirráð yfir peningunum þínum sem áður voru að mestu leyti á ábyrgð foreldra eða forráðamanna.
Fjölskylda heima í stofu
19. maí 2021

Er endurfjármögnun skynsamlegur kostur fyrir mig?

Margir geta haft hag af því að endurfjármagna lánin en ýmislegt þarf að hafa í huga þegar endurfjármögnun er skoðuð.
4. mars 2021

Hvað þarf að hafa í huga við kaup á bíl?

Kaup á bíl þarfnast góðs undirbúnings enda er kostnaðarsamt að kaupa, reka bíl og halda honum við. Í þessari grein er fjallað stuttlega um nokkur atriði sem þarf að hafa í huga við bílakaup.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur