Ákvarðanir um fjármál eru mikilvægur þáttur í lífi fólks óháð aldri en við höfum tekið saman reglur sem gilda um meðferð fjármuni barna hér.
Fyrir 9-12 ára
Hugum að framtíðinni
Ungt fólk á aldrinum 9 til 12 ára geta fengið bankareikning, kort og aðgang að appinu með samþykki foreldra eða annarra forsjáraðila.
Yfirsýn í appinu
Foreldrar og aðrir forsjáraðilar geta stofnað reikninga og kort í appinu. Þar hafa þau einnig yfirsýn yfir allar hreyfingar og viðskipti ófjárráða barna í sinni forsjá.
Hvernig reikningur hentar fyrir 9-12 ára?
Framtíðargrunnur er sparireikningur sem hentar vel fyrir börnin og er fyrst laus til útborgunar við 18 ára aldur.
Foreldrar eða aðrir forsjáraðilar sækja um reikninginn í appinu sínu eða netbankanum. Hægt er að velja hvort reikningurinn er verðtryggður eða óverðtryggður og hann ber hæstu innlánsvexti sem eru í boði hverju sinni. Það er auðvelt að greiða reglulega inn á hann með sjálfvirkum millifærslum.
Svona sækir þú um reikning fyrir barn í appinu:
Hvað er fleira í boði fyrir 9-12 ára?
Aðrir sparireikningar eða sjóðir geta einnig komið til greina. Foreldrar eða aðrir forsjáraðilar sækja um reikninga fyrir börnin í Landsbankaappinu en til þess að kaupa í sjóðum fyrir börn yngri en 13 ára þarf að hafa samband við okkur. Við aðstoðum ykkur við að klára málið.
Einfaldari vasapeningar
Vasapeningar er fyrirframgreitt kort fyrir 9 til 18 ára. Hægt er að sækja um kortið í appinu og fá sent heim. Barnið er handhafi kortsins en forsjáraðili er eigandi þess. Forsjáraðilar fá góða yfirsýn yfir notkun á kortinu í appinu og geta stillt SMS-vöktun, eins og þegar færslur eru framkvæmdar. Þannig fæst góð yfirsýn yfir vasapeningana. Barnið sér alltaf stöðuna á kortinu í appinu sínu eða með því að nota QR-kóðann á bakhlið kortsins.
Tómstundastyrkir
Við styrkjum Klassafélaga til að stunda áhugamálin sín. Á hverju ári veitum við tómstundastyrki sem nýtast til að borga fyrir alls konar tómstundir. Styrkþegar síðustu ára hafa fengið styrki til að stunda íþróttir, alls konar listnám og margt fleira.
Rafræn skilríki
Til þess að komast í appið þarf að setja upp rafræn skilríki eða vera með Auðkennisappið.
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú pantað tíma í næsta útibúi og við aðstoðum þig við að setja upp skilríkin. Foreldrar eða aðrir forsjáraðilar þurfa að skrifa undir umsóknina. Ef þau komast ekki með geta þau undirritað umsóknina rafrænt á sínum síðum hjá Auðkenni.
Það þarf að hafa persónuskilríki, t.d. vegabréf, meðferðis þegar við setjum upp rafrænu skilríkin.
Sparnaður er góð leið til þess að láta drauma sína rætast og því fylgir öryggistilfinning að eiga fyrir óvæntum útgjöldum.
Ýmis bankaþjónusta er í boði fyrir börn og unglinga og skýrar reglur gilda um fjármál þeirra.
Persónuvernd þýðir að þú átt rétt á þínu einkalífi. Bankinn biður þig ekki um meiri upplýsingar en hann þarf.
Algengar spurningar
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.