Klassi

Hug­um að fram­tíð­inni

Ungt fólk á aldr­in­um 9 til 15 ára get­ur feng­ið eig­ið kort og banka­reikn­ing, stofn­að net­banka og not­að app­ið. Þannig er auð­velt að fá yf­ir­sýn yfir fjár­mál­in og jafn­vel setja sparn­að­ar­markmið.

Debetkort

Níu ára og eldri geta með samþykki forráðamanna fengið reikning, debetkort og appið í næsta útibúi. Það er hægt að skrá kortið í símann eða úrið og borga með því snertilaust. Gott er að fylgjast með stöðunni í appinu til að læra hvernig fara á með peningana.

Klassakort

Debetkort tengt Klassareikningnum fyrir ungt fólk á aldrinum 9-15 ára.

Engin færslugjöld

Ekkert árgjald

Forráðamenn geta tengt kortið við sitt app eða netbanka

Það er einfalt að spara í appinu

Settu þér markmið, ákveddu upphæðina og tímann og appið reiknar út hvað þú þarft að leggja mikið fyrir mánaðarlega til að ná markmiðinu. Það er einfalt að setja sér sparnaðarmarkmið í appinu og jafnvel deila því með öðrum, t.d. vinum eða fjölskyldu.

Við stækkum gjöfina

Gjafapeningar eru góður grunnur að sparnaði. Það er einfalt að byrja að spara, þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð þú vilt spara reglulega.

Fermingarbörn og krakkar á sama aldri sem leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða í verðbréfasjóð fá 6.000 kr. mótframlag frá Landsbankanum. Ef báðir kostir eru nýttir leggjum við til 12.000 kr. í mótframlag.

Aldrei of snemmt að byrja að spara

Svo geta fleiri sparireikningar eða sjóðir komið til greina fyrir ungt fólk. Þú getur valið þá sparnaðarleið sem þér hentar hvort sem er til skemmri eða lengri tíma. Það getur verið þægilegt að panta reglulegar millifærslur eða áskrift í netbankanum. Sparnaður kemur sér alltaf vel.

Sparnaður til framtíðar

Framtíðargrunnur er sparireikningur sem er fyrst laus til útborgunar við 18 ára aldur. Hann hentar því vel þeim sem vilja spara til framtíðar. Reikningurinn ber hæstu innlánsvexti sem eru í boði hverju sinni. Það er auðvelt að gera sparnaðinn reglulegan með sjálfvirkum millifærslum og þú velur hvort þú vilt hafa reikninginn verðtryggðan eða óverðtryggðan þegar þú stofnar hann í netbankanum.

Tómstundastyrkir

Við styrkjum Klassafélaga til að stunda áhugamálin sín. Á hverju ári veitum við Tómstundastyrki sem nýtast til að borga fyrir alls konar tómstundir. Styrkþegar síðustu ára hafa fengið styrki til að stunda íþróttir, alls konar listnám og margt fleira. 

Greitt með símanum

Borgaðu snertilaust með símanum eða úrinu

Þú getur skráð kortið þitt í símann eða úrið og byrjað að borga snertilaust strax í dag. Það er einfalt að skrá kortið beint í Apple Pay í gegnum Landsbankaappið eða Apple Wallet. Fyrir Android síma þarf að sækja Kortaapp Landsbankans í Google Play Store og skrá kortið þar. Einnig er hægt að nota Garmin Pay eða FitBit Pay.

Aldrei of snemmt að byrja að spara

Sparnaður er góð leið til þess að láta drauma sína rætast og því fylgir öryggistilfinning að eiga fyrir óvæntum útgjöldum.

Fjórir krakkar, tveir í forgrunni og tveir að klifra í bakgrunni

Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga

Ýmis bankaþjónusta er í boði fyrir börn og unglinga og skýrar reglur gilda um fjármál þeirra.

Hvaða upplýsingar vinnur bankinn um þig?

Persónuvernd þýðir að þú átt rétt á þínu einkalífi. Bankinn biður þig ekki um meiri upplýsingar en hann þarf.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur