Sprotarnir

Ger­um fyrstu skref­in í fjár­mál­um skemmti­leg

Fyrir yngsta fólkið

Sprotarnir eru fyrir yngsta fólkið. Öll börn 8 ára og yngri sem eru með reikning hjá okkur verða sjálfkrafa Sprotafélagar. Hér byrjum við að huga að sparnaði fyrir framtíðina og lærum hvernig fara á með peningana.

Hvernig reikningur hentar fyrir yngstu börnin?

Framtíðargrunnur er sparireikningur sem hentar vel fyrir börnin og er fyrst laus til útborgunar við 18 ára aldur. Foreldrar eða forsjáraðilar sækja um reikninginn í appinu eða netbankanum. Hægt er að velja hvort reikningurinn er verðtryggður eða óverðtryggður og hann ber hæstu innlánsvexti sem eru í boði hverju sinni. Það er auðvelt að spara reglulega með sjálfvirkum millifærslum inn á hann.

Svona sækir þú um reikning fyrir börn í appinu

Skjámyndir úr appi

Hvað er fleira í boði?

Aðrir sparireikningar eða sjóðir geta einnig komið til greina fyrir börn 8 ára og yngri. Foreldrar eða forsjáraðilar sækja um reikninga fyrir börnin í Landsbankaappinu en til þess að kaupa í sjóðum fyrir börn yngri en 13 ára þarf að hafa samband við okkur og við aðstoðum ykkur við að klára málið.

Gjöf til framtíðar

Ungabörn virkra viðskiptavina geta fengið 5.000 kr. að gjöf inn á Framtíðargrunn á nafni barnsins. Vörðu- og Námufélagar, sem eiga börn á fyrsta ári, fá sent bréf þar sem þeim er kynnt gjöfin og boðið að stofnaður verði Framtíðargrunnur fyrir barnið. Foreldrar geta afþakkað gjöfina og stofnun reiknings.

Sprotaappið

Appið er endalaus uppspretta af skemmtun og fróðleik fyrir krakka á öllum aldri. Þar er meðal annars hægt að læra umferðarreglurnar, lita myndir og leika á hljóðfæri, leysa þrautir, hlusta á sögur, stafa orð, reikna dæmi og byrja að fræðast um hvernig maður fer vel með peningana sína.

Fróðleikur í Sprotaappinu

Fróðleikur

Sprotarnir búa yfir alls kyns fróðleik. Getur þú svarað spurningum þeirra rétt?

Hugarleikfimi í Sprotaappinu

Hugarleikfimi

Þú getur glímt við alls konar þrautir, leiki og gátur.

Stafaleikir

Æfðu þig í að skrifa stafina og stafa orð í skemmtilegum leik í Sprotaappinu.

Hljóðfæri í Sprotaappinu

Hljóðfæri

Það er svo gaman að búa til tónlist. Þú getur prófað líka.

Púsluspil í Sprotaappinu

Púsluspil

Í Sprotaappinu getur þú farið í allskonar leiki eins og að púsla.

Sprotabúðin í Sprotaappinu

Sprotabúðin

Í Sprotabúðinni lærir þú hvernig nota á seðla og mynt til að kaupa ýmislegt.

Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga

Ýmis konar bankaþjónusta er í boði fyrir börn og unglinga en skýrar reglur gilda um fjármál þeirra.

Ungt fólk
Hvað breytist við að verða fjárráða?

Á átjánda afmælisdeginum þínum verður þú sjálfráða. Á sama degi verður þú fjárráða sem þýðir að þú hefur full yfirráð yfir peningunum þínum.

Hvaða upplýsingar vinnur bankinn um þig?

Persónuvernd þýðir að þú átt rétt á þínu einkalífi. Bankinn biður þig ekki um meiri upplýsingar en hann þarf.

Algengar spurningar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur