Ef þú kaupir í sjóði er fjárfestingin þín ekki háð verðbreytingu á einu stöku verðbréfi, heldur safni verðbréfa - allra verðbréfanna sem eru í sjóðnum. Auk þess er skattalegt hagræði af því að fjárfesta í sjóði þar sem þú greiðir ekki fjármagnstekjuskatt af viðskiptum innan sjóðsins. Þú greiðir einungis fjármagnstekjuskatt þegar þú selur eign þína.
- Einstaklingar
- Fyrirtæki
- Markaðurinn
- Umræðan
- Bankinn
Áhrifarík leið til ávöxtunar
Nú er 50% afsláttur af upphafsgjaldi þegar þú kaupir í sjóðum Landsbréfa.
Sjóðir
Gengi sjóða og ávöxtunartölur uppfærast daglega
Ávöxtun verðbréfa- og fjárfestingarsjóða er birt sem nafnávöxtun í ISK að frádregnum kostnaði sem fallið hefur á sjóðinn á hverjum tíma.
Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað, t.d. vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum.
Sjóðirnir eru reknir af Landsbréfum hf., rekstrarfélagi með starfsleyfi á Íslandi og heyrir undir eftirlit Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Við bendum þér á að kynna þér útboðslýsingu, lykilupplýsingar og upplýsingablöð sjóðanna sem finna má undir hverjum sjóði. Einnig getur þú kynnt þér skilmála, útdrátt um hagsmunaárekstra og áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga.
Upplýsingar á þessari síðu eru samkvæmt bestu vitund Landsbankans og ætlaðar til fróðleiks, en ekki sem grundvöllur viðskipta. Landsbankinn ber ekki ábyrgð á hugsanlegum villum eða töfum upplýsinga og/eða ákvörðunum byggðum á þeim. Upplýsingar eru a.m.k. 15 mínútna gamlar.

Verðbréfaviðskipti á netinu
Í netbankanum getur þú sent beiðni um viðskipti með innlend hlutabréf og sjóði Landsbréfa hvar og hvenær sem er. Þú getur einnig fylgst með framgangi viðskiptanna, séð yfirlit yfir verðbréfaeign og viðskiptasöguna.
Við erum til staðar
Þú getur alltaf leitað til ráðgjafa okkar í Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu sem aðstoða þig við að byggja upp eignasafn. Þú getur einnig sent tölvupóst á vl@landsbankinn.is eða hringt í 410 4040.

Leitin að ávöxtun
Þar sem vextir á Íslandi eru nú lágir þarf fólk sem vill spara, eða hefur nú þegar komið sér upp sparnaði, að hugsa betur um hvernig það getur fengið góða ávöxtun.

Hvernig á að byrja að spara og fjárfesta?
Fjárfestingar og sparnaður eru umræðuefni þáttarins. Hvenær og hvernig er best að byrja að spara eða fjárfesta? Hvar liggja tækifærin? Hvernig er hægt að fá betri ávöxtun og meta áhættuna?
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Landsbankinn hf.
Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Kt. 471008-0280
Swift/BIC: NBIIISRE
Sími: 410 4000
landsbankinn@landsbankinn.is
Lagalegur fyrirvari
Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.