Ertu að flytja til lands­ins og vant­ar banka­reikn­ing?

Það er ekki flókið að stofna bankareikning, jafnvel þótt þú sért nýkomin/-inn til landsins. Til þess að stofna til viðskipta við banka á Íslandi þarftu að vera með íslenska kennitölu. Ef þú ert ekki með kennitölu er fyrsta skrefið að stofna kennitölu hjá Þjóðskrá Íslands.
Mosfellsbær
28. desember 2020

Þú færð upplýsingar um hvernig hægt er að fá íslenska kennitölu á vef Þjóðskrár Íslands, skra.is. Þegar þú ert komin/-inn með kennitölu getur þú valið um tvær leiðir til að stofna reikning.

1. Með rafrænum skilríkjum
Ef þú ert með rafræn skilríki getur þú sótt Landsbankaappið og stofnað til viðskipta í appinu. Þegar þú stofnar til viðskipta getur þú um leið stofnað reikning, sótt um debetkort auk sem þú getur stofnað sparireikning eða keypt í sjóðum.
Í undantekningartilfellum dugar ekki að hafa rafræn skilríki til að stofna bankareikning. Ef þú lendir í vanda hvetjum við þig til að hafa samband, t.d. með því að senda póst í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.

2. Með því að panta tíma í útibúi
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú pantað tíma í næsta útibúi og við getum aðstoðað þig við að fá rafræn skilríki í símann þinn. Ef þú vilt ekki eða getur ekki notað rafræn skilríki getur þú að sjálfsögðu komið í viðskipti engu að síður.

Rafræn skilríki einfalda aðgengi að ýmis konar þjónustu í samfélaginu og við mælum með að allir viðskiptavinir séu með rafræn skilríki. Til að geta fengið rafræn skilríki þarf að hafa íslenska kennitölu og SIM-kortið í símanum þínum þarf að styðja við rafræn skilríki.

Nánast öll bankaþjónusta í símanum

Í appinu og netbankanum sem er í boði á íslensku, ensku og pólsku er meðal annars hægt að sækja um kreditkort, fylgjast með stöðunni, frysta kort og sækja kortaupplýsingar.

Við erum alltaf til staðar

Þjónustuver bankans er opið alla virka daga milli klukkan 9.00 og 16.00. Ráðgjafar okkar í Þjónustuveri geta veitt þér allar upplýsingar um vörur og þjónustu bankans. Þar getur þú einnig sinnt flestum þínum bankaviðskiptum í gegnum síma þegar þér hentar.

Þú getur líka alltaf pantað tíma og við tökum frá tíma fyrir þig, hvort sem það er í gegnum símann eða á staðnum. Við erum til staðar þegar þú þarft ráðgjöf eða aðstoð við þína bankaþjónustu.

Hraðbankar og útibú um allt land

Landsbankinn rekur hraðbanka á rúmlega 60 stöðum um allt land. Hægt er að stilla hraðbankana á íslensku, ensku og pólsku. Þú getur séð staðsetningu hraðbanka á vefnum okkar og í appinu. Bankinn rekur einnig útibú og afgreiðslur á 36 stöðum í öllum landshlutum. Einnig getur þú sent Þjónustuverinu fyrirspurnir eða athugasemdir á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is, haft samband í gegnum fyrirspurnarform eða spjallað við okkur í netspjallinu.

Fáðu launahækkun með viðbótarlífeyrissparnaði

Ef þú ert að hefja störf á Íslandi þá mælum við með að þú gerir samning um viðbótarlífeyrissparnað. Ef þú leggur fyrir 2-4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað þá bætir launagreiðandi við 2% af launum til viðbótar, sem er í raun launahækkun sem þú fengir annars ekki. Viðbótarlífeyrissparnað má einnig nýta skattfrjálst til að spara fyrir kaupum á húsnæði eða til greiðslu inn á húsnæðislán að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Nánar um viðbótarlífeyrissparnað

Snertilausar greiðslur

Hægt er að tengja debet- og kreditkort við símann og önnur snjalltæki og nota til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Það er einfalt að skrá kortin beint í Apple Pay í gegnum Landsbankaappið eða Apple Wallet. Fyrir Android síma þarf að sækja kortaapp Landsbankans í Google Play Store og skrá kortið þar. Þú getur líka notað Garmin Pay og Fitbit Pay ef þú kýst það frekar.

Borgaðu með símanum eða úrinu

Lán og heimildir

Lánaframboð til nýrra viðskiptavina byggir m.a. á viðskiptasögu og er almennt miðað við tveggja ára viðskiptasögu áður en þú getur fengið hærri útlán. Þú getur alltaf fengið meiri upplýsingar með því að panta tíma hjá ráðgjafa.

Aukakrónur – öflugt fríðindakerfi

Við mælum með að þú íhugir að tengja kreditkortið þitt við Aukakrónur. Í hvert skipti sem þú notar kreditkortið þitt safnarðu Aukakrónum, frá 0,2% til 0,5% af innlendri veltu auk þess sem þú færð afslátt hjá samstarfsaðilum í formi Aukakróna.

Safnaðu Aukakrónum með kreditkortinu þínu

Bankaþjónusta fyrir börn og ungmenni

Ýmis bankaþjónusta er í boði fyrir börn og ungmenni. Við hvetjum þig til að kynna þér þjónustuna sem er í boði. Sprotarnir er þjónusta sem er sérsniðin að börnum á aldrinum 0-8 ára, Klassi er fyrir börn á aldrinum 9-15 ára og Náman er fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára.

Hægt er að lesa þessa grein einnig á ensku, pólsku, úkraínsku og rússnesku.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
15. sept. 2023
Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum
Þú borgar ekkert fyrir grunnþjónustu í appinu og netbankanum og þú getur komist hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækkað þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá Landsbankanum.
Ungt fólk
8. sept. 2023
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
5. sept. 2023
Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?
Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
Grafarholt
5. sept. 2023
Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
Lyftari í vöruhúsi
7. júní 2023
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
21. mars 2023
Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga
Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023
Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?
Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur