Vant­ar þig fimm­hundruð­kalla?

Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
2. nóvember 2023

Þegar börn eru á grunnskólaaldri er algengt að haldin séu bekkjarafmæli en þá taka nokkur afmælisbörn sig saman (þ.e.a.s. fullorðna fólkið) og halda sameiginlega upp á afmælin. Víða hefur myndast sú hefð að í bekkjarafmælum sé passlegt að gefa hverju afmælisbarni fimmhundruðkall.

Vandinn er sá að ekki er hægt að fá fimmhundruðkalla í öllum hraðbönkum. Í mörgum hraðbönkum Landsbankans er minnsti seðilinn þúsundkall en framboð á seðlum í hraðbönkum ræðst af ýmsum þáttum, m.a. hversu margar seðlategundir komast fyrir í viðkomandi gerð af hraðbanka og hversu oft er fyllt á þá.  

Það kostar ekkert að skipta í útibúi

Á afgreiðslutíma útibúa sem bjóða gjaldkeraþjónustu er hægt að fá fimmhundruðkalla hjá starfsfólki. Ef þú ert viðskiptavinur Landsbankans kostar ekkert að fara til gjaldkera og taka út seðla af reikningi í bankanum. Það kostar heldur ekki neitt að skipta nokkrum þúsundköllum í fimmhundruðkalla, hvort sem þú ert með reikning hjá bankanum eða ekki.

Myntrúllusjálfsalar geta leynt á sér

Hér fyrir neðan er listi yfir staði þar sem Landsbankinn býður upp á úttekt á fimmhundruðköllum í hraðbönkum eða – og taktu nú vel eftir – í myntrúllusjálfsölum. Það vita nefnilega ekki allir að í mörgum myntrúllusjálfsölum er bæði hægt að fá myntrúllur og skipta seðlum í fimmhundruðkalla. (Fyrir áhugasama er rétt að geta þess að myntrúllur er mynt sem búið er að stafla saman í rúllur en þær nýtast aðallega verslunum sem þurfa skiptimynt.)

Á sumum þessara staða er fleiri en einn hraðbanki. Ef ekki eru fimmhundruðkallar í fyrsta hraðbankanum sem þú prófar, prófaðu bara þann næsta.

Höfuðborgarsvæðið

  • Borgartún, útibú - myntrúllusjálfsali
  • BSÍ við Hringbraut í Reykjavík - hraðbanki
  • Grafarholt, útibú - myntrúllusjálfsali
  • Hagatorg, Vesturbæ – hraðbanki
  • Hamraborg, útibú – myntrúllusjálfsali
  • Háskólatorg - hraðbanki
  • Lóuhólar, Breiðholti - hraðbanki
  • Mjódd, útibú - myntrúllusjálfsali
  • Reykjastræti, útibú – hraðbanki og myntrúllusjálfsali
  • Staðarberg, Hafnarfirði – hraðbanki
  • Fjarðargata, Hafnarfirði, útibú – myntrúllusjálfsali

Utan höfuðborgarsvæðisins

  • Akranes, útibú - hraðbanki
  • Akureyri, Bogabraut - hraðbanki
  • Akureyri, Kaupangi - hraðbanki
  • Akureyri, útibú – hraðbanki og myntrúllusjálfsali
  • Blönduós - hraðbanki
  • Dalvík, útibú - hraðbanki
  • Egilsstaðir, útibú - hraðbanki
  • Garður - hraðbanki
  • Grindavík, útibú - hraðbanki
  • Grundafjörður - hraðbanki
  • Hellissandur - hraðbanki
  • Húsavík, útibú - hraðbanki
  • Hvammstangi, útibú - hraðbanki
  • Ólafsvík, útibú - hraðbanki
  • Reyðarfjörður, útibú - hraðbanki
  • Sandgerði - hraðbanki
  • Selfoss, útibú - myntrúllusjálfsali
  • Sauðárkrókur, útibú - hraðbanki
  • Skagaströnd, útibú - hraðbanki
  • Vestmannaeyjar, útibú - hraðbanki
  • Vogar, Vatnsleysuströnd - hraðbanki
  • Vopnafjörður, útibú - hraðbanki
  • Þórshöfn, útibú - hraðbanki

Hraðbankar Landsbankans – aðgengi og staðsetning

Vantar þig kannski líka umslög undir fimmhundruðkallana? Þá verður þú líklega að fara út í næstu búð sem selur umslög því þau er hvorki að fá í hraðbönkum né myntrúllusjálfsölum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Rafræn greiðsla
10. nóv. 2023
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-44% ársvöxtum. Og það er slatti!
Netbanki
15. sept. 2023
Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum
Þú borgar ekkert fyrir grunnþjónustu í appinu og netbankanum og þú getur komist hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækkað þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá Landsbankanum.
Ungt fólk
8. sept. 2023
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
5. sept. 2023
Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?
Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
5. sept. 2023
Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
Lyftari í vöruhúsi
7. júní 2023
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
21. mars 2023
Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga
Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023
Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?
Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur