Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hvaða rétt og skyld­ur hafa for­eldr­ar þeg­ar kem­ur að pen­ing­um barna?

Það dýrmætasta sem við eigum er að sjálfsögðu börnin okkar, ekki peningar. Öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja börnunum farsæla framtíð og heilbrigð fjármál eru eitt af því sem mynda grunninn að henni. En hverjar eru skyldur okkar í þeim efnum – og réttindi? 
Mæðgin
4. apríl 2025

Ábyrgð á fjármálum barna  

Foreldrar og forsjáraðilar gegna mikilvægu hlutverki í fjárhagslegu uppeldi barna sinna allt til 18 ára aldurs og bera samkvæmt lögum ábyrgð á ávöxtun fjármuna þeirra. Það þýðir þó ekki að foreldrar geti ráðstafað fjármunum barna að vild heldur leggja lögræðislögin okkur ýmsar skyldur á herðar varðandi meðferð fjármuna barna. Lögin kveða til dæmis skýrt á um að við eigum alltaf að halda fjármunum barns aðgreindum frá eigin fjármunum. Lögin segja líka að það þurfi samþykki yfirlögráðanda til allra meiri háttar eða óvenjulegra ráðstafana á fjármunum barns, t.d. til greiðslu kostnaðar af framfærslu eða námi og ef það á að ávaxta eða ráðstafa fjármunum barns sem eru umtalsverðar fjárhæðir. Ef við sem foreldrar misförum með fjármuni barns getum við borið bótaábyrgð gagnvart barninu.  

Athugið samt að þrátt fyrir að börn ráði almennt ekki fé sínu þá gera lögin ráð fyrir því að það séu ákveðnir peningar sem barnið á og ræður yfir sjálft, þó ákvörðunarrétturinn geti sætt takmörkunum ef um verulegar fjárhæðir er að ræða. Þessir fjármunir falla í þrjá flokka og eru: 

  • Sjálfsaflafé - það fé sem barnið hefur sjálft unnið sér inn 
  • Gjafafé - það fé sem barninu hefur verið gefið án skilyrða 
  • Annað fé - til dæmis fé sem við afhendum barninu til eigin afnota, eins og vasapeningar.

Búum að fyrstu gerð

Barnið ræður sem sagt yfir peningunum sem það vinnur sér inn, peningum sem það fær gefins og vasapeningum. Það er samt áfram barnið okkar og á okkar ábyrgð. Hér spilar því inn annars konar skylda okkar forsjáraðila, sem er að fræða barnið og kenna því að fara vel með peningana sína. Það getum við gert með því að ræða um gildi peninga, sparnað og eyðslu eftir því sem kostur er miðað við aldur og þroska. Það er snemma hægt að tala um mikilvægi þess að spara og eins taka ákvarðanir með tilliti til skoðana barnsins.  

Og það er mikilvægt að byrja snemma, því 9 ára börn geta fengið debetkort og þegar þau verða 13 geta þau almennt stofnað bankareikninga sjálf án aðkomu foreldra eða forsjáraðila. Á þessum aldri, unglingsárunum, fáum við samt að fylgjast með því hvernig barnið fer með peningana, með því að hafa yfirlit yfir fjármál barnsins í netbankanum eða bankaappinu okkar. Fjórtánda aldursárið markar líka ákveðin tímamót, því fyrir mörg börn er það einmitt fermingarárið sem þau fá fyrst eigin peninga til umráða að einhverju ráði og geta skráð sig í vinnuskólann.

Kafla lýkur – nýr hefst 

Við hvetjum foreldra og forsjáraðila til að ávaxta fjármuni barna vel með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Það er gott veganesti út í lífið að hafa fengið fræðslu um meðferð fjármuna í uppvextinum og tileinkað sér góðar sparnaðarvenjur. Þegar einstaklingur verður 18 ára fær hann yfirráð yfir öllum fjármunum sínum og aðgangur forsjáraðila fellur niður. Þá skiptir máli að fjárhagslegt uppeldi hafi tekist vel. 

Nánari upplýsingar um meðferð fjármuna ófjárráða barna

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fasteignir
15. apríl 2025
Ætti ég að festa vextina á íbúðaláninu mínu?
Stýrivextir Seðlabankans eru í dag 7,75% en þeir fóru lægst í 0,75% í nóvember 2020. Stýrivextir byrjuðu að hækka í maí 2021 og fóru þeir hæst í 9,25% árið 2023 og voru þeir óbreyttir til október 2024 þegar stýrivextir byrjuðu að lækka.
Íbúðahús
15. apríl 2025
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
Stúlkur á hlaupahjólum
9. apríl 2025
Hvað á ég að gera við fermingarpeninginn?
Í gamla daga voru fermingargjafir oft hlutir sem áttu að tákna að nú væru fullorðinsárin að hefjast – pennar, ljóðasöfn eða orðabækur, armbandsúr eða flottar ferðatöskur. Það er enginn í vandræðum með að setja á sig úrið og fletta bókunum, en hvað áttu að gera ef þú færð peninga?
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Rafræn greiðsla
20. nóv. 2024
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-40% ársvöxtum. Og það er slatti!
Fjölskylda úti í náttúru
18. nóv. 2024
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
24. okt. 2024
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að fara reglulega yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort við séum að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.