Snertilausar greiðslur

Greiðsla

Hvern­ig borga ég með síma eða úri?

Skráðu kortið og borgaðu snertilaust

Þú getur skráð öll kortin þín, debet-, kredit- og gjafakort í símann eða úrið og byrjað að borga snertilaust. Úttektarheimildin breytist ekki og að sjálfsögðu haldast öll fríðindi á borð við Aukakrónur og tryggingar óbreytt.

Apple Pay
Apple Pay

Með Apple Pay getur þú borgað á öruggan hátt með símanum. Skráðu kortið þitt í Apple Wallet og byrjaðu að borga snertilaust.

Google Pay logo
Google Pay

Google Pay er hraðvirk, einföld og örugg greiðsluleið fyrir Android tæki sem þú notar til að borga með símanum í verslunum og netverslunum.

Kortaappið

Lokað hefur verið fyrir greiðsluvirkni í Kortaappinu og þar með er ekki lengur hægt að nota Kortaapp Landsbankans til að greiða með símanum.

Garmin Pay

Skráðu kortið þitt í Garmin úrið og byrjaðu að borga með úrinu. Úttektarheimildir og öll fríðindi á borð við Aukakrónur og tryggingar haldast auðvitað óbreytt.

Fitbit Pay

Skráðu kortið þitt í Fitbit úrið og byrjaðu að borga með úrinu. Úttektarheimildir og öll fríðindi á borð við Aukakrónur og tryggingar haldast auðvitað óbreytt.

Greiðslukort

Snertilausar greiðslur með sjálfu kortinu

Það getur verið þægilegt að greiða 7.500 kr. eða lægri upphæðir snertilaust með sjálfu kortinu. Þá er kortið lagt að posa og beðið eftir staðfestingu.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur