Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Áskrift sem ávaxt­ast

Einfaldasta leiðin til að spara reglulega í sjóðum er að skrá sig í mánaðarlega áskrift. Það eina sem þú þarft að gera er að ákveða fjárhæð, velja sjóð og stofna áskrift í appinu, netbankanum eða á l.is, við sjáum um rest.
26. september 2025

Sparnaður í sjóðum hefur marga kosti og það er auðvelt að byrja að leggja reglulega fyrir með því að stofna áskrift.

Hverjir eru kostirnir við reglubundinn sparnað í sjóðum?

Lægri kostnaður

Með áskrift í sjóðum færðu 100% afslátt af kaupþóknun og afgreiðslugjaldi.

Hægt að byrja smátt

Lágmarksupphæð áskriftar er einungis 5.000 kr. á mánuði. Það má hækka upphæðina hvenær sem er en það er líka hægt að festa hana við vísitölu. Þá hækkar greidd upphæð í takt við vísitölu neysluverðs um hver mánaðarmót.

Kaupverðið jafnað út

Það er mjög erfitt að tímasetja markaðinn, það krefst þess að fylgjast náið með efnahagsmálum og sveiflum á mörkuðum sem er bæði tímafrekt og erfitt að gera rétt. Meðalverðsaðferðin felst í því að fjárfesta reglulega í sjóði, óháð því hvort markaðurinn sé að hækka eða lækka, sem jafnar út meðalkaupverðið yfir tíma og dregur úr sveiflum.

Eignadreifing

Í sjóðum er eignadreifing sem dregur úr áhættu samanborið við það að kaupa í stöku hlutabréfi eða skuldabréfi. Sjóðir fjárfesta í úrvali verðbréfa og innlána, allt eftir fjárfestingarstefnu hvers sjóðs.

Skattfrestun

Fjármagnstekjuskattur er greiddur þegar upphæðin er innleyst, þ.e. þegar þú selur í sjóðnum, ekki mánaðarlega eða árlega eins og á sparireikningum.

Við sjáum um þetta fyrir þig!

Allir sjóðir Landsbréfa eru í umsjón sjóðstjóra sem fylgjast náið með og stýra fjárfestingum sjóðsins til að ná sem bestum árangri.

Hvað þarf ég að skoða áður en ég vel mér sjóð?

Áður en þú byrjar að fjárfesta á verðbréfamarkaði ættir þú að setja þér markmið og ákveða hvaða tímaramma fjárfestingin hefur. Hver er tilgangurinn með fjárfestingunni og til hve langs tíma ætlar þú að fjárfesta? Þessu nátengt eru svo áhætta, en eftir því sem tímarammi fjárfestingarinnar er lengri, því meiri áhættu er hægt að taka. Þetta er vegna þess að sveiflur á markaði, bæði upp og niður, geta verið talsverðar en jafnast almennt út yfir lengri tíma. Sumir eru tilbúnir til að taka mikla áhættu og kippa sér ekki upp við miklar sveiflur í ávöxtun á meðan aðrir þola þessar sveiflur illa og kjósa því minni sveiflur og lægri ávöxtun.

Viðhorf til áhættu getur svo breyst með aukinni þekkingu og reynslu af verðbréfum og verðbréfaviðskiptum. Ef þú hefur takmarkaða þekkingu á verðbréfamarkaðnum gæti verið skynsamlegt að taka minni áhættu til að byrja með og finna út með reynslunni hversu mikla áhættu þú þolir. Hér spilar fjárhagsstaða þín líka stórt hlutverk og hversu vel þú þolir að takast á við tap. Eftir því sem fjárhagsstaðan er betri, því meiri áhættu er gjarnan hægt að taka, að minnsta kosti með hluta af eignasafni sínu. Ef þú mátt alls ekki við því að tapa peningum ættir þú að íhuga áhættuminni eignir.

Annað sem dregur úr áhættu er eignadreifing. Það er sjaldan skynsamlegt að setja öll egg í sömu körfu og frekar mælt með því að dreifa fjárfestingu bæði á mismunandi eignaflokka (hlutabréf/skuldabréf) og innan eignaflokka. Með því að fjárfesta í sjóðum nærðu fram eignadreifingu sem dregur úr áhættu samanborið við að kaupa stök hlutabréf eða skuldabréf. Þau okkar sem ekki hafa sérfræðiþekkingu á mörkuðum fjárfesta gjarnan í blönduðum sjóðum sem sérfræðingar stýra. Slíkir sjóðstjórar nýta þekkingu sína til að setja saman eignasafn eftir fyrir fram ákveðnum markmiðum og fjárfestingarstefnum.

Hvaða sjóðir eru í boði?

Þegar þú hefur sett þér markmið og skoðað bæði fjárhagsstöðuna og áhættuviljann velur þú sjóð sem passar við þínar aðstæður. Á vefnum okkar er gott yfirlit yfir úrval sjóða Landsbréfa og sveiflukvarða þeirra. Ef þú smellir á tiltekinn sjóð birtast svo nánari upplýsingar um hann. Upplýsingablöð sjóðanna eru eins sett upp og því auðvelt að bera þá saman.

Tökum dæmi og skoðum hvernig 20.000 kr. mánaðarleg áskrift hefur þróast síðastliðin 10 ár í mismunandi sjóðum í stýringu hjá Landsbréfum. Á myndinni sérðu líka hvernig sjóðirnir hafa sveiflast á ólíkan hátt á síðustu 10 árum.

Hvernig stofna ég áskrift?

Það er auðvelt að stofna mánaðarlega áskrift í appinu, á l.is og í netbankanum undir „Verðbréf“.

Við erum líka alltaf til staðar ef þig vantar aðstoð og þér er velkomið að bóka símtal við okkur í Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu. Gangi þér vel!

Þú gætir einnig haft áhuga á
Verðbréf í appi
26. sept. 2025
Þetta er gott að vita áður en þú kaupir í sjóði
Fjárfesting í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum er vinsæl leið til að ávaxta sparifé. Ef þú ert að velta fyrir þér að setja sparnaðinn þinn, eða hluta af honum, í sjóð er gott að þekkja nokkur lykilhugtök.
Fjölskylda úti í náttúru
4. júní 2025
Hvað á að borga fyrir barnapössun?
Stundum þurfa foreldrar að skreppa eða geta ekki sótt börn á réttum tíma vegna vinnu eða náms. Frí í skólum eru líka lengri en sumarfrí foreldra og sumarnámskeið eru yfirleitt styttri en vinnudagur. Því þarf stundum að redda pössun. En hvað á að borga á tímann fyrir barnapössun?
Fjölskylda úti í náttúru
2. júní 2025
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
Fjölskylda
2. júní 2025
Hvað þarf að hafa í huga við fyrstu fasteignakaup?
Kaup á fyrstu fasteign eru mikil tímamót í lífi okkar flestra. Kaupin geta verið vandasöm og þau geta valdið verulegu stressi, enda er yfirleitt um að ræða mestu fjárfestingu sem við ráðumst í. Gott er að brynja sig með upplýsingum og skoða eftirfarandi atriði áður en haldið er af stað.
Evrópsk verslunargata
22. maí 2025
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, Google Pay eða með því að nota snertilausa virkni greiðslukorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Fasteignir
15. apríl 2025
Ætti ég að festa vextina á íbúðaláninu mínu?
Stýrivextir Seðlabankans eru í dag 7,75% en þeir fóru lægst í 0,75% í nóvember 2020. Stýrivextir byrjuðu að hækka í maí 2021 og fóru þeir hæst í 9,25% árið 2023 og voru þeir óbreyttir til október 2024 þegar stýrivextir byrjuðu að lækka.
Íbúðahús
15. apríl 2025
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
Stúlkur á hlaupahjólum
9. apríl 2025
Hvað á ég að gera við fermingarpeninginn?
Í gamla daga voru fermingargjafir oft hlutir sem áttu að tákna að nú væru fullorðinsárin að hefjast – pennar, ljóðasöfn eða orðabækur, armbandsúr eða flottar ferðatöskur. Það er enginn í vandræðum með að setja á sig úrið og fletta bókunum, en hvað áttu að gera ef þú færð peninga?
Mæðgin
4. apríl 2025
Hvaða rétt og skyldur hafa foreldrar þegar kemur að peningum barna?
Það dýrmætasta sem við eigum er að sjálfsögðu börnin okkar, ekki peningar. Öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja börnunum farsæla framtíð og heilbrigð fjármál eru eitt af því sem mynda grunninn að henni. En hverjar eru skyldur okkar í þeim efnum – og réttindi? 
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.