Viku­byrj­un 29. ág­úst 2022

Vísbendingar eru um að einkaneysluvöxtur ársins verði m.a. drifinn af auknum bílakaupum en hrein ný bílalán til heimilanna jukust um 34% milli ára í júlí miðað við fast verðlag.
29. ágúst 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag gefur Hagstofan út vísitölu neysluverðs. Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% milli júlí og ágúst. Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan óbreytt milli mánaða í 9,9%. Origo og Sýn birta ársfjórðungsuppgjör á þriðjudaginn.
  • Á miðvikudag gefur Hagstofan út þjóðhagsreikninga, bæði bráðabirgðatölur fyrir 2021 og fyrir annan ársfjórðung þessa árs.
  • Á föstudag gefur Seðlabankinn út tölur um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins á öðrum ársfjórðungi.

Mynd vikunnar

Vísbendingar eru um að einkaneysla verði áfram kröftug en þar vegur þungt mikil aukning ferðalaga til útlanda í vor og sumar en einnig áframhaldandi aukning neysluútgjalda innanlands. Aukin neysluútgjöld birtast m.a. í mikilli aukningu greiðslukortaveltu og enn frekari aukningu á nýskráningum bifreiða. Hrein ný bílalán heimila, þ.e. ný lán að frádregnum upp- og umframgreiðslum, hafa aukist verulega á síðustu mánuðum og námu samtals 2,6 mö.kr. í júlí sl. sem er 34% aukning milli ára miðað við fast verðlag.

Efnahagsmál

  • Launavísitalan lækkaði um 0,1 prósentustig milli júní og júlí, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.
  • Peningastefnunefnd tilkynnti á miðvikudaginn um 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta. Stýrivextir eru því komnir upp í 5,5% en þeir fóru lægst í 0,75% í maí á síðasta ári. Þessi hækkun var í samræmi við væntingar okkar. Samhliða þessu gaf Seðlabankinn út ársfjórðungsrit sitt, Peningamál, með uppfærðri verðbólgu- og þjóðhagsspá. Hagfræðideild Landsbankans fjallaði um hækkun stýrivaxta og áhrif þess á hagkerfið í hlaðvarpsþætti Landsbankans, Umræðan.
  • Seðlabankinn gaf út tölur um bankakerfið en hrein ný útlán, þ.e. útlán innlánsstofnana að frádregnum upp- og umframgreiðslum, jukust um 8% á milli ára á föstu verðlagi í júlí.
  • Hagstofan birti tölur fyrir inn- og útflutning vöru og þjónustu á öðrum fjórðungi, auk atvinnuleysistalna, en samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum var hlutfall atvinnulausra 4,1% í júlí.

Fjármálamarkaðir

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 29. ágúst 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki
29. sept. 2022

Spáum 0,5 prósentustiga hækkun stýrivaxta í október

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Gangi spá okkar eftir fara meginvextir bankans, sjö daga bundin innlán, úr 5,5% upp í 6%.
Fataverslun
28. sept. 2022

Verðbólga heldur áfram að hjaðna

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% milli mánaða í september. Ársverðbólgan dróst saman úr 9,7% í 9,3% og alls hefur hún minnkað um 0,6% prósentustig síðan hún náði hámarki í 9,9% í júlí. Við eigum von á hægfara hjöðnun næstu mánuði og að verðbólga mælist 8,3% í desember.
Lyftari í vöruhúsi
26. sept. 2022

Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2% á árinu

Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2% frá því í janúar og þótt launavísitalan hafi hækkað örlítið í ágúst hægist enn á árshækkuninni. Laun hafa hækkað hlutfallslega langmest í greinum tengdum ferðaþjónustunni á síðustu 12 mánuðum, en einnig í byggingar- og veitustarfsemi, og mest meðal verkafólks.
Fjölbýlishús
26. sept. 2022

Vikubyrjun 26. september 2022

Íbúðum til sölu á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað verulega frá því í vor, úr tæplega 500 í rúmlega 1.000. Fjölgunin skýrist fremur af eldri íbúðum sem eru settar í sölu en nýjum íbúðum sem koma inn á markaðinn.
Fasteignir
21. sept. 2022

Íbúðaverð lækkar milli mánaða í fyrsta sinn síðan 2019

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% milli mánaða í ágúst. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar og skýr merki um að markaðurinn sé farinn að kólna.
Fólk við Geysi
20. sept. 2022

Atvinnuleysi minnkar enn og aðflutt vinnuafl sífellt mikilvægara

Atvinnuleysi dróst saman um 0,1 prósentustig milli mánaða í ágúst og var 3,1%. Atvinnuleysi minnkaði mest í ferðatengdum greinum milli mánaða, enda fjölgaði erlendum ferðamönnum eftir því sem leið á sumarið. Sífellt fleiri stjórnendur fyrirtækja á Íslandi telja vanta vinnuafl og eftir því sem störfum fjölgar verður erlent vinnuafl mikilvægara á íslenskum vinnumarkaði.
Flutningaskip
19. sept. 2022

Vikubyrjun 19. september 2022

Á fyrstu sex mánuðum ársins var 84 milljarða króna halli af viðskiptum við útlönd. Þrátt fyrir þennan mikla halla hefur krónan styrkst innan árs. Skýrist þetta meðal annars af því að öllum viðskiptum fylgir ekki endilega gjaldeyrisflæði.
Bananar í verslun
15. sept. 2022

Verðbólga mun mjakast niður á við í september

Við spáum því að almennt verðlag hækki um 0,34% milli ágúst og september. Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 9,6% og yrði það þá frekari staðfesting þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki hér á landi. Verðbólga fór hæst í 9,9% í júlí og mældist svo aðeins minni eða 9,7% í ágúst. Gangi spáin eftir verður septembermánuður annar mánuðurinn í röð þar sem verðbólgan lækkar milli mánaða. Við eigum von hægri hjöðnun verðbólgunnar á næstunni og að hún verði komin niður í 8,8% í desember.
Olíuvinnsla
12. sept. 2022

Olíuverð einn helsti drifkraftur verðbólgu á síðustu 50 árum

Hrávöruverð hefur almennt farið lækkandi á síðustu mánuðum. Það mun styðja við hjöðnun verðbólgunnar í heiminum en hún hefur ekki mælst meiri á Vesturlöndum í nokkra áratugi.
12. sept. 2022

Vikubyrjun 12. september 2022

Flest ríki eru núna að berjast við mikla verðbólgu. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir hárri verðbólgu verið af ýmsum toga.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur