Vikubyrjun 22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.

22. apríl 2025
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir HMS mánaðarskýrslu.
- Á föstudag birtir Hagstofan vísitölu launa fyrir mars og nýskráningu fyrirtækja og gjaldþrot á fyrsta ársfjórðungi.
Mynd vikunnar
Velta innlendra greiðslukorta hefur aukist á síðustu mánuðum, en mun meira erlendis en hérlendis. Eftir að hafa minnkað verulega á meðan heimsfaraldurinn reið yfir hefur kortavelta Íslendinga erlendis snaraukist á ný. Næstum fjórðungur kortaveltu er vegna kaupa á vörum og þjónustu erlendis, bæði á ferðalögum og í erlendum netverslunum.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,36% á milli mánaða í mars. Árshækkun vísitölunnar lækkaði úr 8,4% í 8,0%. Hækkunin í mars var drifin áfram af verðhækkun á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu, sem hækkaði um 1,6% milli mánaða. Hinir þrír flokkarnir (fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu, fjölbýli á landsbyggðinni og sérbýli á landsbyggðinni) lækkuðu allir lítillega. Vísitala leiguverðs hækkaði um 0,42% á milli mánaða í mars og árshækkun hennar er 11,3%, þó nokkuð meiri en árshækkun vísitölu íbúðaverðs.
- Greiðslukortavelta heimila heldur áfram að aukast og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Líkt og undanfarna mánuði jókst kortavelta erlendis (+4,7% á milli ára) mun meira en kortavelta innanlands (+1,0% á milli ára). Kortavelta erlendra greiðslukorta hér á landi var 5,3% minni í mars en í mars í fyrra, á föstu verðlagi (VNV), en jókst um 0,8% á föstu gengi (GVT). Erlend kortavelta minnkaði mun minna en sem nemur fækkun ferðamanna, en komum erlendra ferðamanna fækkaði um 13,8% á milli ára í mars. Fjórða mánuðinn í röð kemur kortavelta ferðamanna hlutfallslega vel út miðað við fjöldann.
- Verðbólga í Bretlandi mældist 2,6% í mars og lækkaði úr 2,8% í febrúar. Talan var aðeins lægri en búist var við. Árshækkun á verði á þjónustu og matvörum lækkaði, sem bendir til þess að verðbólguþrýstingur sé á undanhaldi.
- Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Ákvörðunin var í samræmi við væntingar og var einhugur í peningastefnunefnd. Að mati nefndarinnar hefur verðbólguþróunin verið í samræmi við væntingar, en hagvaxtarhorfur hafa versnað sem rekja má til aukinnar spennu í alþjóðaviðskiptum.
- Hagar birtu stjórnendauppgjör (fjárfestakynning).
- Lánamál ríkisins héldu útboð ríkisvíxla og viðbótarútgáfu í tengslum við útboð ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á

12. maí 2025
Brottfarir um Keflavíkurflugvöll hafa aldrei verið jafnmargar í aprílmánuði eins og í apríl síðastliðnum og erlendir ferðamenn voru 6,5% fleiri en í apríl í fyrra. Skráð atvinnuleysi var 3,9% í apríl og minnkaði um 0,3 prósentustig frá því í mars. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum óbreyttum en Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig. Báðar ákvarðanir voru í takt við væntingar.

7. maí 2025
Ætla má að um þriðjungur íslenskra vara sem fluttar eru frá Íslandi til Bandaríkjanna sé undanþeginn þeim tollum sem nú eru í gildi, til dæmis lyf og flestar lækningavörur. Óvissa um framvindu mála í alþjóðaviðskiptum getur samt ein og sér leitt til þess að fyrirtæki halda að sér höndum og ráðast síður í nýjar fjárfestingar. Á síðasta ári fór um 12% af vöruútflutningi Íslands til Bandaríkjanna.

5. maí 2025
Í apríl jókst verðbólga úr 3,8% í 4,2%, nokkuð umfram okkar spá um 4,0% verðbólgu. Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst á milli ára í flestum atvinnugreinum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur á evrusvæðinu en samdráttur í Bandaríkjunum. Í þessari viku er vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum og einnig í Bretlandi.

2. maí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

2. maí 2025
Ör fólksfjölgun og hækkun húsnæðisverðs hefur aukið eftirspurn eftir leiguíbúðum. Stærstur hluti Airbnb-íbúða er nú leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu. Frumvarp um hert skilyrði um skammtímaleigu hefur verið sett í samráðsgátt. Hömlur á skammtímaleigu gætu aukið framboð leiguíbúða og jafnvel söluframboð.

29. apríl 2025
Verðbólga mældist 4,2% í apríl og hækkaði úr 3,8% frá því í mars. Verðbólga var umfram okkar spá, einkum vegna þess að reiknuð húsaleiga og verð á matvörum hækkaði meira en við bjuggumst við.

28. apríl 2025
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.

28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.

23. apríl 2025
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021.

16. apríl 2025
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.