Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Spá­um því að há­marki verð­bólgu sé þeg­ar náð

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% milli júlí og ágúst. Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan óbreytt milli mánaða í 9,9%. Við eigum von á að nú sé hámarki verðbólgu náð og að í september megi strax sjá hjöðnun. Í nóvember gæti hún verið komin niður fyrir 9%.
Epli
18. ágúst 2022 - Greiningardeild

Vísitala neysluverð hækkaði um 1,2% milli mánaða í júlí, sem var nokkuð meira en við áttum von á. Munurinn skýrist af því að flugfargjöld hækkuðu mun meira en gert var ráð fyrir, m.a. vegna villu í mælingum Hagstofunnar mánuðinn á undan. Alls var verðbólgan í júlí 9,9% og hefur hækkað nokkuð jafnt síðan byrjun árs 2020.

Alls eigum við von á að vísitalan hækki um 0,4% milli mánaða í ágúst. Föt og skór og húsgögn og heimilisbúnaður munu hafa mest áhrif til hækkunar vegna útsöluloka. Einnig mun kostnaður við að búa í eigin húsnæði hækka nokkuð. Við gerum síðan ráð fyrir því að dæluverð eldsneytis og flugfargjöld til útlanda muni lækka nokkuð milli mánaða.

Spá um ágústmælingu VNV

Spá
Undirliður Vægi í VNV Breyting Áhrif
Matur og drykkjarvara 14,9% 0,4% 0,06%
Áfengi og tóbak 2,4% 0,0% 0,00%
Föt og skór 3,2% 5,0% 0,16%
Húsnæði án reiknaðra húsaleigu 10,2% 0,4% 0,04%
- Reiknuð húsaleiga 19,8% 1,0% 0,20%
Húsgögn og heimilisbúnaður 6,2% 1,5% 0,10%
Heilsa 3,7% 0,5% 0,02%
Ferðir og flutningar (annað) 4,1% 0,1% 0,00%
- Kaup ökutækja 5,9% 0,6% 0,04%
- Bensín og díselolía 4,1% -4,0% -0,16%
- Flugfargjöld til útlanda 2,3% -7,1% -0,16%
Póstur og sími 1,6% 0,9% 0,01%
Tómstundir og menning 9,2% 0,1% 0,01%
Menntun 0,7% 0,7% 0,00%
Hótel og veitingastaðir 5,0% 0,9% 0,04%
Aðrar vörur og þjónusta 6,9% 1,1% 0,07%
Alls 100,0% 0,43%

Merki um kólnun á fasteignamarkaði

Miklar hækkanir á húsnæðisverði hafa verið megindrifkraftur verðbólgunnar undanfarið. Nú sjást hins vegar fyrstu merki kólnunar, en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% milli mánaða í júlí. Það er mun minni hækkun en hefur sést á síðustu mánuðum og bendir til þess að farið sé að hægja á eftir tímabil mikilla hækkana. Við teljum að markaðsverð húsnæðis sem Hagstofan reiknar og notar við útreikning á kostnaði við að búa í eigin húsnæði muna þróast með svipuðum hætti. Við teljum síðan að framlag vaxtabreytinga verði lítillega til lækkunar, en Hagstofan miðar við vexti á verðtryggðum íbúðalánum við útreikning á vaxtaliðnum. Til samans gerum við ráð fyrir að reiknuð húsleiga hækki um 1,0 prósentustig.

Aðrir liðir að komast í samt lagt eftir heimsfaraldurinn

Á meðan heimsfaraldurinn reið yfir hélt Hagstofan flugfargjöldum til útlanda óbreyttum, enda lá millilandaflug niðri. Fyrstu fimm mánuði ársins fylgdi verð á flugfargjöldum til útlanda nokkuð vel eftir verðinu í sama mánuði 2019. Flugfargjöld hækkuðu svo langt umfram hefðbundna árstíðarsveiflu í sumar og var mælingin í júlí tæplega 30% hærri en í júlí 2019. Að einhverju leyti má rekja þetta til hækkunar á heimsmarkaðsverði eldsneytis en flugfargjöld í millilandaflugi í öðrum löndum hefur einnig hækkað skarpt. Við eigum von á að flugfargjöld verði áfram um 30% dýrari en í samsvarandi mánuði árið 2019, enda mikil uppsöfnuð eftirspurn eftir utanlandsferðum.

Fyrir heimsfaraldurinn lækkuðu föt og skór vanalega um 10% milli mánaða í júlí vegna sumarútsalna, en á meðan heimsfaraldrinum stóð voru sumarútsölurnar nokkuð slakar vegna aukinnar verslunar Íslendinga innanlands á meðan utanlandsferðir voru ekki í boði. Sumarútsölurnar virðast vera að nálgast aftur það sem var fyrir heimsfaraldurinn. Nokkuð misjafnt hefur verið í gegnum tíðina hvort sumarútsölurnar teygja sig inn í ágúst, en í ár virðast flestar útsölurnar búnar í verðkönnunarvikunni og mun verðlækkunin í júlí ganga að mest til baka núna í ágúst.

Að lokum bendir verðkönnun okkar til þess að bensínverð hafi lækkað um 4% milli mánaða.

Verðbólguhorfur hafa batnað lítillega

Spá okkar um 9,9% verðbólgu í ágúst er 0,4 prósentustigum lægri en spáin sem við birtum rétt eftir að Hagstofan birti júlímælingar vísitölu neysluverðs. Skýrist munurinn annars vegar af því að við erum núna að gera ráð fyrir hóflegri hækkun á íbúðaverði og hins vegar af því að verðkönnun okkar sýnir að dæluverð hefur lækkað meira en við áttum von á.

Skammtíma verðbólguspár Hagfræðideildar

Dags. Jún '22 Júl '22 Ágú '22 Sep '22 Okt '22 Nóv '22
13. júl. Verðkönnunarvika 8,8% 9,2% 9,5% 9,0% 8,6%
19. júl. Birting vísitölu íbúðaverðs 8,8% 9,3% 9,3% 9,3% 8,8%
22. júl. Birting vísitölu neysluverðs 8,8% 9,9% 10,3% 9,9% 9,4%
18. ágúst Verðkönnunarvika 8,8% 9,9% 9,9% 9,5% 9,2% 8,8%
Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. apríl 2025
Versnandi efnahagshorfur í heiminum að mati AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.
USD
28. apríl 2025
Vikubyrjun 28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.
Íbúðir
23. apríl 2025
Horfur á hófstilltum hækkunum á íbúðaverði
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021. 
Greiðsla
22. apríl 2025
Vikubyrjun 22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.  
Gönguleið
16. apríl 2025
Óljósar horfur í ferðaþjónustu vegna sviptinga í alþjóðasamskiptum
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.
Mynt 100 kr.
14. apríl 2025
Vikubyrjun 14. apríl 2025
Í síðustu viku birtum við hagspá til næstu ára þar sem við spáum 1,4% hagvexti í ár og um 2% hagvexti næstu árin. Ferðamönnum fækkaði um 13,8% milli ára í mars. Skráð atvinnuleysi í mars var 0,4 prósentustigum hærra en í mars í fyrra. Þau tíðindi bárust einnig að skuldabréfaeigendur ÍL-sjóðs hefðu samþykkt að breyta skilmálum bréfanna sem heimilar útgefanda að gera upp bréfin. Í þessari viku birtir svo HMS vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs.
Paprika
10. apríl 2025
Spáum 4% verðbólgu í apríl
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77% á milli mánaða í apríl og að verðbólga hækki úr 3,8% í 4,0%. Hækkunin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og við teljum að nú fari það hægt af stað á ný.
Royal exchange
7. apríl 2025
Vikubyrjun 7. apríl 2025
Í síðustu viku kynnti Bandaríkjaforseti umfangsmikla tolla á allan innflutning til landsins, þ. á m. 10% tolla á vörur frá Íslandi, sem hafa þegar tekið gildi. Fundargerð peningastefnunefndar var birt og þar kemur fram að nefndin taldi svigrúm til 0,25 eða 0,50 prósentustiga vaxtalækkunar við síðustu vaxtaákvörðun. Samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun er markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja hallalausan ríkisrekstur árið 2027.
1. apríl 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 1. apríl 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.