Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Horf­ur á hófstillt­um hækk­un­um á íbúða­verði

Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021. 
Íbúðir
23. apríl 2025

Íbúðum til sölu hefur fjölgað hratt síðustu mánuði og birgðatími hefur lengst, enda var fjárfest kröftuglega í íbúðauppbyggingu á síðasta ári, 18% meira en árið á undan. Á sama tíma hafa ýmsir þættir haldið aftur af eftirspurn eftir íbúðum, ekki síst hátt raunvaxtastig og nokkuð ströng lánþegaskilyrði. Þó má enn greina þó nokkur umsvif á markaðnum, sérstaklega nú á allra síðustu mánuðum eins og HMS fjallar um í nýrri mánaðarskýrslu. Líklega má draga þá ályktun að íbúðamarkaður hafi færst í átt að betra jafnvægi eftir sveiflukennd síðustu ár með sögulegum verðhækkunum og síðar snöggkólnun.   

Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir tiltölulega hófstilltum íbúðaverðshækkunum á næstu árum. Stóraukin íbúðafjárfesting í fyrra og horfur á ágætis fjárfestingu í ár hlýtur að halda lífi í framboðshliðinni og hjálpa til við að halda aftur af verðhækkunum. Þá teljum við að þrátt fyrir að stýrivextir haldi áfram að lækka verði raunstýrivaxtastigið áfram nokkuð þétt, sem kemur í veg fyrir að kaupendahliðin rjúki af stað við vaxtalækkanir. Auk þess eru sífellt færri heimili sem njóta fastra vaxta frá því á lágvaxtatímabilinu í kringum faraldurinn. Þó teljum við áfram horfur á að eftirspurnarhliðin haldi ágætum dampi, enda spáum við smám saman auknum kaupmætti næstu árin auk þess sem innistæður heimila hafa haldið áfram að aukast og ekki merki um að yfirdráttur hafi verið á uppleið. 

Grindavíkuráhrif höfðu mikið að segja í fyrra 

Íbúðaverð hækkaði um að meðaltali 8,4% í fyrra og í mars síðastliðnum hafði íbúðaverð hækkað um tæplega 8% á 12 mánuðum. Á því tímabili áttu Grindavíkuráhrifin stóran þátt í því að kynda undir verðhækkunum, og eftir því sem þau fjara út má búast við minni árshækkun á íbúðaverði. 

Húsnæðisverðbólga áfram meiri en almenn verðbólga 

Þótt hægt hafi á verðhækkunum á íbúðamarkaði undanfarið hefur íbúðaverð hækkað þó nokkuð meira en verðlag í landinu almennt. Raunverð íbúða nú í mars var 5,3% hærra en á sama tíma í fyrra en raunverðið hefur hækkað hægar á allra síðustu mánuðum eftir að hægja tók á hækkun íbúðaverðs á sama tíma og verðbólga hjaðnaði til muna.  

Mikil umsvif á íbúðamarkaði í upphafi árs 

Velta á íbúðamarkaði virðist hafa aukist á ný nú á fyrstu mánuðum ársins eftir að hafa minnkað smám saman frá því um mitt ár í fyrra. Í janúar voru undirritaðir kaupsamningar um 30% fleiri en á sama tíma í fyrra en á fyrsta ársfjórðungi í heild var fjöldinn svipaður og í fyrra. Þá má greina merki um þó nokkur umsvif á markaðnum í apríl en samkvæmt HMS hafa nýjar íbúðir selst illa og sölutíminn á þeim langtum lengri en á eldri íbúðum.   

Íbúðafjárfesting jókst um 18% í fyrra 

Íbúðafjárfesting jókst langt umfram væntingar í fyrra, um 18%. Árin þrjú þar á undan hafði íbúðafjárfesting dregist stöðugt saman. Gögn um íbúðafjárfestingu í fyrra stangast að einhverju leyti á við talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á íbúðum í byggingu en samkvæmt henni eru um 10% færri íbúðir í byggingu nú en á sama tíma í fyrra og íbúðir sem eru stutt á veg komnar eru hlutfallslega færri en þá.  

Við gerum ráð fyrir að áfram verði fjárfest þó nokkuð í ár, enda þarf að klára þær íbúðir sem nú þegar eru í byggingu. Samt teljum við að fjárfestingin verði 5% minni en í fyrra. Á síðari árum spátímans gerum við svo ráð fyrir að íbúðafjárfesting aukist 2-4% á ári, í takt við umræðu um íbúðaþörf og smám saman lækkandi raunvaxtastig.  

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
11. des. 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.
8. des. 2025
Vikubyrjun 8. desember 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.
Epli
27. nóv. 2025
Verðbólga ekki minni í fimm ár
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.
Byggingakrani
24. nóv. 2025
Vikubyrjun 24. nóvember 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
Ferðamenn
21. nóv. 2025
Ferðamenn mun fleiri á þessu ári en því síðasta – en fækkaði í október
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.