Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 24. fe­brú­ar 2025

Í vikunni birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs. Í síðustu viku uppfærði Hafrannsóknarstofnun ráðleggingar um loðnuafla en samkvæmt því munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn. Í síðustu viku bárust einnig gögn um greiðslukortaveltu landsmanna í janúar sem var 6,5% meiri að raunvirði en árið áður. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar, en svo mikið hefur hún ekki hækkað síðan í febrúar 2024.
Fiskveiðinet
24. febrúar 2025

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Hagstofan veltu skv. VSK-skýrslum og Alvotech og Iceland Seafood birta uppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir febrúar. Við spáum því að verðbólga lækki í 4,3%. Hagstofan birtir líka vöru- og þjónustuviðskipti fyrir lokafjórðung síðasta árs. Brim og Nova klúbburinn birta uppgjör.
  • Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs og þar með fyrir allt síðasta ár.

Mynd vikunnar

Hafrannsóknarstofnun hefur uppfært ráðleggingar um loðnuafla úr engum afla í 8,6 þúsund tonn. Loðnuafli skiptist alla jafna milli Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs í samræmi við samninga milli þessara þjóða. Af þessari úthlutun munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn í sinn hlut. Restin fer til Færeyja og Grænlands. Enginn samningur er nú í gildi milli Íslands og Noregs, og Norðmenn hafa því ekki heimild til að stunda loðnuveiðar í íslenskri lögsögu. Úthlutunin er því ekki upp á marga fiska og varla hægt að tala um loðnuvertíð, sem verður sú minnsta frá upphafi. Telja má ljóst að aflinn muni ekki hafa teljandi áhrif á útflutningstölur á árinu. Ekkert var veitt af loðnu á síðasta ári en árið 2023 voru veidd 326 þúsund tonn. Árið 2009 fannst heldur engin loðna og stefndi í loðnubrest, en þá gaf ráðherra út rannsóknarkvóta upp á 15 þúsund tonn.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Kortavelta landsmanna var 6,5% meiri í janúar síðastliðnum en í janúar í fyrra, leiðrétt fyrir gengi og verðlagi. Innanlands jókst kortaveltan um 3,4% að raunvirði, en erlendis jókst hún um 18,4%, að teknu tilliti til gengis. Aukning kortaveltu erlendis er í takt við töluverða fjölgun utanlandsferða Íslendinga í mánuðinum en þær voru 22% fleiri en í janúar í fyrra. Erlend kortavelta innanlands jókst einnig í janúar, þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fækkað.
  • Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar. Hækkunin er nokkuð meiri en síðustu mánuði og hefur vísitalan ekki hækkað svo mikið síðan í febrúar 2024. Hækkunin skýrist af 3,7% hækkun á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu á milli mánaða. Verð á sérbýli sveiflast mun meira en á fjölbýli, enda bæði töluvert færri og fjölbreytilegri eignir en fjölbýlisíbúðir og segja því minna um undirliggjandi verðþróun. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs mældist 10,4% í janúar sem er nokkur hækkun frá því í desember, þegar árshækkunin mældist 7,7%.
  • Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,25% í janúar og lækkaði annan mánuðinn í röð. Síðustu 6 mánuði hefur hún aðeins hækkað um 0,2%. Árshækkun vísitölu leiguverðs mælist nú 12% og lækkar úr 12,6% árshækkun í desember.
  • Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar. Nefndin var sammála um að lækka vexti og ræddi hvort það ætti að lækka þá um 0,25 eða 0,5 prósentustig. Seðlabankastjóri lagði til 0,5 punkta lækkun sem var samþykkt af öllum nefndarmeðlimum.
  • Launavísitala í janúar 2025 hækkaði um 3,1% á milli mánaða, sem er í takt við umsamdar áfangahækkanir á stærstum hluta vinnumarkaðar.
  • Samkeppniseftirlitið samþykkti kaup Landsbankans á TM.
  • Norræni fjárfestingabankinn (NIB) gaf út græn skuldabréf í íslenskum krónum.
  • Play, Síminn og Sýn birtu uppgjör.
  • Lánamál ríkisins og Hagar héldu víxlaútboð. Íslandsbanki hélt útboð á sértryggðum skuldabréfum, Reykjavíkurborg hélt skuldabréfaútboð og Lánamál ríkisins hélt útboð á nýjum flokki ríkisbréfa.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 24. febrúar 2025 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.