Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn niðurstöður úr könnun á væntingum markaðsaðila fyrir fyrsta ársfjórðung. Sama dag er vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs í janúar. Þá birtir Hagstofan einnig fjölda gistinótta í desember. Landsbankinn birtir uppgjör.
Mynd vikunnar
Samkvæmt mánaðarskýrslu HMS er önnur hver íbúð til sölu á höfuðborgarsvæðinu í nýbyggingu. Er þetta í fyrsta skipti sem hlutfall nýrra íbúða til sölu er yfir 50% af framboði á höfuðborgarsvæðinu, en í byrjun janúar mældist hlutfallið 51%. Hlutfall nýrra íbúða hefur hækkað hratt á síðustu árum. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hefur hlutfallið haldið nokkuð stöðugt á síðustu mánuðum, á bilinu 34-44%. Á landsbyggðinni hefur hlutfallið verið í kringum 16-21% síðustu mánuði og takturinn leitað niður á við. Íbúðauppbygging hefur verið kröftug síðust ár, en nýjar íbúðir hafa á sama tíma verið tregar í sölu, sitja lengur á markaðnum og safnast upp á meðan eldri íbúðir seljast hraðar.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 1,16% á milli mánaða í desember og hefur ekki lækkað svo mikið síðan í nóvember 2022. Árshækkun vísitölunnar lækkaði úr 2,7% í 2,1% og hefur lækkað í hverjum mánuði frá því í september. Vaxtadómurinn féll um miðjan október, sem sást vel á veltunni í nóvember. Veltan í desember var talsvert meiri en í nóvember en líklegt er að hluti þeirrar veltu séu viðskipti sem frestuðust tímabundið á meðan óvissa ríkti vegna dómsins.
- Vísitala leiguverðs lækkaði um 1,4% á milli mánaða í desember. Ársbreytingin mælist nú 5% og hefur ekki mælst svo lítil síðan í desember 2021.
- Verðbólga í Bretlandi fór úr 3,2% í 3,4% í desember. Mælingin kom á óvart og var hærri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir.
- Vísitala launa hélst óbreytt á milli mánaða í desember. Ársbreyting vísitölunnar mælist nú 7%.
- Lánamál ríkisins lauk sölu á ríkisvíxlum og ríkisbréfum. Hafnarfjarðarkaupstaður og Lánasjóður sveitarfélaga luku sölu á skuldabréfum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).










