Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Breytt gjald­taka af bíl­um gæti auk­ið verð­bólgu um 0,7 pró­sentu­stig

Breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst er hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja má að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs.
Bílar
12. janúar 2026

Í stuttu máli teljum við að áhrifin verði eftirfarandi:

  • Áhrif af kílómetragjaldi og breytingu á bensín- og díselgjöldum gætu orðið um 0,2% til hækkunar á vísitölu neysluverðs (VNV) í janúar. Við teljum að áhrifin komi strax fram í vísitölunni.
  • Áhrif af breytingu á vörugjöldum á bifreiðar og lækkun á styrk til rafbílakaupa gætu orðið allt að 0,5% til hækkunar á VNV. Við teljum að áhrifin gætu komið fram í vísitölunni á nokkrum mánuðum.
  • Til samans gætu þessar breytingar því haft um 0,7% áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs.
  • Matinu þarf þó að taka með þeim fyrirvara að töluverð óvissa ríkir um með hvaða hætti Hagstofan tekur þessar breytingar inn í verðmælingar.

Teljum að kílómetragjald og eldsneytiskostnaður hækki samanlagt um 6,5%

Kílómetragjald kemur inn í mælingar Hagstofunnar á verðbólgu nú í janúar þar sem greiða þarf gjald fyrir allar tegundir bifreiða og mótorhjóla. Kílómetragjald hefur hingað til aðeins verið tekið af rafmagns- og tengiltvinnbílum. Auk þess var gjaldið á rafmagns- og tengiltvinnbíla hækkað töluvert nú um áramótin. Á móti voru bensín- og olíugjöld felld niður og við það lækkaði verð á bensín- og díselolíu um tæp 30% strax um áramótin, samkvæmt okkar verðmælingu.

Breytingin hefur misjöfn áhrif á ólíkar tegundir bíla. Rekstrarkostnaður rafmagnsbíla hækkar um 9,5%, að hleðslukostnaði óbreyttum. Rekstrarkostnaður eyðsluminni bíla hækkar einnig en hann minnkar á eyðslumiklum bílum.

Að teknu tilliti til samsetningar bílaflotans ætti meðalkostnaður fyrir eldsneyti og kílómetragjald að hækka um 6,5% á milli ára, á hvern bíl, sem myndi auka verðbólgu í janúar um 0,2 prósentustig, að öðru óbreyttu. Hagstofan mun setja kílómetragjald undir liðinn „veggjöld“ í vísitölu neysluverðs og erfitt er að segja til um það hvernig vogin fyrir veggjöld verður útfærð.

Áætlum að verð á nýjum bílum í VNV geti hækkað um allt að 8%

Um áramótin var einnig gerð breyting á vörugjöldum á ökutæki. Sérstakt 5% vörugjald var fellt niður af rafmagnsbílum en hækkað í 10% á bensín- og díselbíla. Útreikningi á vörugjöldum sem fara eftir CO2 útblæstri bíla var einnig breytt sem leiðir til töluverðrar hækkunar á verði lítilla og meðalstórra bensín- og díselbíla og hlutfallslega meiri hækkunar en á stórum jeppum með mikinn útblástur.

Fyrir flesta bíla sem ganga fyrir bensíni eða dísel gætu vörugjöldin hækkað verð um í kringum 20%. Fyrir stóra jeppa er hækkunin minni, nær 7-8%, þar sem þeir greiddu töluverð gjöld fyrir og voru nær hámarksvörugjöldum en minni bílar. Breytingar á vörugjöldum hafa áhrif til lækkunar á verði á rafmagnsbílum, en á móti var styrkur til rafmagnsbílakaupa lækkaður úr 900 þúsund í 500 þúsund og verð á rafbílum gæti því hækkað um 2-3%.

Hagstofan mælir aðeins verð á nýjum bílum í vísitölu neysluverðs og tekur ekki tillit til kaupa bílaleiga í verðbólgumælingum. Heimili kaupa í auknum mæli rafmagnsbíla umfram aðra bíla.  Hlutfall þeirra nemur nú um 50-60% af bílakaupum heimila og heldur áfram að hækka. Breytingar á verði rafmagnsbíla hafa því sífellt meiri áhrif á verðmælingar Hagstofunnar en breytingar á verði á bensín- og díselbílum. Að teknu tilliti til hlutdeildar ólíkra bílategunda í neyslukörfu heimilanna teljum við að breyting vörugjalda geti haft í för með sér allt að 8% hækkun á verðmati Hagstofunnar á kaupum á nýjum bílum. Við það má ætla að verðbólga aukist um 0,5 prósentustig, að öðru óbreyttu. Áhrifin af þessari hækkun þurfa ekki endilega að koma fram strax í janúar en þó á allra næstu mánuðum.

Vanmátum áhrifin fyrir jól – birtum nýja verðbólguspá 15. janúar

Við birtum nýja verðbólguspá fyrir janúarmánuð á fimmtudaginn, þann 15. janúar, en verðkönnunarvika Hagstofunnar stendur yfir þessa vikuna. Ýmsir aðrir þættir en verð á bílum koma til með að hafa áhrif á verðbólguna í janúar, til dæmis útsölulok og einnig er ekki útilokað að flugfargjöld haldi áfram að sveiflast þó nokkuð.

Síðasta spá okkar er frá 22. desember. Þar töldum við að áhrifin af breyttri gjaldtöku myndu auka verðbólgu um 0,2 prósentustig. Nú teljum við að áhrifin auki verðbólgu um 0,7 prósentustig.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Rafbíll í hleðslu
12. jan. 2026
Vikubyrjun 12. janúar 2026
Skráð atvinnuleysi hélt áfram að aukast í desember og var 0,6 prósentustigum meira en á sama tíma árið áður. Álíka margir erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í fyrra og síðustu tvö ár á undan en utanlandsferðir Íslendinga voru 18% fleiri í fyrra en árið á undan. Þó nokkur óvissa ríkir um verðbólgumælingu janúarmánaðar, ekki síst í tengslum við breytta gjaldtöku á innflutningi og rekstri bíla. Við gefum út verðbólguspá næsta fimmtudag.
5. jan. 2026
Mánaðamót 5. janúar 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vöruhótel
5. jan. 2026
Vikubyrjun 5. janúar 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.
Bananar
22. des. 2025
Verðbólgumælingin ekki jafnslæm og hún virðist í fyrstu
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.
Vélsmiðja Guðmundar
22. des. 2025
Vikubyrjun 22. desember 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.
Flugvél
15. des. 2025
Vikubyrjun 15. desember 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.
11. des. 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.
8. des. 2025
Vikubyrjun 8. desember 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.