Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs í desember.
- Á miðvikudag birtir HMS vísitölu leiguverðs. Einnig verða birtar verðbólgutölur í Bretlandi.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu launa í desember og HMS birtir mánaðarskýrslu.
Mynd vikunnar
Stóran hluta síðasta árs leitaðist peningastefnunefnd Seðlabankans við að halda aðhaldsstigi peningastefnu nokkuð stöðugu. Gangi verðbólguspá okkar eftir og verðbólga fer yfir 5% í janúar mun slakna verulega á aðhaldi peningastefnu, að minnsta kosti ef horft er á raunstýrivexti út frá liðinni verðbólgu. Peningastefnunefnd kemur næst saman þann 4. febrúar. Samkvæmt okkar spá verður aukin verðbólga í janúar vegna breyttrar opinberrar gjaldtöku en ekki vegna aukins verðbólguþrýstings. Því kann að vera að nefndin horfi að einhverju leyti fram hjá henni.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Alls var greiðslukortavelta heimilanna um 135 ma.kr. í desember og jókst um 3,4% á milli ára, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Kortavelta jókst mun meira erlendis (+14,9% á milli ára) en innanlands (+0,6% á milli ára). Kortavelta erlendra greiðslukorta hér á landi dróst saman (-12,5%) á milli ára á föstu verðlagi og (-7,7%) á föstu gengi, en erlendum ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um tæplega 16% á milli ára nú í desember.
- Verðbólga í Bandaríkjunum hélst óbreytt á milli mánaða og mældist 2,7% í desember. Mælingin var í takt við væntingar.
- Hagar (fjárfestakynning) birtu uppgjör. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Arion banka heimild til endurkaupa á eigin bréfum.
- Arion banki lauk sölu á grænum skuldabréfum í norskum og sænskum krónum. Eik birti útgáfuáætlun. Íslandsbanki og Landsbankinn luku sölu á sértryggðum skuldabréfum. Lánamál ríkisins tilkynnti um niðurstöðu viðbótarútgáfu. Reykjavíkurborg lauk sölu á skuldabréfum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).










