Viku­byrj­un 22. ág­úst 2022

Samkvæmt könnun Seðlabankans vænta markaðsaðilar þess að verðbólgan nái hámarki á núverandi ársfjórðungi og taki svo að hjaðna.
Seðlabanki Íslands
22. ágúst 2022 - Greiningardeild

Vikan framundan

  • Í dag birta Reginn og Reitir uppgjör fyrir annan ársfjórðung.
  • Á þriðjudag gefur Hagstofan út launavísitölu í júlí og aðrar tengdar vísitölur auk þess sem Síminn birtir ársfjórðungsuppgjör.
  • Á miðvikudag er vaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabanka Íslands. Við eigum von á að stýrivextir verði hækkaðir um 0,75 prósentustig. Seðlabankinn gefur einnig út ársfjórðungsrit sitt, Peningamál, með uppfærðri verðbólgu- og þjóðhagsspá.
  • Á fimmtudag gefur Hagstofan út tölur júlímánaðar um vinnumarkaðinn auk gagna um vöru- og þjónustuviðskipti á öðrum ársfjórðungi. Brim og Eik gefa einnig út ársfjórðungsuppgjör.
  • Á föstudag birtir Play ársfjórðungsuppgjör.

Mynd vikunnar

Seðlabanki Íslands kannar ársfjórðungslega væntingar markaðsaðila, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Samkvæmt nýrri könnun sem var framkvæmd í byrjun ágúst, vænta markaðsaðilar þess að verðbólgan nái hámarki nú á þriðja ársfjórðungi og verði að meðaltali 10% en taki svo að hjaðna. Þessi niðurstaða passar ágætlega við nýútgefna verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans þar sem við spáum því að verðbólgan hafi þegar náð hámarki og fari hjaðnandi strax í september. Þó má sjá í síðustu tveimur könnunum Seðlabankans, frá því í janúar og apríl, að markaðsaðilar , rétt eins og spáaðilar hafa haft tilhneigingu til þess að vanspá verðbólgunni.

Efnahagsmál

  • Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% milli júní og júlí sem er mun minni hækkun en hefur sést á síðustu mánuðum. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu stóð í stað milli júní og júlí eftir 0,8% lækkun milli maí og júní.
  • Velta innlendra greiðslukorta jókst alls um 6,8% að raunvirði á milli ára í júlí en Íslendingar virðast gera töluvert betur við sig erlendis nú en fyrir faraldurinn.
  • Seðlabankinn birti ársfjórðungslega könnun á væntingum markaðsaðila.
  • Í síðustu viku var síðasti verðkönnunardagur Hagstofunnar fyrir vísitölu neysluverðs í ágúst en við spáum því að vísitalan hækki um 0,4% milli júlí og ágúst. Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan óbreytt milli mánaða í 9,9%. Við eigum von á að nú sé hámarki verðbólgu náð og að verðbólgan muni hjaðna hægt á næstu mánuðum.

Fjármálamarkaðir

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 22. ágúst 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Greiðsla
18. feb. 2025
Neysla enn á uppleið þótt atvinnuleysi aukist
Enn eru merki um að landsmenn hafi svigrúm til neyslu þrátt fyrir langvarandi hávaxtastig. Kortavelta eykst með hverjum mánuðinum, utanlandsferðir í janúar hafa aldrei verið jafnmargar og í ár og samt virðast yfirdráttarlán ekki hafa færst í aukana. Á sama tíma hefur slaknað þó nokkuð á spennu á vinnumarkaði, eftirspurn eftir vinnuafli hefur dvínað og atvinnuleysi tók stökk í janúar þegar það fór yfir 4%.
Fólk við Geysi
17. feb. 2025
Vikubyrjun 17. febrúar 2025
Erlendum ferðamönnum í janúar fækkaði um 5,8% á milli ára samkvæmt talningu Ferðamálastofu sem birt var í síðustu viku. Einnig fóru fram verðmælingar Hagstofunnar vegna vísitölu neysluverðs í febrúar og spáum við því að verðbólga hjaðni niður í 4,3%. Í þessari viku fáum við kortaveltutölur frá Seðlabankanum, vísitölur íbúða- og leiguverðs frá HMS auk þess sem fundargerð peningastefnunefndar verður birt.
Litríkir bolir á fataslá
13. feb. 2025
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 4,6% í 4,3%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,98% á milli mánaða í febrúar og að verðbólga hjaðni úr 4,6% í 4,3%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í maí.   
Seðlabanki Íslands
10. feb. 2025
Vikubyrjun 10. febrúar 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Í þessari viku koma tölur um skráð atvinnuleysi og fjölda brottfara frá Leifsstöð auk þess sem Hagstofan framkvæmir verðkannanir vegna vísitölu neysluverðs. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er síðan enn í fullum gangi.
3. feb. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. febrúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flutningaskip
3. feb. 2025
Aukinn halli af vöruviðskiptum í fyrra
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.
Seðlabanki Íslands
3. feb. 2025
Vikubyrjun 3. febrúar 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
30. jan. 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.  
Fasteignir
30. jan. 2025
Verðbólga hjaðnar áfram
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.
Íbúðahús
27. jan. 2025
Vikubyrjun 27. janúar 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur