Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Enn einn met­mán­uð­ur korta­veltu er­lend­is

Velta innlendra greiðslukorta heimilanna nam 106 mö.kr. og jókst alls um 6,8% að raunvirði á milli ára í júlí. Kortavelta innanlands nam 82,5 mö.kr. og velta erlendis nam alls 23,5 mö.kr.
Símagreiðsla
16. ágúst 2022 - Greiningardeild

Um er að ræða annan mánuðinn í röð þar sem samdráttur mælist í neyslu Íslendinga innanlands milli ára. Það ætti þó ekki að koma á óvart þar sem neysla Íslendinga var mikil innanlands á meðan á faraldrinum stóð. Kortavelta Íslendinga erlendis jókst örlítið milli júní og júlí miðað við fast gengi þannig að um er að ræða enn einn metmánuðinn í kortaveltu erlendis. Síðustu þrír mánuðir hafa jafnframt allir slegið met.

Heildarvelta innlendra greiðslukorta í júlí nam 106 mö.kr. samkvæmt nýútgefnum gögnum Seðlabanka Íslands. Velta íslenskra greiðslukorta innanlands nam 82,5 mö.kr. sem er 3,4 ma.kr. lækkun milli ára, núvirt með vísitölu neysluverðs án húsnæðis, sem gerir um 4% lækkun á milli ára. Aftur á móti nam velta greiðslukorta erlendis um 23,5 mö.kr. og hækkaði veltan, núvirt með gengisvísitölu, um 10,1 ma.kr. - nærri 76% hækkun frá júlí í fyrra. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem Íslendingar slá eigin kortveltumet erlendis.

Ferðaþyrstir og eyðsluglaðir Íslendingar

Eins og fyrr segir hafa síðustu fjórir mánuðir allir verið metmánuðir í kortaveltu erlendis. Það er athyglisvert að sjá hversu mikil neysla fer fram erlendis en hún mældist tæplega 40% meiri nú en í júlímánuði 2018, miðað við fast gengi. Júlí árið 2018 var metmánuður í ferðalögum Íslendinga til útlanda en þá fóru 66 þúsund Íslendingar í gegnum Leifsstöð. Í júlí í ár fóru 65 þúsund Íslendingar um Leifsstöð. Þetta sýnir okkur að ferðaþorsti landsmanna er mikill og að Íslendingar gera betur við sig erlendis en áður. Næstu misserin verður vöxtur einkaneyslu að öllum líkindum innfluttur í formi aukinna ferðalaga.

Aukin umsvif hjá ferðaskrifstofum

Ef litið er til kortaveltu eftir þeim útgjaldaliðum sem Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir sjást enn nokkur merki faraldursins. Mest áberandi er aukning frá júlímánuði 2021 í verslun á skipulagðri ferðaþjónustu. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi mikils ferðaþorsta Íslendinga en sá flokkur er engu að síður sá eini sem hefur dregist saman miðað við júlímánuð árið 2019.

Að sama skapi dregst gistiþjónusta mest saman frá 2021 en ef litið er til 2019, fyrir faraldurinn, hefur kortavelta aukist nokkuð skarpt í kaupum á gistiþjónustu innanlands. Áfengisverslun lækkar næst mest á eftir gistiþjónustu frá 2021, en áætla má að faraldurinn hafi haft mikil áhrif þar sem kaup á áfengi í verslun jókst almennt á meðan samkomutakmarkanir voru við gildi og lítið hægt að heimsækja veitingastaði. Annað sem vekur athygli er mikil aukning í raf- og heimilistækjaverslunum þar sem landinn hefur aukið kortaveltu sína um 52% frá 2019.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
5. jan. 2026
Mánaðamót 5. janúar 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vöruhótel
5. jan. 2026
Vikubyrjun 5. janúar 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.
Bananar
22. des. 2025
Verðbólgumælingin ekki jafnslæm og hún virðist í fyrstu
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.
Vélsmiðja Guðmundar
22. des. 2025
Vikubyrjun 22. desember 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.
Flugvél
15. des. 2025
Vikubyrjun 15. desember 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.
11. des. 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.
8. des. 2025
Vikubyrjun 8. desember 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.