Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 19. des­em­ber 2022

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 138 þúsund erlendir ferðamenn og 34 þúsund Íslendingar um Leifsstöð í nóvember. Erlendir ferðamenn voru 5% fleiri en í nóvember 2019, þ.e. síðasta ár fyrir faraldurinn, en í sumar og það sem af er vetri hefur fjöldinn verið mjög svipaður því sem var á sama tíma árið 2019.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. desember 2022

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
  • Á miðvikudag birtir Hagstofan launavísitöluna og niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur. Við spáum því að verðbólgan hækki úr 9,3% í 9,6%, en að ársverðbólgan hjaðni aftur strax í janúar á næsta ári og verði komin niður í 7,9% í mars. Seðlabankinn birtir ársfjórðungslega Hagvísaþennan dag.

Mynd vikunnar

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 138 þúsund erlendir ferðamenn og 34 þúsund Íslendingar um Leifsstöð í nóvember. Tölurnar ber þó að taka með þeim fyrirvara að þær byggja á úrtaksmælingu gerðri á seinni hluta mánaðarins. Þær endurspegla engu að síður mat Ferðamálastofu á mánuðinum í heild. Erlendir ferðamenn voru 5% fleiri en í nóvember 2019, þ.e. síðasta ár fyrir faraldurinn, en í sumar og það sem af er vetri hefur fjöldinn verið mjög svipaður því sem var á sama tíma árið 2019. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem fleiri erlendir ferðamenn fara um Leifsstöð en í sama mánuði árið 2019. Það sem af er ári hafa 1.580 þúsund erlendir ferðamenn komið til Íslands. Í þjóðhagsspánni sem við gáfum út í október gerðum við ráð fyrir 1,7 milljónum erlendra ferðamanna á þessu ári, en miðað við þessar tölur er nokkuð líklegt að það gangi eftir. Við eigum von á að nokkur fleiri erlendir ferðamenn komi til landsins á næsta ári, eða kringum 1,9 milljónir.

Helsta frá vikunni sem leið

  • Greiðslukortavelta heimila jókst um 2,0% að raunvirði milli ára í nóvember. Eins og í september og október var aukningin einungis vegna aukinnar veltu erlendis sem jókst um 26% milli ára á meðan velta innanlands dróst saman um 3%. Velta erlendra greiðslukorta hér á landi var 16,7 ma. kr., sem samsvara 120 þúsund krónur á ferðamann. Á föstu verðlagi jókst kortavelta á ferðamann um 2,6% miðað við nóvember 2019, en á föstu gengi jókst hún um 8,7%. Kortaveltujöfnuðurinn mældist neikvæður um 7,2 ma. kr. í október, þ.e.a.s. Íslendingar greiddu meira með greiðslukortum erlendis en ferðamenn gerðu hér á landi.
  • Skráð atvinnuleysi mældist 3,3% í nóvember. Í nýjustu mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að stofnunin hafi vantalið fjölda atvinnulausra á tímabilinu frá júní og til október í fyrri birtingum. Atvinnuleysi hafi verið 3,2% í október en ekki 2,8% eins og stofnunin hafði áður gefið út.
  • Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann dróst saman um 6,1% á þriðja ársfjórðungi miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Heildarráðstöfunartekjur heimilanna jukust um 5,8% milli ára, en samdráttur kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann skýrist af verðbólgu og fólksfjölgun, en vísitala neysluverðs hækkaði um 9,7% á þessu tímabili og landsmönnum fjölgaði um 2,8%.
  • Í vikunni voru birtar verðbólgutölur í Bandaríkjunum og Bretlandi. Verðbólga í Bandaríkjunum minnkaði úr 7,7% í 7,1% og verðbólga í Bretlandi fór úr 11,1% í 10,7%. Báðar tölurnar voru lægri en var búist við. Þrátt fyrir þetta hækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna, Seðlabanki Evrópu, Englandsbanki og Seðlabanki Sviss allir stýrivexti um 0,5%. Norski seðlabankinn hækkaði svo vexti um 0,25%.
  • Á skuldabréfamarkaði héldu Landsbankinn, Lánasjóður sveitarfélaga og Lánamál ríkisins útboð. Lánasjóður sveitarfélaga birtu útgáfuáætlun fyrir 2023.
  • Í vikunni birtum við Hagsjár um fjölda fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði, launasummu, sem er staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði og greiðslukortaveltu í nóvember.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 19. desember 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hús í Reykjavík
22. ágúst 2025
Íbúðamarkaður í betra jafnvægi þótt nýjar íbúðir seljist hægt
Á síðustu misserum hefur dregið töluvert úr verðhækkunum á íbúðamarkaði. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, aðeins örlítið umfram almennt verðlag, og ársbreytingin hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2024. Þótt kaupsamningar hafi verið færri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra er enn talsverð velta á markaðnum.
Fólk við Geysi
19. ágúst 2025
Útflutningur í sókn en innflutningur líka
Vöruútflutningur frá Íslandi hefur aukist frá því í fyrra en samt hefur vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Þetta skýrist af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Ferðaþjónustan hefur skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.
Frosnir ávextir og grænmeti
18. ágúst 2025
Vikubyrjun 18. ágúst 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudag. Auk vaxtaákvörðunarinnar fáum við vísitölu íbúðaverðs í vikunni og nokkur uppgjör. Metfjöldi erlendra ferðamanna fór frá landinu í júlí, atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða og áfram var nokkur kraftur í greiðslukortaveltu heimila.
Seðlabanki Íslands
15. ágúst 2025
Ekki horfur á frekari vaxtalækkun á árinu
Við spáum því að peningastefnunefnd geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í apríl og verðbólguvæntingar hafa haldist tiltölulega stöðugar. Þá virðist hagkerfið þola vaxtastigið vel, kortavelta hefur aukist sífellt síðustu mánuði og enn er þó nokkur velta á íbúðamarkaði. Peningalegt taumhald losnaði með aukinni verðbólgu í apríl og við teljum ólíklegt að peningastefnunefnd þyki tímabært að lækka raunstýrivexti enn frekar.
Flugvél á flugvelli
14. ágúst 2025
Spáum óbreyttri verðbólgu í ágúst
Við spáum því að verðbólga standi í stað í ágúst og mælist 4,0%. Eins og alla jafna í ágústmánuði má búast við að sumarútsölur gangi til baka að hluta. Einnig má gera ráð fyrir lækkandi flugfargjöldum. Næstu mánuði gerum við ráð fyrir að verðbólga aukist lítillega en hjaðni svo undir lok árs, og mælist 4,0% í desember.
Flugvöllur, Leifsstöð
13. ágúst 2025
Aukinn kaupmáttur, meiri neysla og fleiri utanlandsferðir
Neysla landsmanna virðist halda áfram að aukast og utanlandsferðir hafa verið þó nokkuð fleiri á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Launavísitalan hefur enda hækkað um 8,1% á síðustu tólf mánuðum og kaupmáttur haldið áfram að aukast. Atvinnuleysi hefur haldist nokkuð hóflegt. Það er þó lítillega meira en á sama tíma í fyrra og merki eru um að spenna á vinnumarkaði fari smám saman dvínandi.
11. ágúst 2025
Vikubyrjun 11. ágúst 2025
Í síðustu viku tóku gildi nýir tollar á innflutning til Bandaríkjanna. Nokkrar áhugaverðar hagtölur koma í þessari viku: brottfarir um Keflavíkurflugvöll, skráð atvinnuleysi, væntingakönnun markaðsaðila og greiðslumiðlun. Í vikunni fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs og uppgjörstímabil í Kauphöllinni heldur áfram með sex uppgjörum.
Epli
5. ágúst 2025
Vikubyrjun 5. ágúst 2025
Gistinóttum á landinu fjölgaði alls um 8,4% á milli ára í júní. Verðbólga á evrusvæðinu hélst óbreytt á milli mánaða og Seðlabanki Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum óbreyttum.
1. ágúst 2025
Mánaðamót 1. ágúst 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Bananar
28. júlí 2025
Vikubyrjun 28. júlí 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 4,0% í júlí. Við teljum ekki horfur á að verðbólga fari aftur niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í ár, heldur haldist á bilinu 4,0% til 4,3% út árið.