Viku­byrj­un 19. des­em­ber 2022

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 138 þúsund erlendir ferðamenn og 34 þúsund Íslendingar um Leifsstöð í nóvember. Erlendir ferðamenn voru 5% fleiri en í nóvember 2019, þ.e. síðasta ár fyrir faraldurinn, en í sumar og það sem af er vetri hefur fjöldinn verið mjög svipaður því sem var á sama tíma árið 2019.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. desember 2022

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
  • Á miðvikudag birtir Hagstofan launavísitöluna og niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur. Við spáum því að verðbólgan hækki úr 9,3% í 9,6%, en að ársverðbólgan hjaðni aftur strax í janúar á næsta ári og verði komin niður í 7,9% í mars. Seðlabankinn birtir ársfjórðungslega Hagvísaþennan dag.

Mynd vikunnar

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 138 þúsund erlendir ferðamenn og 34 þúsund Íslendingar um Leifsstöð í nóvember. Tölurnar ber þó að taka með þeim fyrirvara að þær byggja á úrtaksmælingu gerðri á seinni hluta mánaðarins. Þær endurspegla engu að síður mat Ferðamálastofu á mánuðinum í heild. Erlendir ferðamenn voru 5% fleiri en í nóvember 2019, þ.e. síðasta ár fyrir faraldurinn, en í sumar og það sem af er vetri hefur fjöldinn verið mjög svipaður því sem var á sama tíma árið 2019. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem fleiri erlendir ferðamenn fara um Leifsstöð en í sama mánuði árið 2019. Það sem af er ári hafa 1.580 þúsund erlendir ferðamenn komið til Íslands. Í þjóðhagsspánni sem við gáfum út í október gerðum við ráð fyrir 1,7 milljónum erlendra ferðamanna á þessu ári, en miðað við þessar tölur er nokkuð líklegt að það gangi eftir. Við eigum von á að nokkur fleiri erlendir ferðamenn komi til landsins á næsta ári, eða kringum 1,9 milljónir.

Helsta frá vikunni sem leið

  • Greiðslukortavelta heimila jókst um 2,0% að raunvirði milli ára í nóvember. Eins og í september og október var aukningin einungis vegna aukinnar veltu erlendis sem jókst um 26% milli ára á meðan velta innanlands dróst saman um 3%. Velta erlendra greiðslukorta hér á landi var 16,7 ma. kr., sem samsvara 120 þúsund krónur á ferðamann. Á föstu verðlagi jókst kortavelta á ferðamann um 2,6% miðað við nóvember 2019, en á föstu gengi jókst hún um 8,7%. Kortaveltujöfnuðurinn mældist neikvæður um 7,2 ma. kr. í október, þ.e.a.s. Íslendingar greiddu meira með greiðslukortum erlendis en ferðamenn gerðu hér á landi.
  • Skráð atvinnuleysi mældist 3,3% í nóvember. Í nýjustu mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að stofnunin hafi vantalið fjölda atvinnulausra á tímabilinu frá júní og til október í fyrri birtingum. Atvinnuleysi hafi verið 3,2% í október en ekki 2,8% eins og stofnunin hafði áður gefið út.
  • Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann dróst saman um 6,1% á þriðja ársfjórðungi miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Heildarráðstöfunartekjur heimilanna jukust um 5,8% milli ára, en samdráttur kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann skýrist af verðbólgu og fólksfjölgun, en vísitala neysluverðs hækkaði um 9,7% á þessu tímabili og landsmönnum fjölgaði um 2,8%.
  • Í vikunni voru birtar verðbólgutölur í Bandaríkjunum og Bretlandi. Verðbólga í Bandaríkjunum minnkaði úr 7,7% í 7,1% og verðbólga í Bretlandi fór úr 11,1% í 10,7%. Báðar tölurnar voru lægri en var búist við. Þrátt fyrir þetta hækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna, Seðlabanki Evrópu, Englandsbanki og Seðlabanki Sviss allir stýrivexti um 0,5%. Norski seðlabankinn hækkaði svo vexti um 0,25%.
  • Á skuldabréfamarkaði héldu Landsbankinn, Lánasjóður sveitarfélaga og Lánamál ríkisins útboð. Lánasjóður sveitarfélaga birtu útgáfuáætlun fyrir 2023.
  • Í vikunni birtum við Hagsjár um fjölda fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði, launasummu, sem er staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði og greiðslukortaveltu í nóvember.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 19. desember 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
25. sept. 2023
Vikubyrjun 25. september 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Bláa lónið
4. sept. 2023
Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
Fataverslun
31. ágúst 2023
Hægir á hagvexti og einkaneysla á mann dregst saman
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur