Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Launa­summan hækk­aði um 15,5% á milli ára

Launasumman, sem er staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði, hækkaði um 15,5% milli fyrstu 10 mánaða áranna 2021 og 2022 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Launavísitalan hækkaði um 7,9% á sama tíma og því hækkuðu heildarlaunatekjur Íslendinga mun meira en föst mánaðarlaun. Vísitala neysluverðs hækkaði um 8,1% á þessum tíma þannig að launasumman hefur hækkað um u.þ.b. 6,8% að raungildi.
Fiskveiðinet
14. desember 2022 - Greiningardeild

Frá meðaltali ársins 2015 fram til meðaltals fyrstu 10 mánaða 2022 hefur launasumman aukist um 69% að meðaltali á nafnvirði í öllum atvinnugreinum. Sé litið til valinna greina hefur launasumman aukist langmest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, eða um tæp 140%. Þarnæst hefur launasumman aukist mest í ferðaþjónustu (u.þ.b. 85%), mjög sveiflukennt, og opinberri stjórnsýslu (u.þ.b. 80%), með mjög jafnri þróun.

Sjávarútvegur og fjármála- og vátryggingarstarfsemi hafa nokkra sérstöðu meðal þessara greina. Þar hefur launasumman aukist minnst.

Rétt er að ítreka að launasumma segir til um heildarlaunagreiðslur á Íslandi en ekki til um hvort laun einstaklinga hafi hækkað eða lækkað. Fjölgi starfandi fólki hækkar launasumman.

Fjöldi starfsfólks segir svipaða sögu

Starfsfólki fjölgaði alls um 16,5% milli meðaltals 2015 og fyrstu 10 mánaða 2022. Af völdum greinum fjölgaði langmest í byggingarstarfsemi. Þar náði fjöldinn hámarki árið 2019, nokkur fækkun varð svo fram til ársins 2021 en síðan hefur fjölgað stöðugt. Á viðmiðunartímabilinu fjölgaði starfsfólki í byggingarstarfsemi um u.þ.b. 66%. Næst mesta aukningin var í ferðaþjónustu og opinberri stjórnsýslu, í kringum 20%. Sveiflan í ferðaþjónustunni er mikil, bæði upp og niður, en fjölgunin í opinberri þjónustu er nokkuð stöðug.

Enn og aftur hafa sjávarútvegur og fjármála- og vátryggingarstarfsemi sérstöðu meðal þessara greina, en þar fækkaði starfsfólki stöðugt milli 2015 og 2022, um u.þ.b. 10% í báðum greinum.

Meðaltekjur hæstar í fiskveiðum og fiskeldi

Þegar búið er að fjalla um bæði launagreiðslur og fjölda starfsfólks þar að baki liggur beint við að skoða meðaltekjur í atvinnugreinum út frá tölum Hagstofunnar. Hér er um gróft meðaltekjuhugtak að ræða þar sem einungis er litið til fjölda einstaklinga sem greiðir staðgreiðslu af launum án tillits til vinnuframlags. Það hefur til dæmis áhrif á niðurstöður að hlutastörf eru misalgeng eftir greinum, og eins getur ólíkur vinnutími og vaktaálag skipt máli.

Meðaltekjur í öllum greinum voru samkvæmt þessum tölum 686 þús.kr. á mánuði á fyrstu 10 mánuðum ársins og höfðu hækkað úr 648 þús.kr. árið áður. Tekjur voru hæstar í fiskveiðum og fiskeldi, um 1.190 þús.kr. á mánuði, og næst hæstar í fjármála- og vátryggingarstarfsemi, um 993 þús. kr.

Lægstu tekjurnar í landbúnaði

Lægstu tekjurnar á fyrstu 10 mánuðum ársins 2022 voru í landbúnaði, um 335 þús. kr. á mánuði, og næst lægstar í menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi og gistingu og veitingastarfsemi, í kringum 400 þús. kr. á mánuði. Í þessum greinum kann fjöldi hlutastarfa að skipta miklu máli.

Mesta hækkun milli ára í gistingu og veitingum

Á milli 2020 og 2022 (fyrstu 10 mánuðir) hækkuðu meðaltekjur langmest í gistingu og veitingastarfsemi, um rúm 37%. Næst mesta hækkun meðaltekna var hjá ferðaskrifstofum, um 32%. Gera má ráð fyrir að það skýrist af uppgangi þessara greina þegar faraldrinum linnti. Minnsta hækkun meðaltekna milli ára var í fjármála- og vátryggingarstarfsemi, 7,4%, og í veitustarfsemi, 9,7%.

Ekki nákvæmur samanburður

Eins og áður segir er hér um tiltölulega grófar tölur að ræða og því hæpið að draga allt of miklar ályktanir á grundvelli þeirra. Tölurnar sýna þó mikilvægan hluta af heildarmyndinni. Hingað til hefur verið talið að litlar breytingar myndu verða í launaþróun á síðustu tveimur mánuðum ársins. Nú hafa hins vegar verið gerðir kjarasamningar með gildistíma frá 1. nóvember. Verði þeir samþykktir mun meðaltal ársins 2022 hækka eitthvað.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025
Viðskipti með sumarhús færast aftur í aukana
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Herðubreið
25. júní 2025
Áfram merki um viðnámsþrótt í hagkerfinu
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Ferðafólk
23. júní 2025
Færri ferðamenn en meiri ferðaþjónusta?
Færri ferðamenn hafa heimsótt Ísland það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það hefur erlend kortavelta aukist á milli ára og það sama má segja um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Við teljum ýmislegt benda til þess að erlendir ferðamenn hafi verið fleiri síðustu mánuði en talning Ferðamálastofu segir til um.
Íbúðahús
23. júní 2025
Vikubyrjun 23. júní 2025
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,45% á milli mánaða í maí. Vísitalan lækkaði þar með í fyrsta sinn á þessu ári og ársbreytingin hefur ekki verið jafn lítil frá því í byrjun síðasta árs. Áfram er kraftur í kortaveltu Íslendinga, ekki síst erlendis.
Kortagreiðsla
19. júní 2025
Kortavelta Íslendinga erlendis eykst og veldur auknum greiðslukortahalla
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.
Hús í Reykjavík
16. júní 2025
Vikubyrjun 16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
12. júní 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í júní
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.