Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Launa­summan hækk­aði um 15,5% á milli ára

Launasumman, sem er staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði, hækkaði um 15,5% milli fyrstu 10 mánaða áranna 2021 og 2022 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Launavísitalan hækkaði um 7,9% á sama tíma og því hækkuðu heildarlaunatekjur Íslendinga mun meira en föst mánaðarlaun. Vísitala neysluverðs hækkaði um 8,1% á þessum tíma þannig að launasumman hefur hækkað um u.þ.b. 6,8% að raungildi.
Fiskveiðinet
14. desember 2022 - Greiningardeild

Frá meðaltali ársins 2015 fram til meðaltals fyrstu 10 mánaða 2022 hefur launasumman aukist um 69% að meðaltali á nafnvirði í öllum atvinnugreinum. Sé litið til valinna greina hefur launasumman aukist langmest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, eða um tæp 140%. Þarnæst hefur launasumman aukist mest í ferðaþjónustu (u.þ.b. 85%), mjög sveiflukennt, og opinberri stjórnsýslu (u.þ.b. 80%), með mjög jafnri þróun.

Sjávarútvegur og fjármála- og vátryggingarstarfsemi hafa nokkra sérstöðu meðal þessara greina. Þar hefur launasumman aukist minnst.

Rétt er að ítreka að launasumma segir til um heildarlaunagreiðslur á Íslandi en ekki til um hvort laun einstaklinga hafi hækkað eða lækkað. Fjölgi starfandi fólki hækkar launasumman.

Fjöldi starfsfólks segir svipaða sögu

Starfsfólki fjölgaði alls um 16,5% milli meðaltals 2015 og fyrstu 10 mánaða 2022. Af völdum greinum fjölgaði langmest í byggingarstarfsemi. Þar náði fjöldinn hámarki árið 2019, nokkur fækkun varð svo fram til ársins 2021 en síðan hefur fjölgað stöðugt. Á viðmiðunartímabilinu fjölgaði starfsfólki í byggingarstarfsemi um u.þ.b. 66%. Næst mesta aukningin var í ferðaþjónustu og opinberri stjórnsýslu, í kringum 20%. Sveiflan í ferðaþjónustunni er mikil, bæði upp og niður, en fjölgunin í opinberri þjónustu er nokkuð stöðug.

Enn og aftur hafa sjávarútvegur og fjármála- og vátryggingarstarfsemi sérstöðu meðal þessara greina, en þar fækkaði starfsfólki stöðugt milli 2015 og 2022, um u.þ.b. 10% í báðum greinum.

Meðaltekjur hæstar í fiskveiðum og fiskeldi

Þegar búið er að fjalla um bæði launagreiðslur og fjölda starfsfólks þar að baki liggur beint við að skoða meðaltekjur í atvinnugreinum út frá tölum Hagstofunnar. Hér er um gróft meðaltekjuhugtak að ræða þar sem einungis er litið til fjölda einstaklinga sem greiðir staðgreiðslu af launum án tillits til vinnuframlags. Það hefur til dæmis áhrif á niðurstöður að hlutastörf eru misalgeng eftir greinum, og eins getur ólíkur vinnutími og vaktaálag skipt máli.

Meðaltekjur í öllum greinum voru samkvæmt þessum tölum 686 þús.kr. á mánuði á fyrstu 10 mánuðum ársins og höfðu hækkað úr 648 þús.kr. árið áður. Tekjur voru hæstar í fiskveiðum og fiskeldi, um 1.190 þús.kr. á mánuði, og næst hæstar í fjármála- og vátryggingarstarfsemi, um 993 þús. kr.

Lægstu tekjurnar í landbúnaði

Lægstu tekjurnar á fyrstu 10 mánuðum ársins 2022 voru í landbúnaði, um 335 þús. kr. á mánuði, og næst lægstar í menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi og gistingu og veitingastarfsemi, í kringum 400 þús. kr. á mánuði. Í þessum greinum kann fjöldi hlutastarfa að skipta miklu máli.

Mesta hækkun milli ára í gistingu og veitingum

Á milli 2020 og 2022 (fyrstu 10 mánuðir) hækkuðu meðaltekjur langmest í gistingu og veitingastarfsemi, um rúm 37%. Næst mesta hækkun meðaltekna var hjá ferðaskrifstofum, um 32%. Gera má ráð fyrir að það skýrist af uppgangi þessara greina þegar faraldrinum linnti. Minnsta hækkun meðaltekna milli ára var í fjármála- og vátryggingarstarfsemi, 7,4%, og í veitustarfsemi, 9,7%.

Ekki nákvæmur samanburður

Eins og áður segir er hér um tiltölulega grófar tölur að ræða og því hæpið að draga allt of miklar ályktanir á grundvelli þeirra. Tölurnar sýna þó mikilvægan hluta af heildarmyndinni. Hingað til hefur verið talið að litlar breytingar myndu verða í launaþróun á síðustu tveimur mánuðum ársins. Nú hafa hins vegar verið gerðir kjarasamningar með gildistíma frá 1. nóvember. Verði þeir samþykktir mun meðaltal ársins 2022 hækka eitthvað.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
7. maí 2025
Stór hluti íslensks vöruútflutnings til Bandaríkjanna undanþeginn tollum
Ætla má að um þriðjungur íslenskra vara sem fluttar eru frá Íslandi til Bandaríkjanna sé undanþeginn þeim tollum sem nú eru í gildi, til dæmis lyf og flestar lækningavörur. Óvissa um framvindu mála í alþjóðaviðskiptum getur samt ein og sér leitt til þess að fyrirtæki halda að sér höndum og ráðast síður í nýjar fjárfestingar. Á síðasta ári fór um 12% af vöruútflutningi Íslands til Bandaríkjanna.
Dollarar og Evrur
5. maí 2025
Vikubyrjun 5. maí 2025
Í apríl jókst verðbólga úr 3,8% í 4,2%, nokkuð umfram okkar spá um 4,0% verðbólgu. Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst á milli ára í flestum atvinnugreinum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur á evrusvæðinu en samdráttur í Bandaríkjunum. Í þessari viku er vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum og einnig í Bretlandi.
2. maí 2025
Mánaðamót 2. maí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fasteignir
2. maí 2025
Leiguverð á hraðari uppleið en kaupverð undanfarið
Ör fólksfjölgun og hækkun húsnæðisverðs hefur aukið eftirspurn eftir leiguíbúðum. Stærstur hluti Airbnb-íbúða er nú leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu. Frumvarp um hert skilyrði um skammtímaleigu hefur verið sett í samráðsgátt. Hömlur á skammtímaleigu gætu aukið framboð leiguíbúða og jafnvel söluframboð. 
29. apríl 2025
Verðbólga yfir væntingum og mælist 4,2%
Verðbólga mældist 4,2% í apríl og hækkaði úr 3,8% frá því í mars. Verðbólga var umfram okkar spá, einkum vegna þess að reiknuð húsaleiga og verð á matvörum hækkaði meira en við bjuggumst við.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. apríl 2025
Versnandi efnahagshorfur í heiminum að mati AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.
USD
28. apríl 2025
Vikubyrjun 28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.
Íbúðir
23. apríl 2025
Horfur á hófstilltum hækkunum á íbúðaverði
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021. 
Greiðsla
22. apríl 2025
Vikubyrjun 22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.  
Gönguleið
16. apríl 2025
Óljósar horfur í ferðaþjónustu vegna sviptinga í alþjóðasamskiptum
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.