Hvað breyt­ist við að verða fjár­ráða?

Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Ungt fólk
8. september 2023 - Landsbankinn

Leiðir til að einfalda fjármálin

Nú þegar fjármálin eru orðin á þína ábyrgð borgar sig að hafa góða yfirsýn. Við mælum með því að þú fylgist alltaf vel með stöðunni svo ekkert komi á óvart. Landsbankaappið er alltaf aðgengilegt og þar getur þú fylgst með stöðunni í símanum og sinnt öllum helstu bankaviðskiptum, hvar og hvenær sem er. Ef þú ert ekki með rafræn skilríki hvetjum við þig til að panta tíma hjá okkur við fyrsta tækifæri til að setja þau upp.

Til að byrja með er líklegt að þú viljir a.m.k. eiga reikning til að fá launin þín inn á, kort til að borga með og svo mögulega sérstakan sparnaðarreikning ef þú ætlar að safna fyrir einhverju. Þú getur stofnað reikninga og sótt um kort á örfáum mínútum í Landsbankaappinu.

Hvar geymir þú peningana þína?

Það er góð regla að láta sparnaðinn liggja inni á reikningum sem bera hærri vexti. Það er auðvelt að stofna reikninga í appinu og netbankanum. Þar finnur þú einnig úrval sparireikninga og getur valið á milli mismunandi leiða til að einfalda þér sparnaðinn og setja þér sparnaðarmarkmið.

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvar spariféð er ávaxtað sem best, hvort sem það er á innlánsreikningum, í sjóðum eða öðrum verðbréfum. Svo þarf ekki að geyma allt á sama stað og almennt talið betra að setja ekki öll eggin í sömu körfu! Þannig má skoða að setja einhvern hluta af sparnaðinum í hverjum mánuði í sjóði með því t.d. að stofna áskrift í appinu eða netbankanum.

Vilt þú fá launahækkun?

Allir sem eru í vinnu og fá greidd laun greiða hluta af laununum sínum í lögbundinn lífeyrissparnað. Þú hefur líka val um að greiða aukalega í viðbótarlífeyrissparnað. Ef þú leggur 2-4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað bætir vinnuveitandi við 2% af launum til viðbótar. Þessi viðbótargreiðsla jafngildir launahækkun sem þú fengir annars ekki. Viðbótarlífeyrissparnaðinn getur þú svo t.d. notað í útborgun þegar þú ert að kaupa þína fyrstu fasteign - skattfrjálst!

Stúlkur með síma

Hvaða kort hentar þér? 

Við bjóðum upp á gott úrval korta með mismunandi eiginleika.

Debetkort eru tengd við greiðslureikninginn þinn og dregst upphæð sem greidd er beint af reikningnum þegar kortið er notað. Debetkort bera yfirleitt lægra árgjald en það þarf að greiða færslugjöld.

Á kreditkortum safnast notkunin upp sem skuld og svo er skuldin greidd um næstu mánaðamót. Kreditkort bera hærra árgjald samanborið við debetkortin en á hinn bóginn eru ekki innheimt nein færslugjöld. Þá fylgja kreditkortum yfirleitt ferðatryggingar og einhverskonar fríðindasöfnun, eins og Aukakrónur.

Fyrirframgreitt kort sameinar kosti debet- og kreditkorta. Þú leggur inn á kortið þá upphæð sem þú vilt eiga til ráðstöfunar. Engin færslugjöld eru á þessum kortum en þú greiðir í staðinn eitt árgjald. Kortið er með ferðatryggingum og þú getur líka safnað Aukakrónum ef þú notar fyrirframgreitt kreditkort.

Athugaðu að námsmönnum bjóðast sérstök kjör á kortum hjá bankanum.

Þú getur skráð öll kort frá bankanum, debet- og kreditkort, fyrirframgreidd kort, Aukakrónu- og gjafakort, í farsímaveskið og borgað með símanum eða úrinu. Það er einfalt að skrá kortin beint í Apple Pay eða Google Pay í gegnum Landsbankaappið eða í farsímaveskinu. Kynntu þér málið.

Hvenær ætlar þú að kaupa fyrstu íbúðina þína?

Það tekur flesta langan tíma að spara fyrir útborgun í íbúð og því er sniðugt að byrja að huga að því ekki seinna en við 18 ára aldur. Það getur skipt sköpum að byrja að spara og því fyrr því betra. Það má reikna með því að þegar við kaupum okkar fyrstu fasteign þurfum við að eiga sparnað sem nemur 15% af kaupverði fasteignar sem getur verið töluverð fjárhæð.

Sem dæmi, ef þú kaupir þér íbúð sem kostar 45.000.000 þá þarft þú að eiga 6.750.000 kr. Ef þú ert með viðbótarlífeyrissparnað getur þú notað hann upp í útborgunina á íbúðinni - skattfrjálst. Þegar við svo kaupum okkar fyrstu fasteign þurfum við flest að hugað að greiðslumati og lántöku. Þá er nauðsynlegt að kynna sér mismunandi eiginleika lána og greiðslubyrði þeirra.

Hvað þýðir að fá lánaða peninga?

Það er alltaf betra að spara fyrir hlutunum ef þú hefur möguleika á því. Það kostar peninga að fá lánaða peninga. Þegar þú tekur lán  þarftu að borga peninginn til baka með vöxtum. Það er því mikilvægt að hugsa sig allavega tvisvar um áður en að þú tekur lán.

Öll getum við lent í því að eiga erfitt með að greiða af lánunum okkar. Með því að hafa góða yfirsýn yfir fjármálin minnka líkurnar á að við lendum í aðstæðum þar sem við ráðum ekki við að borga af lánunum okkar og lendum í vanskilum.

Vanskil geta verið kostnaðarsöm og svo hafa þau áhrif á lánshæfi okkar og viðskiptasögu sem eru lykilforsendur þess að geta fengið lán þegar við þurfum á því að halda, til dæmis þegar við kaupum okkur íbúð. Passaðu því upp á lánshæfið og viðskiptasöguna þína! Skilvísi í fjármálum, að borga reikninga á réttum tíma og eyða ekki um efni fram margborgar sig. Vanskil eru dýr en þeim má líkja við rúllandi snjóbolta sem bara stækkar og stækkar.

Ungt fólk

Gerum líka ráð fyrir skemmtilegu hlutunum

Þegar maður skipuleggur fjármálin er mikilvægt að muna eftir því að maður vill líka gera skemmtilega hluti. Litlu hlutirnir kosta samt líka peninga. Ef þú fylgist með því sem þú eyðir í bíóferðir, sælgæti eða bensín þá sérðu fljótt hvort þessi útgjöld komi í veg fyrir fyrir að stærri hlutir gangi upp. Það er góð regla að fylgjast reglulega með útgjöldum sínum og byrja að spara fyrir því sem þú vilt eiga fyrir í framtíðinni.

Stundum er ágætt að spyrja

Þú getur alltaf pantað tíma hjá ráðgjöfum okkar, hvort sem það er í næsta útibúi eða með því að fá símtal frá okkur. Þá getum við farið yfir þín fjármálin saman eða svarað spurningum. Þjónustuverið er líka opið alla virka daga og aðstoðar við alla helstu bankaþjónustu í síma 410 4000 og í gegnum netspjallið á landsbankinn.is.

Greinin var fyrst birt 28. desember 2020 en var síðast uppfærð 8. september 2023.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
15. sept. 2023
Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum
Þú borgar ekkert fyrir grunnþjónustu í appinu og netbankanum og þú getur komist hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækkað þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá Landsbankanum.
5. sept. 2023
Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?
Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
5. sept. 2023
Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
Lyftari í vöruhúsi
7. júní 2023
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
21. mars 2023
Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga
Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023
Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?
Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
12. jan. 2023
Byrjum árið með góða yfirsýn og setjum okkur sparnaðarmarkmið
Við þekkjum það örugglega mörg að skilja ekkert í því í hvað peningarnir fara og hvers vegna okkur gengur svona hægt að spara. Einföld leið til að breyta þessu er að skapa sér betri yfirsýn yfir fjármálin.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur