Hvað breytist við að verða fjárráða?
Fjármálin þín í dag eru líka fjármálin þín í framtíðinni
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Góð viðskiptasaga skiptir máli í framtíðinni, til dæmis þegar kemur að íbúðarkaupum. Þá er betra að sagan sýni að þú standir við skuldbindingar. Skilvísi í fjármálum, að borga reikninga á réttum tíma og eyða ekki um efni fram margborgar sig. Vanskil eru dýr en þeim má líkja við rúllandi snjóbolta sem stækkar og stækkar.
Lán eða sparnaður?
Það er alltaf betra að spara fyrir hlutunum ef þú hefur möguleika á því og við bjóðum ýmsar leiðir til að einfalda sparnaðinn. Gott er að setja sér ákveðið sparnaðarmarkmið og leggja til hliðar reglulega með reglubundnum sparnaði inn á sparireikning eða sjóð. Þú getur einnig sparað með því að nota kortið þitt og lagt til hliðar í hvert sinn sem þú greiðir fyrir vörur eða þjónustu.
Við bjóðum líka ýmis lán til að brúa bilið og fjármagna hærri útgjöld þegar þú þarft á því að halda. Mundu bara að lán kosta og það tekur tíma að endurgreiða þau.
Hvað þýðir það að fá lánaða peninga?
Það kostar peninga að fá lánaða peninga. Þegar þú tekur lán þá þarftu að borga peninginn til baka með vöxtum. Það er því mikilvægt að hugsa sig allavega tvisvar um áður en að þú tekur lán.
Öll getum við lent í því að eiga erfitt með að greiða af okkar lánum. Það er mikilvægt að hafa góða yfirsýn yfir fjármálin því þannig minnka líkurrnar á að við ráðum ekki við að borga af lánunum okkar.
Vanskil geta verið kostnaðarsöm fyrir okkur. Vanskil hafa einnig áhrif á lánshæfi okkar en lánshæfi er ein af lykilforsendum þess að geta fengið lán þegar við þurfum á því að halda. Passaðu því upp á lánshæfið þitt!
Viðbótarlífeyrissparnaður
Allir launþegar greiða hluta af launum sínum í lögbundinn lífeyrissparnað. Auk þess má leggja grunn að svokallaðri séreign með því að greiða aukalega í viðbótarlífeyrissparnað. Ef þú leggur 2-4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað bætir vinnuveitandi við 2% af launum til viðbótar. Þessi viðbótargreiðsla jafngildir því launahækkun sem þú fengir annars ekki.
Greiðslukort
Þú getur skráð öll kort frá bankanum, debet-, kredit- og gjafakort, í Apple Pay eða Android-kortaappið og borgað með símanum eða úrinu. Það er einfalt að skrá kortin beint í Apple Pay í gegnum Landsbankaappið eða Apple Wallet. Fyrir Android-síma þarf að sækja Kortaapp Landsbankans í Google Play Store og skrá kortin þar.
- Debetkort - eru tengd við þinn reikning og dregst upphæð sem greidd er beint af reikningnum þegar kortið er notað.
- Kreditkort - notkunin safnast saman í einn reikning sem þarf að greiða hver mánaðamót.
Debetkort bera yfirleitt lægra árgjald en greiða þarf færslugjöld. Athugaðu að námsmönnum bjóðast sérstök kjör. Kreditkortin bera hærra árgjald samanborið við debetkortin en á hinn bóginn eru engin færslugjöld innheimt. Þá fylgja kreditkortum yfirleitt ferðatryggingar og einhverskonar fríðindasöfnun, eins og Aukakrónusöfnun.
Einnig er hægt að fá fyrirframgreidd kreditkort sem virka eins og hefðbundin kreditkort nema hvað á þeim þarf að vera inneign svo að hægt sé að nota þau.
Öll greiðslukort Landsbankans má nota í verslunum, á netinu og í hraðbönkum. Hægt er að greiða snertilaust með öllum greiðslukortum Landsbankans í verslunum.
Fyrsta íbúðin
Það tekur flesta langan tíma að spara sér fyrir útborgun í íbúð og því sniðugt að byrja að huga að því ekki seinna en við 18 ára aldur. Það má reikna með því að þegar við kaupum okkar fyrstu fasteign þurfum við að eiga sparnað sem nemur 15% af kaupverði fasteignar sem getur verið töluverð fjárhæð. Því getur skipt sköpum að byrja að spara og því fyrr því betra. Þegar við svo loksins kaupum okkar fyrstu fasteign þá þurfum við flest að hugað að greiðslumati og lántöku. Þá er nauðsynlegt að kynna sér mismunandi eiginleika lána og greiðslubyrði þeirra.
Leiðir til að einfalda fjármálin
Nú þegar þú byrjar að stýra fjármálunum þínum sjálf/ur borgar sig að hafa góða yfirsýn. Við mælum með þvi að þú fylgist alltaf vel með stöðunni svo ekkert komi á óvart. Landsbankaappið er alltaf aðgengilegt og þar getur þú fylgst með stöðunni í símanum og sinnt öllum helstu bankaviðskiptum, hvar og hvenær sem er.
Til að byrja með er líklegt að þú viljir a.m.k. reikning til að fá launin þín inn á, kort til að borga með og svo mögulega sérstakan sparnaðarreikning ef þú ætlar að safna fyrir einhverju. Þú getur stofnað reikninga og sótt um kort á örfáum mínútum með rafrænum skilríkjum í gegnum appið eða á landsbankinn.is. Í appinu getur þú líka sótt um kreditkort, fylgst með Aukakrónusöfnuninni, séð allar kortaupplýsingar og fryst kortið ef það týnist. Netbankinn er einnig aðgengilegur í tölvu eða spjaldtölvu á landsbankinn.is.
Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem eru notuð í rafrænum viðskiptum. Með þeim getur þú skráð þig hratt inn í appið og netbankann með öruggum hætti og einnig skrifað undir skjöl á netinu. Rafræn undirritun hefur sama lagalega gildi og hefðbundin undirskrift.
Panta tíma til að fá rafræn skilríki
Þú verður líka að gera ráð fyrir skemmtilegu hlutunum
Þegar maður skipuleggur fjármálin er mikilvægt að muna eftir því að maður vill líka gera skemmtilega hluti. Litlu hlutirnir kosta samt líka peninga. Ef þú fylgist með því sem þú eyðir í bíóferðir, sælgæti eða bensín þá sérðu fljótt hvort þessi útgjöld komi í veg fyrir fyrir að stærri hlutir gangi upp. Það er góð regla að fylgjast reglulega með útgjöldum sínum og byrja að spara fyrir því sem þú vilt eiga fyrir í framtíðinni.
Stundum er ágætt að spyrja
Þú getur alltaf pantað tíma hjá ráðgjöfum okkar, hvort sem það er í næsta útibúi eða með því að fá símtal frá okkur þar sem við getum farið yfir þín fjármál eða svarað spurningum. Þjónustuverið er líka opið og aðstoðar við alla helstu bankaþjónustu í síma 410 4000 og í gegnum netspjallið á landsbankinn.is.