Ef kortinu er stolið eða það týnist er mikilvægt að frysta það strax í appinu eða hafa samband við þjónustuver okkar í síma 410 4000. Einnig er hægt að hringja í Rapyd í síma 525 2000 utan opnunartíma Landsbankans.
Debetkort
Kortið sem fylgir þér í daglegu lífi
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá debetkort og aðgang að netbankanum og appi.
Debetkort Landsbankans
Þú færð debetkort með veltureikningnum þínum. Hægt er að tengja debetkortið við farsíma og greiðslulausnir og greiða snertilaust.
Fyrir 25 ára og eldri
Árgjald
%fee10185%
Námu debetkort
Með kortinu færð þú 2 fyrir 1 í bíó. Hægt er að tengja debetkortið við farsíma og greiðslulausnir og greiða snertilaust.
Fyrir 16 – 24 ára
Ekkert árgjald
Engin færslugjöld fyrir 16 til 18 ára
150 fríar færslur fyrir 18 til 24 ára
Klassa debetkort
Fyrsta debetkortið er Klassakortið. Hægt er að tengja debetkortið við farsíma og greiðslulausnir og greiða snertilaust.
Fyrir 9 - 15 ára
Ekkert árgjald
Engin færslugjöld
Allar kortaupplýsingar eru aðgengilegar í appinu. Þar getur þú fylgst með stöðu kortsins og innborgunum, fryst kortið og afritað kortaupplýsingarnar þínar t.d. yfir í vefverslanir. Þú getur líka breytt heimildinni á kortinu í appinu og dreift kreditkortareikningnum.
Það er einfalt að borga með símanum eða úrinu. Úttektarheimildir og öll virkni kortanna er sú sama í símanum/úrinu og þegar greitt er með kortinu sjálfu. Fríðindi á borð við Aukakrónur og tryggingar eru einnig óbreytt.
Varstu að fá nýtt kort?
Áður en þú byrjar að nota kortið þarftu að finna PIN-númerið í appinu eða netbankanum.
Kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer debetkorta er líka tilbúið í appinu um leið og kort hefur verið stofnað. Þú getur þá um leið flutt það á öruggan hátt yfir í Apple Pay eða Google Pay og byrjað að nota kortið.
Kortið virkjast ekki fyrr en þú greiðir með því í fyrsta sinn.
Snertilausar greiðslur með kortinu sjálfu
Það getur verið þægilegt að greiða 7.500 kr. eða lægri upphæðir snertilaust með kortinu sjálfu. Þá er kortið lagt að posa og beðið eftir staðfestingu.
Kortanotkun í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Algengar spurningar
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.