Fyrirframgreidd kort
Fyrirframgreidd kort
Fyrirframgreidd kort eru ekki með heimild heldur leggur þú inn á þau þá upphæð sem þú vilt hafa til ráðstöfunar hverju sinni.
Svona sækir þú um kort
Það er einfalt að sækja um kort í appinu hvenær sem þér hentar. Þú sækir Landsbankaappið í App Store eða Google Play Store. Þú getur líka alltaf skipt um kort með því að hafa samband í síma 410 4000.
Plúskort
Kortið er plastlaust og hentar því vel sem aukakort, til dæmis fyrir netverslun. Það safnar Aukakrónum og er án færslu- og árgjalds.
Aukakrónusöfnun
2 af hverjum 1.000 kr.
Ekkert plastkort - aðeins stafrænt
Ekkert árgjald
Engin færslugjöld
Plúskort +
Fyrirframgreitt kort fyrir þau sem vilja ódýrt greiðslukort með Aukakrónusöfnun, ferðast sjaldan til útlanda og vilja því grunnferðatryggingar. Nánar.
Vasapeningar
Fyrirframgreitt kort fyrir ungt fólk 9 til 18 ára. Forsjáraðilar stofna kortið í appinu og hafa þar fulla yfirsýn. Forsjáraðili er eigandi kortsins en barnið er handhafi. Nánar.
Engin færslugjöld
Árgjald
%fee10603%
Bíómiði fylgir kortinu
Hvernig virka fyrirframgreidd kort?
Fyrirframgreidd kort eru ekki með heimild heldur þarf að leggja inn á þau til að geta notað þau. Hægt er að leggja inná kortin og fylgjast með stöðunni í appinu og netbankanum. Fyrirframgreidd kort henta vel þeim sem vilja ódýrt greiðslukort sem safnar Aukakrónum.
Allar kortaupplýsingar eru aðgengilegar í appinu. Þar getur þú fylgst með stöðu kortsins og innborgunum, fryst kortið og afritað kortaupplýsingarnar þínar, t.d. yfir í vefverslanir. Þú getur líka breytt heimildinni á kortinu í appinu og dreift kreditkortareikningnum.
Aukakrónur er fríðindakerfi Landsbankans. Þær safnast á alla innlenda veltu og ef þú verslar hjá samstarfsaðilum færð þú einnig afslátt í formi Aukakróna.
Það er einfalt að borga með símanum eða úrinu. Úttektarheimildir og öll virkni kortanna er sú sama og þegar greitt er með kortinu sjálfu. Fríðindi á borð við Aukakrónur og tryggingar eru einnig óbreytt.
Þú þarft ekki að greiða fyrir ferðakostnað, fargjald eða gistingu á ferðalögum erlendis til að virkja hefðbundnar ferðatryggingar sem fylgja kreditkortum okkar.
Ef þú tekur eftir óvenjulegri kortafærslu, eða hefur nú þegar greitt með kortinu þínu fyrir vöru eða þjónustu sem hefur ekki skilað sér, getur þú átt rétt á endurkröfu samkvæmt endurkröfureglum kortasamtaka.
Snertilausar greiðslur með kortinu sjálfu
Það getur verið þægilegt að greiða 7.500 kr. eða lægri upphæðir snertilaust með kortinu sjálfu. Þá er kortið lagt að posa og beðið eftir staðfestingu.
14 góð ráð til að auka öryggi í netverslun
Verslun á netinu er ekki hættulaus, tölvuþrjótar leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum eða svíkja fé út úr fólki með öðrum hætti. Hér fyrir neðan eru nokkur einföld ráð til að minnka hættuna á netsvikum.
Netöryggi
Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi og birtir aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.