Þú getur safnað Vildarpunktum Icelandair á Gullkortum, Platinum kortum og Premium kortum. Þeir safnast af innlendri verslun auk þess sem samstarfsaðilar Saga Club veita afslátt í formi punkta. Punktana er m.a. hægt að nota til að kaupa flug og hótel hjá Icelandair.
Kreditkort
Finnum rétta kortið fyrir þig
Til að finna rétta kortið er gott að skoða muninn á fríðindasöfnun, ferðatryggingum og árgjöldum. Það tekur aðeins augnablik að sækja um kreditkort í appinu.
Svona sækir þú um kort
Það er einfalt að sækja um kort í appinu hvenær sem þér hentar. Þú sækir Landsbankaappið í App Store eða Google Play Store. Þú getur líka alltaf skipt um kreditkort með því að hafa samband í síma 410 4000.
Almennt kreditkort
Hentar þeim sem vilja safna Aukakrónum, vilja ódýrt kreditkort og finnst nægja að hafa grunnferðatryggingar.
Ferðatryggingar
Getur verið fyrirframgreitt
Aukakrónusöfnun
2 af hverjum 1.000 kr.
Árgjald 18-24 ára
%fee10603%
Árgjald 25 ára og eldri
%fee10598%
Gullkort
Hentar þeim sem vilja ferðast og safna Aukakrónum eða Vildarpunktum Icelandair af innlendri veltu. Kortið er með góðum Gull ferðatryggingum.
Platinumkort
Hentar þeim sem ferðast mikið, vilja há úttektarmörk og safna Aukakrónum eða Vildarpunktum Icelandair af innlendri veltu. Priority Pass veitir aðgang að fjölmörgum betri stofum.
Kortið þitt er alltaf í appinu
Allar kortaupplýsingar eru aðgengilegar í appinu. Þar getur þú fylgst með stöðu kortsins og innborgunum, fryst kortið og afritað kortaupplýsingarnar þínar, t.d. yfir í vefverslanir. Þú getur líka breytt heimildinni á kortinu í appinu og dreift kreditkortareikningnum.
Þú getur keypt nánast hvað sem er fyrir Aukakrónur
Aukakrónur er fríðindakerfi Landsbankans. Þær safnast á alla innlenda veltu og ef þú verslar hjá samstarfsaðilum færð þú einnig afslátt í formi Aukakróna.
Þú getur dreift kreditkortareikningnum
Til að mæta óreglulegum útgjöldum eða létta greiðslubyrði tímabundið er hægt að dreifa kreditkortareikningnum yfir allt að 36 mánuði í netbankanum eða appinu.
Ef þú tekur eftir óvenjulegri kortafærslu, eða hefur nú þegar greitt með kortinu þínu fyrir vöru eða þjónustu sem hefur ekki skilað sér, getur þú átt rétt á endurkröfu samkvæmt endurkröfureglum kortasamtaka.
Þú þarft ekki að greiða fyrir ferðakostnað, fargjald eða gistingu á ferðalögum erlendis til að virkja hefðbundnar ferðatryggingar sem fylgja kreditkortum okkar.
Aðild að Priority Pass fylgir ákveðnum Visa kreditkortum. Með henni fæst aðgangur fyrir korthafa og ferðafélaga þeirra að þeim betri stofum flugvalla sem tilgreindar eru á vefsíðu Priority Pass.
Snertilausar greiðslur
Það getur verið þægilegt að greiða 7.500 kr. eða lægri upphæðir snertilaust með kortinu sjálfu. Þá er kortið lagt að posa og beðið eftir staðfestingu.
Hvernig borga ég með síma eða úri?
Það er einfalt að borga með símanum eða úrinu. Úttektarheimildir og öll virkni kortanna er sú sama og þegar greitt er með kortinu sjálfu. Fríðindi á borð við Aukakrónur og tryggingar eru einnig óbreytt.
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
14 góð ráð til að auka öryggi í netverslun
Verslun á netinu er ekki hættulaus, tölvuþrjótar leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum eða svíkja fé út úr fólki með öðrum hætti. Hér fyrir neðan eru nokkur einföld ráð til að minnka hættuna á netsvikum.
Algengar spurningar
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.