Þú finnur alltaf PIN númer kreditkorta í appinu eða netbankanum.
Í Landsbankaappinu smellir þú á PIN hjá viðkomandi kreditkorti en í netbankanum ferð þú á Síðan mín, smellir á aðgerðarhnapp hjá viðkomandi kreditkorti og velur Sækja PIN.
PIN númer er notað til að staðfesta greiðslur með greiðslukortum bankans og því þarf að varðveita PIN á öruggan hátt. PIN númer þarf ekki að nota fyrir greiðslur undir 7500 kr.
Þú notar lykilorð, fingraskanna eða andlitsskanna til að opna síma eða úrið. Það kemur þá í staðinn fyrir PIN númerið þegar þú greiðir með símanum eða úrinu.