Áður en þú hefur notkun á kortinu þínu þarf að sækja PIN-númerið í appinu eða netbankanum.
Í Landsbankaappinu smellir þú á PIN hjá viðkomandi korti en í netbankanum ferð þú á Síðan mín, smellir á aðgerðarhnapp hjá viðkomandi korti og velur Sækja PIN.
Kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer korta er tilbúið í appinu um leið og kort hefur verið stofnað. Þú getur þá um leið líka flutt það yfir í farsímaveskið (Google Wallet eða Apple Wallet) og hafið notkun á því.