Vikubyrjun 6. október 2025

Vikan framundan
- Á miðvikudag tilkynnir Seðlabanki Íslands um vaxtaákvörðun, við eigum von á óbreyttum vöxtum.
- Á fimmtudag birtir Ölgerðin uppgjör.
- Á föstudag birtir Ferðamálastofa gögn um brottfarir frá Keflavíkurflugvelli í september og Vinnumálastofa birtir skráð atvinnuleysi í september.
Mynd vikunnar
Gistinætur á skráðum gististöðum hér á landi voru rúmlega 7,3 milljónir á fyrstu átta mánuðum ársins og hafa aldrei verið fleiri. Gistinætur það sem af er ári eru 486 þúsund fleiri en á sama tíma árið 2023 sem til þessa var metárið. Yfir sumartímann, á tímabilinu frá maí til ágúst, voru ferðamenn 12% fleiri í ár en árið 2023. Þetta rímar vel við ferðamannatölur, en ferðamönnum sem flugu til landsins fjölgað um 8% á þessu sama tímabili. Ferðaþjónustunni vegnaði betur í sumar en útlit var fyrir í byrjun árs. Ef fjöldinn verður lítillega undir væntingum í haust vegna falls Play, má gera ráð fyrir að árið í heild verði svipað og á horfðist.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Fly Play hf. hætti starfsemi síðastliðinn mánudag, þann 29. september. Auk þess sem um 400 manns misstu vinnuna hefur rekstrarstöðvunin margvísleg áhrif á fjölda viðskiptavina félagsins. Við fjölluðum stuttlega um hugsanleg áhrif gjaldþrotsins í ritinu Mánaðamót.
- Gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fjölgaði um 11,4% á milli ára í ágúst, þar af um 9,6% á hótelum.
- Verðbólga á evrusvæðinu jókst í september og mældist 2,2%. Mælingin var í takt við væntingar. Það dregur úr líkum á vaxtalækkun hjá Seðlabanka Evrópu í lok mánaðarins.
- Atvinnuleysi í Bandaríkjunum var ekki birt á föstudaginn eins og til stóð vegna lokana ríkisstofnana þar í landi.
- Reykjastræti ehf. birti uppgjör.
- ÍL-sjóður hélt skiptiútboð, Arion banki hélt útboð á sértryggðum skuldabréfum ásamt skiptiútboði og Lánamál ríkisins hélt útboð á ríkisbréfum. Lánamál ríkisins birti ársfjórðungsáætlun fyrir 4. ársfjórðung.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).









