Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 6. mars 2023

Þótt verðbólgan sé svipuð nú og í júlí í fyrra hefur orðið sú breyting á að verðbólgan er almennari. Í júlí í fyrra höfðu 17% undirliða hækkað um meira en 10% yfir árið, en núna í febrúar var það hlutfall komið upp í 35%.
Fimmþúsundkrónu seðlar
6. mars 2023

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Hagstofan framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga.
  • Á fimmtudag birtir Síldarvinnslan uppgjör.
  • Á föstudag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð og Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi.

Mynd vikunnar

Verðbólgan fór hæst í 9,9% í júlí í fyrra. Eftir lítillega lækkun fór hún aftur upp í 10,2% nú í febrúar. Þótt verðbólgan sé nú svipuð og í júlí í fyrra hefur orðið sú breyting á að verðbólgan er almennari. Í júlí í fyrra höfðu 17% undirliða hækkað um meira en 10% yfir árið, en nú í febrúar var það hlutfall komið upp í 35%. Þetta er framhald af þeirri þróun sem hófst í byrjun árs í fyrra, en hlutfall undirliða sem hafa hækkað mikið í verði hefur aukist jafnt og þétt síðan. Þetta er visst áhyggjuefni, enda getur reynst erfiðara að ná verðbólgu aftur niður í verðbólgumarkmið eftir því sem hún er á breiðari grunni.

Helsta frá vikunni sem leið

  • Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í febrúar og jókst ársverðbólgan úr 9,9% í 10,2%. Þetta er mesta verðbólga sem hefur mælst í yfirstandandi verðbólgukúfi og hún hefur ekki mælst meiri síðan í september 2009. Verðbólgan var mun meiri en við áttum von á, en við höfðum spáð 9,6% ársverðbólgu.
  • Samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands mældist 6,4% hagvöxtur á síðasta ári. Hagvöxturinn var drifinn af kröftugum vexti einkaneyslu, fjármunamyndunar og útflutnings. Hagvöxtur á mann mældist 3,7%, nokkuð minni en heildarhagvöxtur, enda fjölgaði landsmönnum á síðasta ári. Hagvöxturinn var í takt við opinberar spár, en í nýjustu spá okkar frá því í október í fyrra gerðum við ráð fyrir 6,5% hagvexti.
  • Alls mældist 58 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd í fyrra. Það var verulegur halli á vöruskiptajöfnuði en að sama skapi veglegur afgangur af þjónustujöfnuði. Að þessu sinni náði afgangurinn af þjónustuviðskiptum ekki að vega upp á móti hallanum á vöruviðskiptum. Smávægilegur afgangur var af frumþáttatekjum, aðallega vegna bókfærðs taps á innlendum dótturfélögum í erlendri eigu, en það tap kemur til hækkunar á frumþáttatekjum. Venju samkvæmt var nokkur halli á rekstrarframlögum. Niðurstaðan er lítillega betri en við áttum von á, en í spá okkar frá því í október í fyrra gerðum við ráð fyrir 77 ma. kr. halla.
  • Aflaverðmæti var 195 ma. kr. í fyrra og jókst um 33 ma. kr. milli ára. Mestu munar um að aflaverðmæti þorsks jókst um tæpa 10 ma. kr., þrátt fyrir að minna hafi verið veitt af þorski, og aflaverðmæti loðnu jókst um tæpa 9 ma. kr. vegna þess að meira var veitt af henni. Alls jókst aflaverðmæti um 20% milli ára, en aflamagn jókst aðeins meira, eða um 23%.
  • Eurostat birti verðbólgutölur fyrir evrusvæðið í síðustu viku. Verðbólgan minnkaði úr 8,6% í 8,5%. Þetta var nokkuð meiri verðbólga en búist var við. Verðþrýstingur á orku minnkaði, en jókst á þjónustu, matvæli og ýmsar aðrar vörur.
  • Eik fasteignafélag, Alvotech og Nova birtu ársuppgjör.
  • Á skuldabréfamarkaði héldu Lánamál ríkisins útboð ríkisvíxla, en hættu við fyrirhugað útboð ríkisbréfa.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 6. mars 2023 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.
Play
6. okt. 2025
Vikubyrjun 6. október 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.  
Seðlabanki Íslands
2. okt. 2025
Þrálát verðbólga kallar á óbreytta vexti
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram. 
1. okt. 2025
Mánaðamót 1. október 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íbúðahús
29. sept. 2025
Vikubyrjun 29. september 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.
Litríkir bolir á fataslá
25. sept. 2025
Verðbólga eykst í takt við væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða í september og verðbólga jókst úr 3,8% í 4,1%. Hækkunin skýrist að langmestu leyti af því að lækkunaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða duttu nú úr 12 mánaða taktinum. Fátt í septembermælingunni kom á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og 4,1% verðbólgu. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði áfram á þessu bili út árið og verði 4,0% í árslok.