Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 6. mars 2023

Þótt verðbólgan sé svipuð nú og í júlí í fyrra hefur orðið sú breyting á að verðbólgan er almennari. Í júlí í fyrra höfðu 17% undirliða hækkað um meira en 10% yfir árið, en núna í febrúar var það hlutfall komið upp í 35%.
Fimmþúsundkrónu seðlar
6. mars 2023

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Hagstofan framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga.
  • Á fimmtudag birtir Síldarvinnslan uppgjör.
  • Á föstudag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð og Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi.

Mynd vikunnar

Verðbólgan fór hæst í 9,9% í júlí í fyrra. Eftir lítillega lækkun fór hún aftur upp í 10,2% nú í febrúar. Þótt verðbólgan sé nú svipuð og í júlí í fyrra hefur orðið sú breyting á að verðbólgan er almennari. Í júlí í fyrra höfðu 17% undirliða hækkað um meira en 10% yfir árið, en nú í febrúar var það hlutfall komið upp í 35%. Þetta er framhald af þeirri þróun sem hófst í byrjun árs í fyrra, en hlutfall undirliða sem hafa hækkað mikið í verði hefur aukist jafnt og þétt síðan. Þetta er visst áhyggjuefni, enda getur reynst erfiðara að ná verðbólgu aftur niður í verðbólgumarkmið eftir því sem hún er á breiðari grunni.

Helsta frá vikunni sem leið

  • Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í febrúar og jókst ársverðbólgan úr 9,9% í 10,2%. Þetta er mesta verðbólga sem hefur mælst í yfirstandandi verðbólgukúfi og hún hefur ekki mælst meiri síðan í september 2009. Verðbólgan var mun meiri en við áttum von á, en við höfðum spáð 9,6% ársverðbólgu.
  • Samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands mældist 6,4% hagvöxtur á síðasta ári. Hagvöxturinn var drifinn af kröftugum vexti einkaneyslu, fjármunamyndunar og útflutnings. Hagvöxtur á mann mældist 3,7%, nokkuð minni en heildarhagvöxtur, enda fjölgaði landsmönnum á síðasta ári. Hagvöxturinn var í takt við opinberar spár, en í nýjustu spá okkar frá því í október í fyrra gerðum við ráð fyrir 6,5% hagvexti.
  • Alls mældist 58 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd í fyrra. Það var verulegur halli á vöruskiptajöfnuði en að sama skapi veglegur afgangur af þjónustujöfnuði. Að þessu sinni náði afgangurinn af þjónustuviðskiptum ekki að vega upp á móti hallanum á vöruviðskiptum. Smávægilegur afgangur var af frumþáttatekjum, aðallega vegna bókfærðs taps á innlendum dótturfélögum í erlendri eigu, en það tap kemur til hækkunar á frumþáttatekjum. Venju samkvæmt var nokkur halli á rekstrarframlögum. Niðurstaðan er lítillega betri en við áttum von á, en í spá okkar frá því í október í fyrra gerðum við ráð fyrir 77 ma. kr. halla.
  • Aflaverðmæti var 195 ma. kr. í fyrra og jókst um 33 ma. kr. milli ára. Mestu munar um að aflaverðmæti þorsks jókst um tæpa 10 ma. kr., þrátt fyrir að minna hafi verið veitt af þorski, og aflaverðmæti loðnu jókst um tæpa 9 ma. kr. vegna þess að meira var veitt af henni. Alls jókst aflaverðmæti um 20% milli ára, en aflamagn jókst aðeins meira, eða um 23%.
  • Eurostat birti verðbólgutölur fyrir evrusvæðið í síðustu viku. Verðbólgan minnkaði úr 8,6% í 8,5%. Þetta var nokkuð meiri verðbólga en búist var við. Verðþrýstingur á orku minnkaði, en jókst á þjónustu, matvæli og ýmsar aðrar vörur.
  • Eik fasteignafélag, Alvotech og Nova birtu ársuppgjör.
  • Á skuldabréfamarkaði héldu Lánamál ríkisins útboð ríkisvíxla, en hættu við fyrirhugað útboð ríkisbréfa.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 6. mars 2023 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.
Bakarí
7. júlí 2025
Vikubyrjun 7. júlí 2025
Hagstofa Íslands spáir 2,2% hagvexti á yfirstandandi ári, samkvæmt hagspá sem birt var á föstudaginn. Hagvaxtarhorfur hafa verið færðar upp frá marsspánni þegar gert var ráð fyrir 1,8% hagvexti á árinu. Hagstofan spáir lítillega auknu atvinnuleysi næstu misserin, en Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir júnímánuð síðar í þessari viku.
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025
Viðskipti með sumarhús færast aftur í aukana
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Herðubreið
25. júní 2025
Áfram merki um viðnámsþrótt í hagkerfinu
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.