Viku­byrj­un 6. mars 2023

Þótt verðbólgan sé svipuð nú og í júlí í fyrra hefur orðið sú breyting á að verðbólgan er almennari. Í júlí í fyrra höfðu 17% undirliða hækkað um meira en 10% yfir árið, en núna í febrúar var það hlutfall komið upp í 35%.
Fimmþúsundkrónu seðlar
6. mars 2023

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Hagstofan framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga.
  • Á fimmtudag birtir Síldarvinnslan uppgjör.
  • Á föstudag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð og Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi.

Mynd vikunnar

Verðbólgan fór hæst í 9,9% í júlí í fyrra. Eftir lítillega lækkun fór hún aftur upp í 10,2% nú í febrúar. Þótt verðbólgan sé nú svipuð og í júlí í fyrra hefur orðið sú breyting á að verðbólgan er almennari. Í júlí í fyrra höfðu 17% undirliða hækkað um meira en 10% yfir árið, en nú í febrúar var það hlutfall komið upp í 35%. Þetta er framhald af þeirri þróun sem hófst í byrjun árs í fyrra, en hlutfall undirliða sem hafa hækkað mikið í verði hefur aukist jafnt og þétt síðan. Þetta er visst áhyggjuefni, enda getur reynst erfiðara að ná verðbólgu aftur niður í verðbólgumarkmið eftir því sem hún er á breiðari grunni.

Helsta frá vikunni sem leið

  • Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í febrúar og jókst ársverðbólgan úr 9,9% í 10,2%. Þetta er mesta verðbólga sem hefur mælst í yfirstandandi verðbólgukúfi og hún hefur ekki mælst meiri síðan í september 2009. Verðbólgan var mun meiri en við áttum von á, en við höfðum spáð 9,6% ársverðbólgu.
  • Samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands mældist 6,4% hagvöxtur á síðasta ári. Hagvöxturinn var drifinn af kröftugum vexti einkaneyslu, fjármunamyndunar og útflutnings. Hagvöxtur á mann mældist 3,7%, nokkuð minni en heildarhagvöxtur, enda fjölgaði landsmönnum á síðasta ári. Hagvöxturinn var í takt við opinberar spár, en í nýjustu spá okkar frá því í október í fyrra gerðum við ráð fyrir 6,5% hagvexti.
  • Alls mældist 58 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd í fyrra. Það var verulegur halli á vöruskiptajöfnuði en að sama skapi veglegur afgangur af þjónustujöfnuði. Að þessu sinni náði afgangurinn af þjónustuviðskiptum ekki að vega upp á móti hallanum á vöruviðskiptum. Smávægilegur afgangur var af frumþáttatekjum, aðallega vegna bókfærðs taps á innlendum dótturfélögum í erlendri eigu, en það tap kemur til hækkunar á frumþáttatekjum. Venju samkvæmt var nokkur halli á rekstrarframlögum. Niðurstaðan er lítillega betri en við áttum von á, en í spá okkar frá því í október í fyrra gerðum við ráð fyrir 77 ma. kr. halla.
  • Aflaverðmæti var 195 ma. kr. í fyrra og jókst um 33 ma. kr. milli ára. Mestu munar um að aflaverðmæti þorsks jókst um tæpa 10 ma. kr., þrátt fyrir að minna hafi verið veitt af þorski, og aflaverðmæti loðnu jókst um tæpa 9 ma. kr. vegna þess að meira var veitt af henni. Alls jókst aflaverðmæti um 20% milli ára, en aflamagn jókst aðeins meira, eða um 23%.
  • Eurostat birti verðbólgutölur fyrir evrusvæðið í síðustu viku. Verðbólgan minnkaði úr 8,6% í 8,5%. Þetta var nokkuð meiri verðbólga en búist var við. Verðþrýstingur á orku minnkaði, en jókst á þjónustu, matvæli og ýmsar aðrar vörur.
  • Eik fasteignafélag, Alvotech og Nova birtu ársuppgjör.
  • Á skuldabréfamarkaði héldu Lánamál ríkisins útboð ríkisvíxla, en hættu við fyrirhugað útboð ríkisbréfa.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 6. mars 2023 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. sept. 2023
Spáum 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%.
Fjölbýlishús
28. sept. 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,7% í 8,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,35% milli mánaða í september og við það jókst ársverðbólga úr 7,7% í 8,0%. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun minna en við bjuggumst við en að öðru leyti var mælingin nokkurn veginn í takt við okkar spá. Framlag þjónustu og húsnæðis til ársverðbólgu jókst á hlut annarra liða. Við gerum enn ráð fyrir að verðbólga hjaðni næstu mánuði.
Byggingakrani og fjölbýlishús
25. sept. 2023
Vikubyrjun 25. september 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur