Vikubyrjun 29. september 2025

Vikan framundan
- Á þriðjudaginn birtir Hagstofan gistinætur í ágúst.
- Á miðvikudag verða birtar verðbólgutölur á evrusvæðinu.
- Á föstudag verða birtar atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum.
Mynd vikunnar
Samsetning íbúðalána hefur breyst hratt á síðustu árum, eins og fjallað er um í nýútgefnu riti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Eftir blómaskeið óverðtryggðra lána á tímum faraldursins urðu verðtryggð lán sífellt vinsælli, eftir því sem vaxtastigið fór hækkandi. Frá miðju ári 2023 og fram til loka síðasta árs nam hlutdeild verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum um 50-60% af öllum íbúðalánum. Hlutdeildin hefur nú smám saman farið minnkandi aftur og færst hefur í aukana að lántakar festi vexti og taki óverðtryggð lán. Hlutdeild verðtryggðra lána með fasta vexti hefur aukist um 45% á milli ára nú í júlí og hlutdeild óverðtryggðra lána með fasta vexti hefur aukist um 54% á sama tíma.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala launa hækkaði um 0,1% á milli mánaða í ágúst. Ársbreyting vísitölunnar er nú 3,8%. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en á sama tíma í fyrra.
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða í september. Verðbólga eykst því úr 3,8% í 4,1% og er enn á ný komin yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs SÍ.
- Seðlabankinn birti Hagvísa.
- FÍ Fasteignafélag, HS Veitur og Íþaka fasteignir birtu uppgjör.
- Reykjavíkurborg lauk sölu á skuldabréfum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).









