Vikubyrjun 20. október 2025

Vikan framundan
- Á morgun birtir HMS vísitölu íbúðaverðs í september.
- Á miðvikudag birtir Greiningardeild Landsbankans hagspá til ársins 2028. Seðlabankinn birtir fundargerð peningastefnunefndar. Hagstofan birtir veltu samkvæmt VSK-skýrslum fyrir tímabilið júlí-ágúst og HMS birtir vísitölu leiguverðs í september. Þá birta Heimar og Síminn uppgjör. Einnig verða birtar verðbólgutölur í Bretlandi.
- Á fimmtudaginn birtir Hagstofan vísitölu launa í september og HMS birtir mánaðarskýrslu. Icelandair og Landsbankinn birta einnig uppgjör þann dag.
- Á föstudaginn birtir Seðlabankinn útlánakönnun fyrir fjórða ársfjórðung og auk þess verða birtar verðbólgutölur í Bandaríkjunum.
Mynd vikunnar
Enn má greina þó nokkurn neyslukraft í hagkerfinu og neysla heimila heldur áfram að aukast að raunvirði. Alls nam greiðslukortavelta íslenskra heimila 115 mö.kr. í september og jókst um 7,6% á milli ára, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Innanlands jókst kortavelta heimilanna um 3,5% að raunvirði og erlendis jókst hún um 22,4% á föstu gengi, sé miðað við septembermánuð í fyrra. Íslendingar fóru um 14% fleiri utanlandsferðir nú í september en í september í fyrra, sem rímar vel við kortaveltutölurnar. Í síðasta mánuði virtist farið að hægja á kortaveltu þar sem hún dróst saman innanlands og jókst þó nokkuð minna í heildina en mánuðina á undan, að undanskildum júní þegar hún jókst svipað mikið.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Hæstiréttur birti dóm í vaxtamálinu. Í kjölfarið birtu Íslandsbanki og Arion banki tilkynningar vegna dómsins.
- Amaroq hóf sölu á SMO-vottuðu gullu, Hagar birtu uppgjör (fjárfestakynning), Icelandair birti drög að rekstrarniðurstöðu 3. ársfjórðungs, Skagi uppfærði rekstrarhorfur fyrir árið í ár og SÝN birti afkomuviðvörun.
- Lánamál ríkisins héldu útboð á ríkisvíxlum og ríkisbréfum, Heimar lauk sölu á grænum skuldabréfum og Reykjastræti lauk stækkun á skuldabréfaflokki.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).









