Vikan framundan
- Á miðvikudag birta Arion banki, Eik og Skagi uppgjör. Þá er vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir október. Við spáum því að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%. Hagstofan birtir gistinætur í september. Festi, Íslandsbanki og Nova birta uppgjör. Það er vaxtaákvörðun á evrusvæðinu.
- Á föstudag birtir Eurostat verðbólgutölur fyrir evrusvæðið.
Mynd vikunnar
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Við gerum ráð fyrir 1,5% hagvexti í ár og 1,7% á næsta ári. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Búast má við að verðbólga verði áfram til vandræða. Við sjáum ekki fram á að verðbólgumarkmiði Seðlabankans (2,5%) verði náð á spátímanum og gerum ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 4,0% á næsta ári.
Það helsta frá vikunni sem leið
- HMS birti vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um fasteignamarkaðinn.
- Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar vegna vaxtaákvörðunarinnar 8. október.
- Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst lítillega á milli ára í flestum atvinnugreinum í júlí og ágúst.
- Launavísitalan hækkaði um 0,8% á milli mánaða í september. Árshækkun vísitölunnar er sem fyrr nokkuð meiri en hækkun vísitölu neysluverðs, eða 7,8%.
- Seðlabankinn birti útlánakönnun fyrir fjórða ársfjórðung.
- Í kjölfar dóms hæstaréttar tilkynnti Landsbankinn um breytingu á framboði nýrra íbúðalána, Arion banki gerði hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána og Íslandsbanki gerði hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum.
- Bilun varð í rafbúnaði verksmiðu Norðuráls á Grundartanga og í kjölfarið birtu Eimskip og Orkuveita Reykjavíkur afkomuviðvaranir.
- Verðbólga í Bandaríkjum jókst úr 2,9% í 3,0% og verðbólga í Bretlandi var óbreytt á milli mánaða í 3,8% í september. Báðar tölurnar voru lægri en búist var við.
- Heimar, Icelandair (fjárfestakynning), Landsbankinn, Síminn og Sjóvá birtu uppgjör. Síminn keypti Greiðslumiðlun Íslands.
- Eik stækkaði skuldabréfaflokk, Lánamál ríkisins tilkynntu um niðurstöðu út viðbótarútgáfu og viðskiptavakt hófst með RIKS 50 0915.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).










