Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 5. des­em­ber 2022

Síðan í júlí, þegar verðbólgan hér á landi mældist hæst 9,9%, hefur framlag bensíns, húsnæðis og þjónustu til 12 mánaða verðbólgu minnkað. Það veldur áhyggjum að framlag innfluttra vara (án bensíns) og innlendra vara heldur áfram að hækka.
Bílar
5. desember 2022 - Greiningardeild

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar.
  • Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í nóvember.
  • Í vikunni fara fram verðmælingar vegna desembermælingar vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana fimmtudaginn 22. desember.

Mynd vikunnar

Verðbólga mældist 9,3% í nóvember og hefur lækkað um 0,6 prósentustig síðan hún mældist hæst 9,9% í júlí. Til samanburðar var verðbólgan 5,1% um síðustu áramót. Frá áramótum og þar til í júlí jókst framlag allra fimm meginundirliða til 12 mánaða verðbólgu. Síðan í júlí hefur framlag bensíns, húsnæðis og þjónustu svo minnkað. Það veldur áhyggjum að framlag innfluttra vara (án bensíns) og innlendra vara heldur áfram að hækka. Það skýrist að miklu leyti af veikingu krónunnar á seinni hluta ársins.

Það helsta frá vikunni sem leið

Samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands mældist 7,3% hagvöxtur á 3. ársfjórðungi. Þetta er sjötti fjórðungurinn í röð með mjög kröftugum hagvexti. Samsetning vaxtarins var mjög svipuð því sem verið hefur og var hann fyrst og fremst keyrður áfram af ferðaþjónustu. Vöxturinn var kröftugri en við bjuggumst við og hagvöxturinn á fjórða fjórðungi þarf að vera umtalsvert minni en á fyrstu þremur til þess að spá okkar frá því í október um 6,5% hagvöxt yfir árið í heild gangi eftir.

Verðbólgan mældist 9,3% í nóvember, mjög nálægt því sem við áttum von á. Flestir undirliðir hreyfðust svipað og við áttum von á. Það var þó tvennt sem kom á óvart: Matur og drykkjarvörur hækkuðu meira en við áttum von á og húsgögn og heimilisbúnaður lækkuðu óvænt. Við eigum von á að verðbólgan hækki tímabundið upp í 9,5% í desember en lækki svo niður í 8,8% í janúar og fari niður í 8,4% í febrúar.

Afgangur af viðskiptum við útlönd mældist 23,1 ma.kr. á 3. ársfjórðungi. Mikill afgangur af þjónustuviðskiptum, keyrður áfram af ferðaþjónustu, dugði til að vega upp á móti halla á vöruskiptum, þáttatekjum og rekstrarframlögum á fjórðungnum. Fyrstu níu mánuði ársins mældist þó 64,5 ma.kr. halli. Það er næstum útilokað að nægur afgangur mælist á 4. ársfjórðungi til þess að vega upp á móti þessum uppsafnaða halla og því stefnir í halla á viðskiptum við útlönd yfir árið í heild.

Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla og skiptiútboði ríkisbréfa, Síminn og Alma íbúðafélag héldu útboð á víxlum, Arion banki seldi víkjandi skuldabréf sem teljast til eiginfjárþáttar 2 og Eik fasteignafélag hélt skuldabréfaútboð.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 5. desember 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.