Viku­byrj­un 5. des­em­ber 2022

Síðan í júlí, þegar verðbólgan hér á landi mældist hæst 9,9%, hefur framlag bensíns, húsnæðis og þjónustu til 12 mánaða verðbólgu minnkað. Það veldur áhyggjum að framlag innfluttra vara (án bensíns) og innlendra vara heldur áfram að hækka.
Bílar
5. desember 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar.
  • Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í nóvember.
  • Í vikunni fara fram verðmælingar vegna desembermælingar vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana fimmtudaginn 22. desember.

Mynd vikunnar

Verðbólga mældist 9,3% í nóvember og hefur lækkað um 0,6 prósentustig síðan hún mældist hæst 9,9% í júlí. Til samanburðar var verðbólgan 5,1% um síðustu áramót. Frá áramótum og þar til í júlí jókst framlag allra fimm meginundirliða til 12 mánaða verðbólgu. Síðan í júlí hefur framlag bensíns, húsnæðis og þjónustu svo minnkað. Það veldur áhyggjum að framlag innfluttra vara (án bensíns) og innlendra vara heldur áfram að hækka. Það skýrist að miklu leyti af veikingu krónunnar á seinni hluta ársins.

Það helsta frá vikunni sem leið

Samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands mældist 7,3% hagvöxtur á 3. ársfjórðungi. Þetta er sjötti fjórðungurinn í röð með mjög kröftugum hagvexti. Samsetning vaxtarins var mjög svipuð því sem verið hefur og var hann fyrst og fremst keyrður áfram af ferðaþjónustu. Vöxturinn var kröftugri en við bjuggumst við og hagvöxturinn á fjórða fjórðungi þarf að vera umtalsvert minni en á fyrstu þremur til þess að spá okkar frá því í október um 6,5% hagvöxt yfir árið í heild gangi eftir.

Verðbólgan mældist 9,3% í nóvember, mjög nálægt því sem við áttum von á. Flestir undirliðir hreyfðust svipað og við áttum von á. Það var þó tvennt sem kom á óvart: Matur og drykkjarvörur hækkuðu meira en við áttum von á og húsgögn og heimilisbúnaður lækkuðu óvænt. Við eigum von á að verðbólgan hækki tímabundið upp í 9,5% í desember en lækki svo niður í 8,8% í janúar og fari niður í 8,4% í febrúar.

Afgangur af viðskiptum við útlönd mældist 23,1 ma.kr. á 3. ársfjórðungi. Mikill afgangur af þjónustuviðskiptum, keyrður áfram af ferðaþjónustu, dugði til að vega upp á móti halla á vöruskiptum, þáttatekjum og rekstrarframlögum á fjórðungnum. Fyrstu níu mánuði ársins mældist þó 64,5 ma.kr. halli. Það er næstum útilokað að nægur afgangur mælist á 4. ársfjórðungi til þess að vega upp á móti þessum uppsafnaða halla og því stefnir í halla á viðskiptum við útlönd yfir árið í heild.

Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla og skiptiútboði ríkisbréfa, Síminn og Alma íbúðafélag héldu útboð á víxlum, Arion banki seldi víkjandi skuldabréf sem teljast til eiginfjárþáttar 2 og Eik fasteignafélag hélt skuldabréfaútboð.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 5. desember 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur