Vikubyrjun 3. nóvember 2025

Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir JBT-Marel uppgjör.
- Á miðvikudag birta Kvika banki og Sýn uppgjör.
- Á fimmtudag birtir Oculis uppgjör. Þá verður einnig vaxtaákvörðun hjá Englandsbanka.
- Á föstudag ættu atvinnuleysistölur að birtast í Bandaríkjunum, en líklega verður birtingunni frestað vegna lokana ríkisstofnana þar í landi.
Mynd vikunnar
Verðbólga hefur aukist á allra síðustu mánuðum og í október fór hún úr 4,1% í 4,3%. Helstu mælikvarðar gefa til kynna að undirliggjandi verðþrýstingur hafi aukist, hvort sem horft er til verðbólgu án húsnæðis eða ársbreytingar þriggja kjarnavísitalna verðbólgunnar sem segja til um verðlagsþróun án þess að sveiflukenndir liðir hafi áhrif. Við teljum að í ljósi nýjustu gagna um vísitölu neysluverðs þyrfti mjög mikið að ganga á til þess að peningastefnunefnd Seðlabankans íhugi vaxtalækkun á næsta fundi, þann 19. nóvember.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fjölgaði um 10,2% á milli ára í september, þar af um 6,0% á hótelum.
- Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði vexti um 0,25% prósentustig. Seðlabanki Evrópu hélt stýrivöxtum óbreyttum í 2%. Báðar ákvarðanir voru í samræmi við væntingar.
- Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,1% í september og lækkaði um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Verðbólgan var í takt við væntingar.
- Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands rýmkaði lánþegaskilyrði vegna fasteignalána.
- Íslandsbanki breytti lánaframboði sínu tímabundið vegna dóms Hæstaréttar á vaxtamálinu.
- Arion banki, Eik fasteignafélag, Festi (fjárfestakynning), Íslandsbanki, Nova, Skagi og Skel fjárfestingarfélag birtu uppgjör. Oculis greindi frá fjármögnun í bandaríkjadölum.
- Landsbankinn lauk sölu á grænum skuldabréfum í evrum. Kaldalón lauk stækkun á skuldabréfaflokknum KALD 150436.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).









