Verð­bólg­an í nóv­em­ber í sam­ræmi við vænt­ing­ar – óbreytt­ar horf­ur næstu mán­uði

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,29% milli mánaða í nóvember. Ársverðbólgan dróst saman úr 9,4% í 9,3% og er nú sú sama og í september. Alls hefur verðbólgan minnkað um 0,6 prósentustig frá því hún náði hámarki í júlí.
29. nóvember 2022

Mest áhrif til hækkunar milli mánaða höfðu reiknuð húsaleiga (+1,0% milli mánaða, 0,20% áhrif) og matur og drykkjarvörur (+0,8% milli mánaða, +0,11% áhrif). Mest áhrif til lækkunar höfðu flugfargjöld til útlanda (-8,9% milli mánaða, -0,17% áhrif).

Flestir undirliðir hreyfðust svipað og við áttum von á milli mánaða. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 1,0%, þar af hækkaði markaðsverð húsnæðis um 0,8% og framlag vaxtabreytinga var 0,3%. Þetta var mjög nálægt okkar spá, en við spáðum 0,9% hækkun. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 8,9% milli mánaða, en við spáðum 9,2% lækkun. Bensín hækkaði um 0,9%, eins og við spáðum. Það var þó tvennt sem kom á óvart: Matur og drykkjarvörur hækkuðu meira en við áttum von á, eða 0,8% í stað 0,4% og húsgögn og heimilisbúnaður lækkuðu óvænt um 0,6% milli mánaða en við áttum von á 0,8% hækkun. Innan matarkörfunnar hækkuðu olía og feitmeti og brauð og kornvörur mest milli mánaða, en grænmeti lækkaði.

Óveruleg breyting á samsetningu verðbólgunnar

Það varð smávægileg breyting á samsetningu verðbólgunnar milli mánaða. Mest áberandi er hækkun á innlendum vörum, en framlag þeirra til ársbreytinga jókst um 0,1 prósentustig, úr 1,5 prósentustigum í 1,6 prósentustig. Framlag þjónustu lækkaði um 0,1 prósentustig, úr 2,0 prósentustigum í 1,9 prósentustig. Árshækkun allra fjögurra kjarnavísitalnanna minnkaði jafnmikið og árshækkun vísitölunnar í heild, eða um 0,1 prósentustig milli mánaða.

Það sem veldur meiri áhyggjum er að undirliðum sem hafa hækkað minna en verðbólgumarkmið (2,5%) á síðustu 12 mánuðum heldur áfram að hækka. Núna hafa einungis 20% undirliða hækkað minna en 2,5% og hefur þetta hlutfall farið nokkuð jafnt lækkandi síðan í desember í fyrra, þegar 57% undirliða höfðu hækkað minna en 2,5% á ársgrundvelli. Nú hafa um 40% undirliða hækkað um meira en 5%, þar af 22% um meira en 10%. Í desember 2021 höfðu aðeins 22% undirliða hækkað um meira en 5%, þar af höfðu 5% hækkað um meira en 10%

 Óbreyttar horfur til næstu þriggja mánaða

Krónan hefur styrkst aðeins síðan við birtum síðast verðbólguspá í verðkönnunarvikunni (17. nóvember) og hafa verðbólguhorfur því aðeins batnað. Munurinn er þó það lítill að skammtímaspá okkar til næstu þriggja mánaða helst óbreytt frá því um miðjan nóvember. Við eigum enn von á að verðbólgan hækki tímabundið upp í 9,5% í desember en lækki svo niður í 8,8% í janúar og fari niður í 8,4% í febrúar.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
14. mars 2024
Óbreytt vaxtastig en bjartur tónn
Þrátt fyrir hjaðnandi verðbólgu og sátt um langtímakjarasamning á stórum hluta vinnumarkaðar teljum við að peningastefnunefnd haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku, fjórða skiptið í röð. Verðlag hækkaði umfram væntingar í febrúar og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar. Auk þess ríkir enn óvissa um framvindu kjarasamninga annarra hópa. Við teljum þó að tónninn í yfirlýsingunni verði bjartari en verið hefur og að vaxtalækkun kunni að vera handan við hornið.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur