4. mars 2024
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Seðlabankinn greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins.
- Á fimmtudag birta Hampiðjan, Kaldalón og Síldarvinnslan uppgjör. Þá er einnig vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í febrúar. Við fáum líka atvinnuleysistölur frá Bandaríkjunum.
Mynd vikunnar
Verulega tók að á hægja á umsvifum í hagkerfinu þegar leið á síðasta ár, eftir næstum tvö ár af kröftugum hagvexti í kjölfar heimsfaraldursins. Hvort sem horft er á hagvöxt í heild, einkaneyslu, fjármunamyndun, útflutning eða innflutning er heildarsagan sú sama. Árið hófst af miklum krafti en eftir því sem leið á hægðist um og hver fjórðungur var rólegri en sá fyrri.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Hagvöxtur mældist 4,1% árið 2023, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Vöxturinn var meiri en búist var við, en það skýrist ekki síst af breytingum í nýjustu uppfærslu Hagstofunnar á gögnum um 1. til 3. ársfjórðung. Á fjórða ársfjórðungi dró bæði úr einkaneyslu og fjármunamyndun á milli ára. Útflutningur stóð í stað á fjórðungum en innflutningur dróst saman um heil 6%. Hagvöxtur mældist 0,6% á fjórðungnum sem má rekja til mikils samdráttar í innflutningi, sem rímar ágætlega við samdráttinn í einkaneyslu og fjármunamyndun, en samdráttur í innflutningi kemur til aukningar á landsframleiðslu.
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,33% á milli mánaða og við það lækkaði ársverðbólgan úr 6,7% í 6,6%. Verðbólgan í febrúar var nokkuð meiri en búist var við, sem skýrist aðallega af því að janúarútsölur á fötum og skóm virðast hafa klárast fyrr en venjulega, gjaldskrárhækkanir fyrir sorphirðu, holræsi og kalt vatn höfðu töluvert meiri áhrif til hækkunar en búist var við og matarkarfan hækkaði meira en gert hafði verið ráð fyrir. Við búumst enn við því að verðbólgan hjaðni næstu mánuði, en í stað þess að gera ráð fyrir að hún verði komin niður í 4,9% í maí eins og í síðustu spá, spáum við því nú að hún verði 5,5% í maí.
- Hagstofan birti auk þess bráðabirgðatölur um aflaverðmæti í fyrra, skráðar gistinætur í janúar og hlut ferðaþjónustu í landsframleiðslu 2023.
- Verðbólga á evrusvæðinu hjaðnaði lítillega á milli mánaða í febrúar, eða úr 2,8% í 2,6%.
- Fjögur uppgjör voru birt í síðustu viku: Iceland Seafood, Nóva klúbburinn, Sýn og VÍS (fjárfestakynning). Alvotech gekk að tilboði um sölu hlutabréfa, Arion banki hélt markaðsdaga, Reginn hóf sáttaviðræður við samkeppniseftirlitið vegna kaupa á öllu hlutafé í Eik og PLAY safnaði áskriftarloforðum að andvirði fjögurra milljarða króna.
- Á skuldabréfamarkaði héldu Iceland Seafood og Kaldalón útboð á víxlum og Landsbankinn hélt útboð á víkjandi skuldabréfum.
- Fitch staðfesti A lánshæfismat ríkissjóðs með stöðugum horfum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
6. nóv. 2024
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
5. nóv. 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
5. nóv. 2024
Ferðamönnum fjölgaði um tæplega prósent á þriðja ársfjórðungi, stærsta ferðaþjónustutímabili ársins, frá fyrra ári. Gistinóttum ferðamanna fækkaði hins vegar um tæpt prósent, en kortavelta á föstu verðlagi jókst um 2% á milli ára.
4. nóv. 2024
Íbúðafjárfesting hefur færst í aukana, starfsfólki fjölgar sífellt í byggingarstarfsemi, velta í greininni hefur aukist síðustu árin og innflutningur á byggingarefni er í hæstu hæðum. Íbúðauppbygging virðist nokkuð kröftug, enda er þörfin brýn - kjarnafjölskyldum hefur fjölgað mun hraðar en íbúðum síðustu ár.
4. nóv. 2024
Verðbólga lækkaði úr 5,4% niður í 5,1% í október, í samræmi við væntingar. Samhliða birtingu VNV tilkynnti Hagstofan að fyrirhugað kílómetragjald yrði tekið inn í vísitöluna. Í þessari viku birtir Vinnumálastofnum skráð atvinnuleysi í október, kosið verður um nýjan forseta í Bandaríkjunum, Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki tilkynna um vaxtaákvarðanir og uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er áfram í fullum gangi.
1. nóv. 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
30. okt. 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28% á milli mánaða í október og verðbólga lækkar því úr 5,4% í 5,1%. Verð á mat og drykkjarvörum og flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif til hækkunar. Reiknuð leiga hækkaði mjög lítið á milli mánaða. Kílómetragjald á bensín- og olíubíla verður með í verðmælingum Hagstofunnar.
28. okt. 2024
Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir októbermánuð. Þessar verðbólgutölur verða þær síðustu fyrir næstu vaxtaákvörðun sem verður tilkynnt þann 20. nóvember nk. Í síðustu viku birti Hagstofan veltu skv. VSK-skýrslum, niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn og launavísitölu. Þá er uppgjörstímabilið í kauphöllinni áfram í fullum gangi.
23. okt. 2024
Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.
22. okt. 2024
Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár.