Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Hagstofan janúarmælingu VNV. Við spáum því að verðbólgan minnki úr 7,7% í 7,2%. Össur birtir ársuppgjör og Eurostat birtir bráðabirgðaþjóðhagsreikninga fyrir evrusvæðið.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn niðurstöður úr könnun á væntingum markaðsaðila og Seðlabanki Bandaríkjanna birtir vaxtaákvörðun.
- Á fimmtudag birta Icelandair og Landsbankinn uppgjör, Eurostat birtir verðbólgutölur fyrir evrusvæðið, og Englandsbanki birtir vaxtaákvörðun.
- Á föstudag verða birtar atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum.
Mynd vikunnar
Á síðasta ári hækkuðu laun að meðaltali um tæp 10% á milli ára. Þrátt fyrir miklar launahækkanir jókst kaupmáttur launa, þ.e. hversu mikið af vörum og þjónustu er í reynd hægt að kaupa fyrir launin, einungis um 1%. Árið áður, 2022, hækkuðu laun um rúmlega 8% á milli ára á meðan kaupmáttur stóð í stað. Ef við skoðum lengra tímabil sést að frá 1990 hafa laun alltaf hækkað á milli ára hér á landi, en þrátt fyrir það hefur kaupmáttur sjö sinnum dregist saman á milli ára vegna mikillar verðbólgu.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Um tvær af hverjum þremur íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sem skiptu um hendur í nóvember seldust undir ásettu verð, samkvæmt tölum frá HMS.
- Landsframleiðsla í Bandaríkjunum jókst um 3,3% á ársgrundvelli á milli ársfjórðunga á fjórða ársfjórðungi 2023.
- Seðlabanki Evrópu hélt vöxtum óbreyttum, í samræmi við væntingar.
- Á hlutabréfamarkaði tilkynnti Icelandair um samning um leigu á tveimur Airbus þotum, Amaroq tilkynnti um niðurstöður úr rannsóknarborunum á „Target West“ og „Target Block“ svæðunum, stjórn VÍS ákvað að hefja framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum, Kvika birti afkomuviðvörun og Kaldalón tilkynnti um fyrirhuguð kaup á fasteignum.
- Á skuldabréfmarkaði héldu Lánamál ríkisins útboð á ríkisvíxlum og ríkisbréfum, Reykjavíkurborg hélt skuldabréfaútboð og Kvika ákvað að nýta innköllunarheimild á öllum bréfum í flokknum KVB 18 02.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á ytri vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).