Breytingar á framboði nýrra íbúðalána

Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Við vekjum sérstaka athygli á að þessar breytingar ná aðeins til nýrra íbúðalána og hafa engin áhrif á lántaka sem þegar eru með íbúðalán hjá bankanum.
Helstu breytingar eru eftirfarandi:
- Við bjóðum upp á nýjan möguleika sem er að festa vexti á óverðtryggðum íbúðalánum í 1 ár. Vextir á slíku láni eru nú frá 8,60% og er lánið án uppgreiðslugjalds.
- Áður var eingöngu hægt að festa vexti í 3 eða 5 ár.
- Með því að festa vexti í 1, 3 eða 5 ár fást bestu vextir bankans á íbúðalánum, sem eru frá 8,15%. Vextir taka mið af veðsetningarhlutfalli.
- Breytilegir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum munu bera fast vaxtaálag ofan á stýrivexti Seðlabankans á hverjum tíma.
- Íbúðalán verður allt í einu láni og hætt verður með sérstök grunnlán auk viðbótarlána á hærri kjörum.
- Fyrstu kaupendur fá lánað fyrir allt að 85% af verðmæti eignar en aðrir 80%. Lánstími er allt að 40 ár.
- Verðtryggð íbúðalán verða eingöngu í boði fyrir fyrstu kaupendur. Þau verða veitt til 20 ára og verða á föstum vöxtum út lánstímann.
Við höfum boðið mjög samkeppnishæf kjör á íbúðalánum og framúrskarandi þjónustu í Landsbankanum um allt land. Við munum halda því áfram.
Vaxtagreiðsluþak verður í boði fyrir viðskiptavini sem lenda í tímabundnum greiðsluvanda, en með því er hluti af vaxtagreiðslum færður á höfuðstól lánsins.









