Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 27. nóv­em­ber 2023

Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fjölgaði verulega á þriðja fjórðungi ársins og voru 1.123 talsins, 33% allra kaupenda. Til samanburðar voru fyrstu kaupendur 789 talsins á öðrum fjórðungi, 26% allra kaupenda.
Íbúðahús
27. nóvember 2023

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Hagstofa Íslands vísitölu neysluverðs fyrir nóvember. Við uppfærðum verðbólguspá eftir birtingu vísitölu íbúðaverðs og spáum 0,47% hækkun vísitölunnar í nóvember og að verðbólgan verði 8,1% í stað 8,0%. Alvotech birtir árshlutauppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofa Íslands þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung.
  • Á föstudag birtir Seðlabanki Íslands tölur um greiðslujöfnuð á þriðja ársfjórðungi.

Mynd vikunnar

Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fjölgaði verulega á þriðja fjórðungi ársins, og voru 1.123 talsins, 33% allra kaupenda. Til samanburðar voru fyrstu kaupendur 789 talsins á öðrum fjórðungi, 26% allra kaupenda. Hlutfallið á þriðja fjórðungi er svipað og það var á tímum heimsfaraldursins, þegar vextir voru hvað lægstir og stór hópur sá hag í því að koma inn á íbúðamarkað. Aukin eftirspurn meðal fyrstu kaupenda kann að skýrast að hluta til af útvíkkun á hlutdeildarlánaúrræði HMS sem gerir fleirum kleift að nýta það. Þá má einnig vera að óbreytt stýrivaxtastig auki bjartsýni á íbúðamarkaði og auk þess kann kaupmáttaraukning á seinni hluta árs að hafa áhrif.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Á þriðjudaginn birti HMS vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem hækkaði um 0,9% á milli mánaða, sem var minni hækkun en í síðasta mánuði, þegar vísitalan hækkaði um 1,4%. Vísitalan hefur hækkað þrjá mánuði í röð og nemur hækkun síðustu þriggja mánaða 3,1%. Fjölbýlishluti vísitölunnar hækkaði um 0,5%, töluvert minna en í síðasta mánuði, þegar hún hækkaði um 1,4%. Sérbýlishlutinn hækkaði aftur á móti um 2,5% milli mánaða, en hækkaði um 1,6% í síðasta mánuði.
  • Á miðvikudaginn tilkynnti peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum. Þetta er önnur ákvörðunin í röð þar sem vöxtum er haldið óbreyttum. Í tilkynningu nefndarinnar kom þó fram að verðbólguhorfur hefðu versnað nokkuð og verðbólguvæntingar væru enn háar, en vegna óvissu í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesskaga yrði vaxtastiginu ekki breytt í bili. Tónninn var harðari en í síðustu yfirlýsingum og fram kom að hugsanlega þyrfti að herða taumhaldið síðar.  
  • Á miðvikudaginn gaf Seðlabanki Íslands einnig út ný Peningamál með uppfærðri verðbólgu- og hagspá. Bankinn telur, eins og við, að verðbólga breytist lítið það sem eftir lifir árs og að hún hjaðni hægar á næsta ári en áður var talið.
  • Á fimmtudaginn birtu Hampiðjan og Síldarvinnslan uppgjör.
  • Kaldalón hélt útboð á víxlum og Lánamál ríkisins héldu viðbótarútboð ríkisbréfa.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 27. nóvember 2023 (PDF)

Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram.

Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans.

Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).
Þú gætir einnig haft áhuga á
12. júní 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í júní
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.
Bílar
11. júní 2025
Merki um að bílakaup hafi aukist á ný
Eftir hægagang í bílaviðskiptum á síðasta ári virðast þau hafa færst í aukana í byrjun þessa árs. Um 53% fleiri fólksbílar hafa verið nýskráðir til einkanota á fyrstu fimm mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Um 21% þeirra bíla sem hafa verið nýskráðir á þessu ári eru hreinir rafmagnsbílar.
Peningaseðlar
10. júní 2025
Vikubyrjun 10. júní 2025
Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Þá hefur halli á vöruviðskiptum aldrei verið meiri en í maí og hið sama má segja um innflutningsverðmæti, samkvæmt Hagstofu Íslands. Í næstu viku verða birtar atvinnuleysistölur og brottfarir um Keflavíkurflugvöll í maí.
Flutningaskip
6. júní 2025
Áfram verulegur halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 59,5 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta fjórðungi ársins. Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Hann skýrist að verulegu leyti af stórfelldum innflutningi á tölvubúnaði vegna uppbyggingar á gagnaverum. Erlend staða þjóðarbúsins breyttist lítið á fjórðungnum.
Strönd
5. júní 2025
Stóraukin útgjöld til hernaðar- og varnarmála um allan heim
Útgjöld til hernaðar- og varnarmála hafa stóraukist á síðustu árum, einkum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Leiðtogafundur NATO verður haldinn í Haag í lok mánaðarins og talið er að viðmið um útgjöld aðildarríkja til varnarmála verði hækkað til muna. Enn er óljóst upp að hvaða marki Ísland gæti þurft að auka varnartengd útgjöld. Aukin hernaðaruppbygging litar hagvaxtar- og verðbólguhorfur á heimsvísu og getur haft margþætt efnahags- og samfélagsleg áhrif.
2. júní 2025
Mánaðamót 2. júní 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Gróðurhús
2. júní 2025
Vikubyrjun 2. júní 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 3,8% í apríl og landsframleiðsla jókst um 2,6% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 11,6% á milli ára í apríl. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Lyftari í vöruhúsi
30. maí 2025
2,6% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi en samdráttur í fyrra
2,6% hagvöxtur mældist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar sem var birt í morgun. Samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningum mældist 0,7% samdráttur á síðasta ári en ekki 0,5% hagvöxtur eins og áður var áætlað.
Epli
28. maí 2025
Verðbólga hjaðnar og mælist 3,8%
Verðbólga mældist 3,8% í maí og hjaðnar úr 4,2% frá því í apríl. Verðbólga var örlítið undir okkar spá, einkum vegna þess að flugfargjöld til útlanda lækkuðu nokkuð á milli mánaða. Við eigum von á að verðbólga fari lægst í 3,6% í júlí, en hækki síðan aftur upp í 3,8% í ágúst.
Þjóðvegur
27. maí 2025
Launavísitalan hækkað um 8,2% á einu ári
Á síðustu mánuðum hefur smám saman hægt á hækkunartakti launa eftir ríflegar launahækkanir síðustu ár. Launahækkanir eru þó enn langt umfram verðbólgu og gera má ráð fyrir að kaupmáttur haldi áfram að aukast næstu misseri. Óvissa um launaþróun minnkaði eftir að langtímakjarasamningar náðust á stærstum hluta vinnumarkaðar, en líkt og í kjarasamningum síðustu ára eru hækkanir mismiklar eftir hópum.