Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Vísi­tala íbúða­verðs hækk­ar enn og kaup­samn­ing­um fjölg­ar

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,9% milli mánaða í október. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 19% fleiri en í október í fyrra og fjölgaði einnig í september eftir að hafa fækkað viðstöðulaust milli ára frá miðju ári 2021. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir nóvembermánuð og því færum við hana örlítið upp og spáum nú 8,1% ársverðbólgu í stað 8,0%.
Gata í Reykjavík
24. nóvember 2023

Vísitalan hækkaði um 0,9% á milli mánaða í október. Mánuðinn á undan hækkaði hún um 1,4% og um 0,7% í ágúst. Sérbýlishluti vísitölunnar hækkaði um heil 2,5% og fjölbýlishlutinn um 0,5%.

Nafnverð 2,9% hærra en á sama tíma í fyrra

Árshækkun vísitölunnar fór úr 2,6% í 2,9% í október. Hún hefur hækkað síðustu mánuði eftir að hafa náð lágmarki í 0,8% í júlí.

Dregur úr raunverðslækkunum

Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað milli ára síðustu sex mánuði. Raunverð fæst með því að taka tillit til verðbólgu, en til þess notum við vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Raunverð lækkar þannig milli ára ef árshækkun íbúðaverðs er minni en árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Mjög tók að hægja á raunverðshækkunum á seinni hluta síðasta árs, þegar aðrir liðir en húsnæði fóru að hækka í verði á sama tíma og hægði á íbúðaverðshækkunum. Nú er aftur að draga úr raunlækkuninni sem nam 4,1% milli ára í október og 4,8% í september. Lækkunin milli ára mældist mest í júlí, 5,9%.

Kaupsamningum fjölgar aftur milli ára

Í takt við hækkandi verð er undirrituðum kaupsamningum farið að fjölga á ný. Eftir að hafa fækkað milli ára samfellt frá miðju ári 2021 fjölgaði kaupsamningum um 12% milli ára í september og um 19% milli ára í október.

Hvers vegna er aukinn kraftur í eftirspurn eftir íbúðum?

Verðhækkanir á íbúðamarkaði síðustu þrjá mánuði hafa komið á óvart og ekki augljóst hvaða kraftar eru þar að verki. Síaukin þörf á húsnæði spilar að líkindum inn í og ekki er ólíklegt að hávær umræða um yfirvofandi íbúðaskort og ónóga uppbyggingu ýti undir væntingar um verðhækkanir og kyndi þar með undir eftirspurn. Væntingar um verðhækkanir kunna að hvetja fyrstu kaupendur til að koma inn á markaðinn, en fyrstu kaupendum hefur fjölgað verulega á þriðja ársfjórðungi. Þeir voru 789 á öðrum ársfjórðungi og 26% af öllum kaupendum, en 1.123 á þriðja ársfjórðungi, eða 33%.

Hluti af þessari auknu eftirspurn meðal fyrstu kaupenda kann að skýrast af aukinni lántöku hlutdeildarlána á ársfjórðungnum. Eftir að skilyrði fyrir slíkri lántöku voru útvíkkuð hefur mun stærri hópur kost á að sækja um hlutdeildarlán og fleiri íbúðir passa inn í rammann. Við höfum einnig velt því upp hvort hlutdeildarlánin kunni að hækka vísitölu íbúðaverðs. Þau er aðeins veitt til kaupa á nýjum íbúðum, sem eru almennt dýrari en eldri íbúðir af sömu stærð. Ef hlutfallslega fleiri nýjar íbúðir koma til við mælingu vísitölu íbúðaverðs en áður má ætla að vísitalan hækki. Þá má einnig vera að óbreytt stýrivaxtastig auki bjartsýni á íbúðamarkaði og auk þess kann kaupmáttaraukning á seinni hluta árs að hafa áhrif.  

Spáum 8,1% verðbólgu í nóvember og 8,3% í desember

Í verðbólguspá okkar frá 16. nóvember gerðum við ráð fyrir 0,6% hækkun íbúðaverðs milli mánaða. Í ljósi þess að vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,9% milli mánaða í október gerum við nú ráð fyrir að vísitala markaðsverðs húsnæðis, eins og Hagstofan reiknar hana, hækki um 1,1% á milli mánaða. Hagstofan tekur tillit til alls landsins við útreikning á vísitölu markaðsverðs húsnæðis og við gerum ráð fyrir að verð á landsbyggðinni hækki meira en á höfuðborgarsvæðinu í nóvember.

Við hækkum því verðbólguspána úr 8,0% í 8,1%. Spáin næstu mánuði þar á eftir hækkar því einnig og í desember gerum við ráð fyrir 8,3% verðbólgu í stað 8,1%. Eftir áramót gerum við enn ráð fyrir að verðbólga hjaðni nokkuð og verði 7,4% í stað 7,3% í janúar og 6,8% í stað 6,7% í febrúar.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025
Viðskipti með sumarhús færast aftur í aukana
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Herðubreið
25. júní 2025
Áfram merki um viðnámsþrótt í hagkerfinu
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Ferðafólk
23. júní 2025
Færri ferðamenn en meiri ferðaþjónusta?
Færri ferðamenn hafa heimsótt Ísland það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það hefur erlend kortavelta aukist á milli ára og það sama má segja um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Við teljum ýmislegt benda til þess að erlendir ferðamenn hafi verið fleiri síðustu mánuði en talning Ferðamálastofu segir til um.
Íbúðahús
23. júní 2025
Vikubyrjun 23. júní 2025
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,45% á milli mánaða í maí. Vísitalan lækkaði þar með í fyrsta sinn á þessu ári og ársbreytingin hefur ekki verið jafn lítil frá því í byrjun síðasta árs. Áfram er kraftur í kortaveltu Íslendinga, ekki síst erlendis.
Kortagreiðsla
19. júní 2025
Kortavelta Íslendinga erlendis eykst og veldur auknum greiðslukortahalla
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.
Hús í Reykjavík
16. júní 2025
Vikubyrjun 16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
12. júní 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í júní
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.