Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 26. maí 2025

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði vexti um 0,25 prósentur í síðustu viku. HMS birti vísitölu íbúðaverðs, en árshækkun vísitölunnar lækkaði úr 8,0% í 7,6%. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu fyrir maí, en við spáum því að verðbólgan hjaðni úr 4,2% í 3,9%.
26. maí 2025

Vikan framundan

  • Á morgun birtir Hagstofan vöru- og þjónustujöfnuð við útlönd. Brim og Ísfélagið birta uppgjör.
  • Á miðvikudag birtir Hagstofan verðbólgutölur, við spáum 3,9% verðbólgu. HMS kynnir fasteignamat fyrir árið 2026, Hagstofan birtir gögn um gistinætur í apríl og Hampiðjan birtir uppgjör.
  • Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga.

Mynd vikunnar

Seðlabanki Íslands leggur ársfjórðungslega mat á framleiðsluspennu í hagkerfinu, þ.e. hvort umsvif í hagkerfinu séu meiri eða minni en eðlilegt mætti ætla út frá mati á framleiðslugetu hagkerfisins. Framleiðsluspenna gefur til kynna að framleiðsluþættir séu fullnýttir og við þær aðstæður eykst verðbólguþrýstingur. Framleiðsluslaki hins vegar dregur úr verðbólguþrýstingi. Seðlabankinn birti uppfært mat á framleiðsluspennu í síðustu viku. Hann metur framleiðsluspennu síðasta árs meiri en áður og spáir minni framleiðsluslaka á þessu ári en gert var ráð fyrir í febrúar. Breytingin skýrist aðallega af endurskoðun á hagtölum aftur í tímann, en nú er talið að landsframleiðsla í fyrra hafi verið meiri en áður var gert ráð fyrir. Á sama tíma metur Seðlabankinn framleiðslugetuna minni en áður, ekki síst vegna þess að mannfjöldatölur voru færðar niður.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 26. maí 2025 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
28. maí 2025
Verðbólga hjaðnar og mælist 3,8%
Verðbólga mældist 3,8% í maí og hjaðnar úr 4,2% frá því í apríl. Verðbólga var örlítið undir okkar spá, einkum vegna þess að flugfargjöld til útlanda lækkuðu nokkuð á milli mánaða. Við eigum von á að verðbólga fari lægst í 3,6% í júlí, en hækki síðan aftur upp í 3,8% í ágúst.
Þjóðvegur
27. maí 2025
Launavísitalan hækkað um 8,2% á einu ári
Á síðustu mánuðum hefur smám saman hægt á hækkunartakti launa eftir ríflegar launahækkanir síðustu ár. Launahækkanir eru þó enn langt umfram verðbólgu og gera má ráð fyrir að kaupmáttur haldi áfram að aukast næstu misseri. Óvissa um launaþróun minnkaði eftir að langtímakjarasamningar náðust á stærstum hluta vinnumarkaðar, en líkt og í kjarasamningum síðustu ára eru hækkanir mismiklar eftir hópum.
Fjölbýlishús
22. maí 2025
Íbúðaverð heldur áfram að hækka þótt hægi á
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,45% á milli mánaða í apríl. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs hefur lækkað síðustu þrjá mánuði og mælist nú 7,6%. Raunverð íbúða er töluvert hærra núna en fyrir ári síðan. Undirrituðum kaupsamningum hefur fækkað á milli ára síðustu þrjá mánuði, eftir að hafa fjölgað sífellt frá september 2023, ef frá er talinn desember síðastliðinn.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. maí 2025
Vikubyrjun 19. maí 2025
Kortavelta Íslendinga jókst verulega í apríl, sérstaklega erlendis þar sem hún var 32,8% meiri en í apríl í fyrra að raunvirði. Íslendingar hafa aldrei farið í jafnmargar utanlandsferðir í einum mánuði og í apríl síðastliðnum. Nýlegar vísbendingar um aukinn eftirspurnarþrýsting draga enn frekar úr líkum á vaxtalækkun á miðvikudaginn, en við spáum því að vöxtum verði haldið óbreyttum fram í ágúst.
Flugvél
16. maí 2025
Íslendingar á faraldsfæti og kortavelta erlendis aldrei meiri
Kortavelta jókst um 9,4% á milli ára í apríl að raunvirði og erlendis jókst hún um 32,8%. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í einum mánuði en í apríl síðastliðnum, samkvæmt gögnum Ferðamálastofu. Nýbirtar kortaveltutölur renna enn frekari stoðum undir spá um að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í næstu viku. Neysla landsmanna hefur haldið dampi þrátt fyrir hátt vaxtastig og við teljum horfur á að einkaneysla aukist smám saman á næstu árum.
Bananar
15. maí 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í maí
Við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9% í maí. Horfur eru á að verðbólga hjaðni lítillega í sumar en aukist aftur með haustinu þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta úr 12 mánaða taktinum. Við gerum ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.
Seðlabanki Íslands
15. maí 2025
Spáum óbreyttum vöxtum í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í apríl og verðbólguvæntingar hafa haldist tiltölulega stöðugar. Þá virðist hagkerfið þola vaxtastigið vel, kortavelta hefur aukist sífellt síðustu mánuði og enn er þó nokkur velta á íbúðamarkaði. Peningalegt taumhald losnaði með aukinni verðbólgu í apríl og við teljum ólíklegt að peningastefnunefnd þyki tímabært að lækka raunstýrivexti enn frekar.
Sendibifreið og gámar
12. maí 2025
Vikubyrjun 12. maí 2025
Brottfarir um Keflavíkurflugvöll hafa aldrei verið jafnmargar í aprílmánuði eins og í apríl síðastliðnum og erlendir ferðamenn voru 6,5% fleiri en í apríl í fyrra. Skráð atvinnuleysi var 3,9% í apríl og minnkaði um 0,3 prósentustig frá því í mars. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum óbreyttum en Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig. Báðar ákvarðanir voru í takt við væntingar.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
7. maí 2025
Stór hluti íslensks vöruútflutnings til Bandaríkjanna undanþeginn tollum
Ætla má að um þriðjungur íslenskra vara sem fluttar eru frá Íslandi til Bandaríkjanna sé undanþeginn þeim tollum sem nú eru í gildi, til dæmis lyf og flestar lækningavörur. Óvissa um framvindu mála í alþjóðaviðskiptum getur samt ein og sér leitt til þess að fyrirtæki halda að sér höndum og ráðast síður í nýjar fjárfestingar. Á síðasta ári fór um 12% af vöruútflutningi Íslands til Bandaríkjanna.
Dollarar og Evrur
5. maí 2025
Vikubyrjun 5. maí 2025
Í apríl jókst verðbólga úr 3,8% í 4,2%, nokkuð umfram okkar spá um 4,0% verðbólgu. Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst á milli ára í flestum atvinnugreinum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur á evrusvæðinu en samdráttur í Bandaríkjunum. Í þessari viku er vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum og einnig í Bretlandi.