Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Íbúða­verð held­ur áfram að hækka þótt hægi á

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,45% á milli mánaða í apríl. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs hefur lækkað síðustu þrjá mánuði og mælist nú 7,6%. Raunverð íbúða er töluvert hærra núna en fyrir ári síðan. Undirrituðum kaupsamningum hefur fækkað á milli ára síðustu þrjá mánuði, eftir að hafa fjölgað sífellt frá september 2023, ef frá er talinn desember síðastliðinn.
Fjölbýlishús
22. maí 2025

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,45% á milli mánaða í apríl. Í mars hækkaði hún um 0,36% og um 0,09% í febrúar. Hækkunin er töluvert minni en í aprílmánuðum síðustu þriggja ára.

Verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu óbreytt á milli mánaða

Hækkunin í apríl var drifin áfram af verðhækkun á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu, sem hækkaði um 1,3% og fjölbýli á landsbyggðinni, sem hækkaði um 2,6%. Þá hélst verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu óbreytt á milli mánaða og fjölbýli á landsbyggðinni lækkaði um 0,8%. Verð á sérbýli sveiflast mun meira en á fjölbýli, þar sem sérbýli eru mun færri og fjölbreyttari en íbúðir í fjölbýli og því segja skammtímaverðbreytingar á þeim minna um undirliggjandi verðþrýsting.

Ef íbúðaverð er skoðað á sama hátt og verðbólgan, þ.e. ef litið er á þróun vísitölunnar síðustu 12 mánuði, má greina miklar sveiflur. Húsnæðisverðbólgan hefur minnkað frá því í desember og mældist 8% í mars og 7,6% í apríl. Verð hefur hækkað meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu á síðustu 12 mánuðum, um 9,6% á landsbyggðinni og 7,0% á höfuðborgarsvæðinu.

Raunverð 4,3% hærra en á sama tíma í fyrra

Áfram eru íbúðaverðshækkanir á ársgrundvelli þó nokkuð umfram hækkanir á almennu verðlagi. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs umfram hækkun VNV án húsnæðis (raunverðshækkun) er nú 4,3%.

Kaupsamningum fækkar

Velta á íbúðamarkaði er töluvert minni nú á fyrstu fjórum mánuðum ársins en á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs, en meiri en sömu mánuði árið 2023. Alls voru 890 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði undirritaðir í apríl, álíka margir og á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Þó töluvert færri kaupsamningar en í mars, þegar þeir voru 1.085 talsins. Undirrituðum kaupsamningum fækkaði því um tæplega 16% á milli mánaða í apríl. Nú í apríl voru kaupsamningar 38% færri en í apríl í fyrra.

Vaxtastigið hefur haft greinileg áhrif á eftirspurn eftir ólíkum tegundum íbúðalána. Vinsældir verðtryggðra lána tóku að aukast í upphafi ársins 2023, þegar vaxtastigið fór að hafa veruleg áhrif á afborganir af óverðtryggðum lánum. Á síðustu mánuðum hefur dregið úr hreinum nýjum útlánum til heimila landsins. En eftirspurn eftir óverðtryggðum lánum hefur aukist á ný og það hefur hægt á uppgreiðslum þeirra þar sem vextir á slíkum lánum hafa lækkað. Verðtryggð lán eru þó enn vinsælli en óverðtryggð.

Vextir voru lækkaðir um 0,25 prósentustig í vikunni og raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu hafa lækkað. Frá því á haustmánuðum hafa stýrivextir lækkað úr 9,25% í 7,50% og á næstu mánuðum verður áhugavert að fylgjast með því hvort vaxtalækkanirnar dugi til að blása lífi í íbúðamarkaðinn. Hafa ber í huga að horfur eru á fremur þrálátri verðbólgu næstu mánuði og ólíklegt að vaxtastigið lækki mikið meira á árinu.  

Leiguverð hækkaði mun meira en íbúðaverð

Vísitala leiguverðs hækkaði um 1,33% á milli mánaða í apríl og fór árshækkun hennar upp í 11%. Árshækkun leiguverðs er því nokkuð meiri en árshækkun íbúðaverðs.

Til lengri tíma litið ættu íbúðaverð og leiguverð að fylgjast nokkurn veginn að. Frá því í byrjun árs 2020 hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað tæplega tvisvar sinnum meira en leiguverð. Kaupverð tók hratt fram úr leiguverði þegar vextir lækkuðu á tímum faraldursins en leiguverðið tók að sækja á þegar vextir fóru hækkandi.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvöllur, Leifsstöð
19. maí 2025
Vikubyrjun 19. maí 2025
Kortavelta Íslendinga jókst verulega í apríl, sérstaklega erlendis þar sem hún var 32,8% meiri en í apríl í fyrra að raunvirði. Íslendingar hafa aldrei farið í jafnmargar utanlandsferðir í einum mánuði og í apríl síðastliðnum. Nýlegar vísbendingar um aukinn eftirspurnarþrýsting draga enn frekar úr líkum á vaxtalækkun á miðvikudaginn, en við spáum því að vöxtum verði haldið óbreyttum fram í ágúst.
Flugvél
16. maí 2025
Íslendingar á faraldsfæti og kortavelta erlendis aldrei meiri
Kortavelta jókst um 9,4% á milli ára í apríl að raunvirði og erlendis jókst hún um 32,8%. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í einum mánuði en í apríl síðastliðnum, samkvæmt gögnum Ferðamálastofu. Nýbirtar kortaveltutölur renna enn frekari stoðum undir spá um að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í næstu viku. Neysla landsmanna hefur haldið dampi þrátt fyrir hátt vaxtastig og við teljum horfur á að einkaneysla aukist smám saman á næstu árum.
Bananar
15. maí 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í maí
Við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9% í maí. Horfur eru á að verðbólga hjaðni lítillega í sumar en aukist aftur með haustinu þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta úr 12 mánaða taktinum. Við gerum ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.
Seðlabanki Íslands
15. maí 2025
Spáum óbreyttum vöxtum í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í apríl og verðbólguvæntingar hafa haldist tiltölulega stöðugar. Þá virðist hagkerfið þola vaxtastigið vel, kortavelta hefur aukist sífellt síðustu mánuði og enn er þó nokkur velta á íbúðamarkaði. Peningalegt taumhald losnaði með aukinni verðbólgu í apríl og við teljum ólíklegt að peningastefnunefnd þyki tímabært að lækka raunstýrivexti enn frekar.
Sendibifreið og gámar
12. maí 2025
Vikubyrjun 12. maí 2025
Brottfarir um Keflavíkurflugvöll hafa aldrei verið jafnmargar í aprílmánuði eins og í apríl síðastliðnum og erlendir ferðamenn voru 6,5% fleiri en í apríl í fyrra. Skráð atvinnuleysi var 3,9% í apríl og minnkaði um 0,3 prósentustig frá því í mars. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum óbreyttum en Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig. Báðar ákvarðanir voru í takt við væntingar.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
7. maí 2025
Stór hluti íslensks vöruútflutnings til Bandaríkjanna undanþeginn tollum
Ætla má að um þriðjungur íslenskra vara sem fluttar eru frá Íslandi til Bandaríkjanna sé undanþeginn þeim tollum sem nú eru í gildi, til dæmis lyf og flestar lækningavörur. Óvissa um framvindu mála í alþjóðaviðskiptum getur samt ein og sér leitt til þess að fyrirtæki halda að sér höndum og ráðast síður í nýjar fjárfestingar. Á síðasta ári fór um 12% af vöruútflutningi Íslands til Bandaríkjanna.
Dollarar og Evrur
5. maí 2025
Vikubyrjun 5. maí 2025
Í apríl jókst verðbólga úr 3,8% í 4,2%, nokkuð umfram okkar spá um 4,0% verðbólgu. Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst á milli ára í flestum atvinnugreinum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur á evrusvæðinu en samdráttur í Bandaríkjunum. Í þessari viku er vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum og einnig í Bretlandi.
2. maí 2025
Mánaðamót 2. maí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fasteignir
2. maí 2025
Leiguverð á hraðari uppleið en kaupverð undanfarið
Ör fólksfjölgun og hækkun húsnæðisverðs hefur aukið eftirspurn eftir leiguíbúðum. Stærstur hluti Airbnb-íbúða er nú leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu. Frumvarp um hert skilyrði um skammtímaleigu hefur verið sett í samráðsgátt. Hömlur á skammtímaleigu gætu aukið framboð leiguíbúða og jafnvel söluframboð. 
29. apríl 2025
Verðbólga yfir væntingum og mælist 4,2%
Verðbólga mældist 4,2% í apríl og hækkaði úr 3,8% frá því í mars. Verðbólga var umfram okkar spá, einkum vegna þess að reiknuð húsaleiga og verð á matvörum hækkaði meira en við bjuggumst við.