Vikan framundan
- Á þriðjudag birta Nóva klúbburinn og Sýn uppgjör.
- Á miðvikudag birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs. Við eigum von á að vísitalan hækki um 0,89% á milli mánaða í febrúar og að ársverðbólga hjaðni úr 6,7% í 6,1%. Iceland Seafood og VÍS birta uppgjör.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir fjórða ársfjórðung 2023.
- Á föstudag verða birtar verðbólgutölur fyrir Bretland.
Mynd vikunnar
Á árunum 2010 til 2019 var samfelldur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd, keyrður áfram af miklum vexti ferðaþjónustunnar. Óhætt er að segja að við höfum nýtt þennan afgang nokkuð vel, en á þessu tímabili greiddu innlendir aðilar inn á erlend lán, lífeyrissjóðirnir keyptu erlendar eignir og Seðlabankinn byggði upp gjaldeyrisvarasjóð. Nokkur halli var árin 2020 og 2021 á meðan heimsfaraldurinn geisaði, enda lagðist ein stærsta útflutningsgrein landsins þá meira og minna af. Síðan hafa utanríkisviðskipti verið nokkurn veginn í jafnvægi.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,4% milli mánaða í janúar. Við þetta hækkaði árstakturinn úr 4,5% í 5,4%, en árstakturinn hefur hækkað nokkuð jafnt síðan hann var lægstur 0,8% í júlí í fyrra. Sérbýli (+8,4%) hefur hækkað nokkuð meira en fjölbýli (+4,6%) síðustu tólf mánuði. Auk vísitölu íbúðaverðs birti HMS leiguvísitöluna og mánaðarskýrslu.
- Samkvæmt fundargerð peningastefnunefndar vegna vaxtaákvörðunarinnar 7. febrúar greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að halda vöxtum bankans óbreyttum og vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
- Hagstofan birti vöru- og þjónustuviðskipti fyrir fjórða ársfjórðung ársins 2023. Alls var 54 milljarða króna halli af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd á fjórða ársfjórðungi. Fyrir árið í heild var hallinn nokkuð minni, eða 17 milljarðar króna.
- Hagstofan birti einnig tölur um veltu samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum fyrir nóvember og desember 2023. Mesta aukningin á milli ára í fyrra var í fasteignaviðskiptum, ferðaþjónustu og byggingarstarfsemi á meðan velta dróst saman í framleiðslu málma og veitustarfsemi.
- Á hlutabréfamarkaði hlaut Alvotch markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir líftæknilyfjahliðstæðu, Síminn og Brim birtu uppgjör, stærstu hluthafar Fly Play lögðu félaginu til aukið hlutafé og drög að frumvarpi á sölu Íslandsbanka voru sett í samráðsgáttina.
- Á skuldabréfamarkaði héldu Lánamál ríkisins og Útgerðarfélag Reykjavíkur útboð á víxlum og Lánamál ríkisins ákváðu að fella niður þau ríkisbréfaútboð sem eftir eru á 1. ársfjórðungi.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).