Viku­byrj­un 24. októ­ber 2022

Við birtum nýja þjóðhags- og verðbólguspá þann 19. október sem ber yfirskriftina „Kröftugur hagvöxtur en kaupmáttur dregst aftur úr“. Við spáum 6,5% hagvexti hér á landi á þessu ári, þeim mesta frá árinu 2007, en að svo hægi töluvert á. Samkvæmt spánni hjaðnar verðbólga smám saman en fer þó ekki undir 4% fyrr en árið 2025. Við búumst við að stýrivextir byrji að lækka á seinni hluta næsta árs og að vegna mikillar verðbólgu aukist kaupmáttur mun hægar en undanfarin ár.
Bananar
24. október 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Síminn árshlutauppgjör.
  • Á miðvikudag birta Arion banki og Festi árshlutauppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir október. Við spáum því að hún hækki um 0,44% milli mánaða og verðbólga mælist 9,2%.
  • Á fimmtudag birta Eik, Íslandsbanki, Landsbankinn, Origo, Sjóvá og Skeljungur árshlutauppgjör.

Mynd vikunnar

Kraftmikill vöxtur útflutningsgreina og mikil innlend eftirspurn hafa drifið áfram myndarlegan vöxt landsframleiðslu undanfarið ár og mun að öllum líkindum leiða til meiri hagvaxtar en við gerðum ráð fyrir í hagspá okkar í maí. Þá spáðum við 5,1% hagvexti á þessu ári, en nú 6,5%. Við spáum því að hagvöxtur verði 2,1% á næsta ári, 3% árið 2024 og 1,9% árið 2025. Verðbólga hefur náð hámarki að okkar mati og mun mælast 6,5% á næsta ári. Við gerum ráð fyrir að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé lokið, að núverandi vaxtastigi verði haldið næstu misseri og vaxtalækkunarferli hefjist ekki fyrr en á þriðja fjórðungi næsta árs.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans var birt á miðvikudaginn og kynnt á opnum fundi í Hörpu.
  • Hagfræðideild Landsbankans gaf út nýtt hlaðvarp um þjóðhagsspána. Farið er yfir atburði síðustu mánaða og hvernig má búast við að hagkerfið þróist á næstu árum.
  • Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti vísitölu íbúðaverðs í september og Hagfræðideildin gaf út hagsjá um þróun íbúðaverðs. Íbúðaverð hækkaði um 0,8% og hækkunin skýrist alfarið af verðhækkun á sérbýli, um 4,8%. Verð á fjölbýli lækkaði aftur á móti í fyrsta sinn síðan í júní 2020, um 0,1%. Þetta var meiri hækkun en við gerðum ráð fyrir og hækkuðum við verðbólguspá okkar fyrir október úr 9,0% í 9,2%.
  • Hagstofan birti á föstudag launavísitölu fyrir septembermánuð. Vísitalan hækkaði um 0,8% í september. Það felur í sér að árshækkun vísitölunnar hækkar úr 8% upp í 8,1%. Launaskriðið, þ.e. launahækkanir umfram umsamin laun, skýrist af spennu á vinnumarkaði. Það voru engar samningsbundnar hækkanir í mánuðinum, enda komið að lokum samningstímabils. 
  • Peningastefnunefnd Seðlabankans birti fundargerð frá fundi 5. október þar sem nefndin tók þá ákvörðun að hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig, upp í 5,75%. Í fundargerðinni kemur fram að allir nefndarmenn hafi stutt tillögu seðlabankastjóra um 0,25 prósentustiga hækkun. „Rökin sem komu fram fyrir því að hækka vexti voru þau að þótt verðbólga hefði hjaðnað á milli funda væri hún enn vel yfir markmiði auk þess sem undirliggjandi verðbólga hefði aukist. Þá væru langtímaverðbólguvæntingar einnig yfir markmiði. Verðbólguhorfur hefðu þar að auki versnað í viðskiptalöndum. Hættan á annarrar umferðar áhrifum á innlenda verðbólgu myndi að sama skapi aukast ef fyrirtæki hleypa auknum aðfangakostnaði út í innlent verðlag,“ er meðal þess sem segir í fundargerðinni.
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út skýrslu um stöðu ÍL-sjóðs.
  • Lánasjóður sveitarfélaga hélt skuldabréfaútboð og Lánamál ríkisins héldu útboð ríkisbréfa.
  • Af hlutabréfamarkaði var helst að frétta að Hagar (fjárfestakynning), Icelandair (fjárfestakynning) og VÍS (fjárfestakynning) birtu árshlutauppgjör í vikunni.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 24. október 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. sept. 2023
Spáum 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%.
Fjölbýlishús
28. sept. 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,7% í 8,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,35% milli mánaða í september og við það jókst ársverðbólga úr 7,7% í 8,0%. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun minna en við bjuggumst við en að öðru leyti var mælingin nokkurn veginn í takt við okkar spá. Framlag þjónustu og húsnæðis til ársverðbólgu jókst á hlut annarra liða. Við gerum enn ráð fyrir að verðbólga hjaðni næstu mánuði.
Byggingakrani og fjölbýlishús
25. sept. 2023
Vikubyrjun 25. september 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur