Viku­byrj­un 24. októ­ber 2022

Við birtum nýja þjóðhags- og verðbólguspá þann 19. október sem ber yfirskriftina „Kröftugur hagvöxtur en kaupmáttur dregst aftur úr“. Við spáum 6,5% hagvexti hér á landi á þessu ári, þeim mesta frá árinu 2007, en að svo hægi töluvert á. Samkvæmt spánni hjaðnar verðbólga smám saman en fer þó ekki undir 4% fyrr en árið 2025. Við búumst við að stýrivextir byrji að lækka á seinni hluta næsta árs og að vegna mikillar verðbólgu aukist kaupmáttur mun hægar en undanfarin ár.
Bananar
24. október 2022 - Greiningardeild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Síminn árshlutauppgjör.
  • Á miðvikudag birta Arion banki og Festi árshlutauppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir október. Við spáum því að hún hækki um 0,44% milli mánaða og verðbólga mælist 9,2%.
  • Á fimmtudag birta Eik, Íslandsbanki, Landsbankinn, Origo, Sjóvá og Skeljungur árshlutauppgjör.

Mynd vikunnar

Kraftmikill vöxtur útflutningsgreina og mikil innlend eftirspurn hafa drifið áfram myndarlegan vöxt landsframleiðslu undanfarið ár og mun að öllum líkindum leiða til meiri hagvaxtar en við gerðum ráð fyrir í hagspá okkar í maí. Þá spáðum við 5,1% hagvexti á þessu ári, en nú 6,5%. Við spáum því að hagvöxtur verði 2,1% á næsta ári, 3% árið 2024 og 1,9% árið 2025. Verðbólga hefur náð hámarki að okkar mati og mun mælast 6,5% á næsta ári. Við gerum ráð fyrir að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé lokið, að núverandi vaxtastigi verði haldið næstu misseri og vaxtalækkunarferli hefjist ekki fyrr en á þriðja fjórðungi næsta árs.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans var birt á miðvikudaginn og kynnt á opnum fundi í Hörpu.
  • Hagfræðideild Landsbankans gaf út nýtt hlaðvarp um þjóðhagsspána. Farið er yfir atburði síðustu mánaða og hvernig má búast við að hagkerfið þróist á næstu árum.
  • Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti vísitölu íbúðaverðs í september og Hagfræðideildin gaf út hagsjá um þróun íbúðaverðs. Íbúðaverð hækkaði um 0,8% og hækkunin skýrist alfarið af verðhækkun á sérbýli, um 4,8%. Verð á fjölbýli lækkaði aftur á móti í fyrsta sinn síðan í júní 2020, um 0,1%. Þetta var meiri hækkun en við gerðum ráð fyrir og hækkuðum við verðbólguspá okkar fyrir október úr 9,0% í 9,2%.
  • Hagstofan birti á föstudag launavísitölu fyrir septembermánuð. Vísitalan hækkaði um 0,8% í september. Það felur í sér að árshækkun vísitölunnar hækkar úr 8% upp í 8,1%. Launaskriðið, þ.e. launahækkanir umfram umsamin laun, skýrist af spennu á vinnumarkaði. Það voru engar samningsbundnar hækkanir í mánuðinum, enda komið að lokum samningstímabils. 
  • Peningastefnunefnd Seðlabankans birti fundargerð frá fundi 5. október þar sem nefndin tók þá ákvörðun að hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig, upp í 5,75%. Í fundargerðinni kemur fram að allir nefndarmenn hafi stutt tillögu seðlabankastjóra um 0,25 prósentustiga hækkun. „Rökin sem komu fram fyrir því að hækka vexti voru þau að þótt verðbólga hefði hjaðnað á milli funda væri hún enn vel yfir markmiði auk þess sem undirliggjandi verðbólga hefði aukist. Þá væru langtímaverðbólguvæntingar einnig yfir markmiði. Verðbólguhorfur hefðu þar að auki versnað í viðskiptalöndum. Hættan á annarrar umferðar áhrifum á innlenda verðbólgu myndi að sama skapi aukast ef fyrirtæki hleypa auknum aðfangakostnaði út í innlent verðlag,“ er meðal þess sem segir í fundargerðinni.
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út skýrslu um stöðu ÍL-sjóðs.
  • Lánasjóður sveitarfélaga hélt skuldabréfaútboð og Lánamál ríkisins héldu útboð ríkisbréfa.
  • Af hlutabréfamarkaði var helst að frétta að Hagar (fjárfestakynning), Icelandair (fjárfestakynning) og VÍS (fjárfestakynning) birtu árshlutauppgjör í vikunni.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 24. október 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Epli
27. feb. 2025
Verðbólga hjaðnar í 4,2%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.
Fiskveiðinet
24. feb. 2025
Vikubyrjun 24. febrúar 2025
Í vikunni birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs. Í síðustu viku uppfærði Hafrannsóknarstofnun ráðleggingar um loðnuafla en samkvæmt því munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn. Í síðustu viku bárust einnig gögn um greiðslukortaveltu landsmanna í janúar sem var 6,5% meiri að raunvirði en árið áður. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar, en svo mikið hefur hún ekki hækkað síðan í febrúar 2024.
Fjölbýlishús
21. feb. 2025
Íbúðaverð tók stökk í janúar
Íbúðaverð hækkaði mun meira í janúar en síðustu mánuði. Íbúðaverð hefur verið nokkuð sveiflukennt og óútreiknanlegt undanfarið en stökkið í janúar skýrist af verðhækkun á sérbýli. Íbúðum á sölu hefur fjölgað hratt síðustu mánuði og birgðatími lengst. Grindavíkuráhrifin hafa fjarað út að langmestu leyti og hækkanir á verðtryggðum vöxtum kældu markaðinn undir lok síðasta árs.
Ferðamenn á jökli
19. feb. 2025
Færri ferðamenn en meiri kortavelta 
Um 122 þúsund ferðamenn komu til landsins í janúar, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Ferðamenn voru 5,8% færri en á sama tíma í fyrra sem er á skjön við þróun síðustu mánaða, en allt frá því í júlí sl. hefur ferðamönnum fjölgað á milli ára. Þótt ferðamönnum hafi fækkað í janúar hélt kortavelta þeirra áfram að aukast. 
Greiðsla
18. feb. 2025
Neysla enn á uppleið þótt atvinnuleysi aukist
Enn eru merki um að landsmenn hafi svigrúm til neyslu þrátt fyrir langvarandi hávaxtastig. Kortavelta eykst með hverjum mánuðinum, utanlandsferðir í janúar hafa aldrei verið jafnmargar og í ár og samt virðast yfirdráttarlán ekki hafa færst í aukana. Á sama tíma hefur slaknað þó nokkuð á spennu á vinnumarkaði, eftirspurn eftir vinnuafli hefur dvínað og atvinnuleysi tók stökk í janúar þegar það fór yfir 4%.
Fólk við Geysi
17. feb. 2025
Vikubyrjun 17. febrúar 2025
Erlendum ferðamönnum í janúar fækkaði um 5,8% á milli ára samkvæmt talningu Ferðamálastofu sem birt var í síðustu viku. Einnig fóru fram verðmælingar Hagstofunnar vegna vísitölu neysluverðs í febrúar og spáum við því að verðbólga hjaðni niður í 4,3%. Í þessari viku fáum við kortaveltutölur frá Seðlabankanum, vísitölur íbúða- og leiguverðs frá HMS auk þess sem fundargerð peningastefnunefndar verður birt.
Seðlabanki Íslands
10. feb. 2025
Vikubyrjun 10. febrúar 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Í þessari viku koma tölur um skráð atvinnuleysi og fjölda brottfara frá Leifsstöð auk þess sem Hagstofan framkvæmir verðkannanir vegna vísitölu neysluverðs. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er síðan enn í fullum gangi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur