Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 16. sept­em­ber 2024

Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
Alþingishús
16. september 2024

Vikan framundan

  • Á morgun birtir HMS vísitölu íbúðaverðs og Seðlabankinn birtir veltu greiðslukorta.
  • Á miðvikudag birtir HMS vísitölu leiguverðs, Seðlabanki Bandaríkjanna tekur ákvörðun um vexti og það verða birtar verðbólgutölur í Bretlandi.
  • Á fimmtudag er vaxtaákvörðun hjá Englandsbanka.

Mynd vikunnar

Árið 2016 tóku gildi reglur sem fólu í sér að skuldir ríkissjóðs skyldu veru undir 30% af VLF. Í kjölfarið lækkuðu skuldir og fóru lægst í 21,9% af VLF 2019. Síðan var vikið tímabundið frá skuldareglunni í heimsfaraldrinum og þá jukust skuldir ríkissjóðs hratt. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs verði 31,4% af VLF á næsta ári, þ.e. rétt yfir því sem reglan gerir ráð fyrir. Að óbreyttu tekur reglan ekki gildi á ný fyrr en 2026.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 16. september 2024 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Bakarí
11. sept. 2025
Spáum 4,1% verðbólgu í september
Við spáum því að verðbólga aukist í september og mælist 4,1%. Aukin verðbólga skýrist aðallega af því að í september í fyrra voru máltíðir í grunnskólum gerðar ókeypis og lækkunaráhrifin af því detta nú út úr ársverðbólgunni. Verðhækkun á mjólkurafurðum leiðir til meiri hækkunar á matvöruverði en síðustu mánuði. Ró yfir húsnæðismarkaðnum heldur aftur af hækkunum á reiknaðri húsaleigu en útsölulok hafa áhrif til hækkunar í mánuðinum, gangi spáin eftir.
8. sept. 2025
Vikubyrjun 8. september 2025
Í þessari viku ber hæst  útgáfu á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi. Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn hefðu verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum í ágúst. Þá birti Seðlabankinn einnig tölur um greiðslujöfnuð við útlönd sem gáfu til kynna mun meiri halla á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs en þess síðasta.
1. sept. 2025
Mánaðamót 1. september 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. sept. 2025
Vikubyrjun 1. september 2025
Verðbólga hjaðnaði óvænt úr 4,0% í 3,8% í ágúst. Hagstofan áætlar að hagkerfið hafi dregist saman um 1,9% á öðrum ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 16,5% á milli ára í júlí. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Flugvél
28. ágúst 2025
Verðbólga hjaðnar þvert á væntingar
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,15% á milli mánaða í ágúst og verðbólga hjaðnaði úr 4,0% í 3,8%. Hjöðnun á milli mánaða kemur ánægjulega á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og óbreyttri verðbólgu. Við gerum nú ráð fyrir að verðbólga verði 3,8% í árslok, að stærstum hluta vegna lægri mælingar nú en við spáðum áður.
Seðlabanki Íslands
25. ágúst 2025
Vikubyrjun 25. ágúst 2025
Seðlabanki Íslands hélt stýrivöxtum óbreyttum í 7,50% í síðustu viku og allir nefndarmenn studdu ákvörðunina. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðasta árinu, en í janúar var árshækkunin 10,4%. Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung.
Hús í Reykjavík
22. ágúst 2025
Íbúðamarkaður í betra jafnvægi þótt nýjar íbúðir seljist hægt
Á síðustu misserum hefur dregið töluvert úr verðhækkunum á íbúðamarkaði. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, aðeins örlítið umfram almennt verðlag, og ársbreytingin hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2024. Þótt kaupsamningar hafi verið færri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra er enn talsverð velta á markaðnum.
Fólk við Geysi
19. ágúst 2025
Útflutningur í sókn en innflutningur líka
Vöruútflutningur frá Íslandi hefur aukist frá því í fyrra en samt hefur vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Þetta skýrist af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Ferðaþjónustan hefur skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.
Frosnir ávextir og grænmeti
18. ágúst 2025
Vikubyrjun 18. ágúst 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudag. Auk vaxtaákvörðunarinnar fáum við vísitölu íbúðaverðs í vikunni og nokkur uppgjör. Metfjöldi erlendra ferðamanna fór frá landinu í júlí, atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða og áfram var nokkur kraftur í greiðslukortaveltu heimila.
Seðlabanki Íslands
15. ágúst 2025
Ekki horfur á frekari vaxtalækkun á árinu
Við spáum því að peningastefnunefnd geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í apríl og verðbólguvæntingar hafa haldist tiltölulega stöðugar. Þá virðist hagkerfið þola vaxtastigið vel, kortavelta hefur aukist sífellt síðustu mánuði og enn er þó nokkur velta á íbúðamarkaði. Peningalegt taumhald losnaði með aukinni verðbólgu í apríl og við teljum ólíklegt að peningastefnunefnd þyki tímabært að lækka raunstýrivexti enn frekar.