Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Verð­bólga und­ir vænt­ing­um ann­an mán­uð­inn í röð - lækk­ar í 5,4%

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
Bakarí
27. september 2024

Munurinn á spá okkar og mælingu Hagstofunnar skýrist nánast að öllu leyti af því að flugfargjöld til útlanda lækkuðu meira en við spáðum og að áhrif af gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskólum voru nokkuð meiri en við gerðum ráð fyrir.

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september og verðbólga hjaðnaði við það í 5,4%. Verðbólga mælist undir væntingum, en við höfðum spáð 5,7% verðbólgu. Ársbreyting vísitölu neysluverðs án húsnæðis mælist nú 2,8% og hefur ekki mælst lægri síðan í júní 2020.

Áhrif vegna gjaldfrjálsra máltíða í grunnskólum meiri en við áttum von á

Það var helst tvennt sem kom á óvart í þessari mælingu. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu nokkuð meira en við höfðum spáð. Flugfargjöld lækka jafnan í september og lækkuðu nú um 16,5%, en við spáðum 10,5% lækkun. Við vorum meðvituð um að niðurfelling gjalda vegna skólamáltíða í grunnskólum myndi hafa áhrif á liðinn hótel og veitingastaði en vanmátum hversu mikil áhrif lækkunin myndi hafa. Aðrir liðir voru nokkurn veginn í samræmi við spá okkar.

Framlag húsnæðis til ársverðbólgu stendur nánast í stað á milli mánaða

Framlag almennrar þjónustu, sem inniheldur liðinn hótel og veitingastaðir, til ársverðbólgu lækkar mest á milli mánaða vegna gjaldfrjálsra máltíða í grunnskólum. Reiknuð húsaleiga hækkaði aðeins minna nú en í september fyrir ári síðan, þannig að framlag þáttarins til ársverðbólgu lækkaði örlítið. Í október og nóvember í fyrra hækkaði reiknuð húsaleiga síðan töluvert, eða um 2% hvorn mánuð fyrir sig. Við gerum ekki ráð fyrir slíkum hækkunum á reiknaðri leigu næstu mánuði og mun framlag húsnæðis til ársverðbólgu því halda áfram að dragast saman næstu mánuði. Framlag innfluttra vara án bensíns er eini liðurinn til hækkunar á ársverðbólgu á milli mánaða í september.

Helstu liðir vísitölunnar

  • Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 16,5% (-0,37% áhrif) í september. Flugfargjöld lækka jafnan á milli mánaða í september. Lækkunin var þó töluvert meiri en við spáðum, eða 10,5%.
  • Verð í mötuneytum lækkaði um 35,9% (-0,26% áhrif). Þessi lækkun skýrist sem fyrr segir af gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskólum.
  • Verð á matarkörfunni lækkaði um 0,2% (-0,03% áhrif) og lækkar því annað skiptið í röð á milli mánaða. Þar má ætla að áhrif af aukinni samkeppni á matvörumarkaði hafi áhrif á mælingar, þó lækkunin nú sé nokkuð minni en í síðasta mánuði.
  • Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,7% (+0,14% áhrif), aðeins meira en við spáðum.
  • Föt og skór hækkuðu um 5% (+0,18% áhrif), nokkurn veginn eins og við spáðum.

Matarkarfan lækkaði annan mánuðinn í röð

Verð á mat og drykkjarvörum lækkaði um 0,2% á milli mánaða í september og kemur þessi lækkun í kjölfar 0,5% lækkunar í ágúst. Ætla má að áhrif nýrrar lágvöruverslunar hafi aftur haft áhrif á verðmælingar í mánuðinum. Við gerum ráð fyrir að sjá áhrifin af því áfram næstu mánuði en að þau fjari svo út.

Útsölur gengu að fullu til baka í september

Að jafnaði hækka verð á fötum og skóm flesta mánuði ársins nema í janúar og júlí, þegar útsölur standa yfirleitt yfir. Útsölur ganga svo almennt til baka á tveimur mánuðum. Í ár hefur takturinn verið aðeins annar. Það mældist lækkun á fötum og skóm í apríl og júní, en á móti var verðlækkun í júlí töluvert minni en oft áður. Í ágúst hækkaði svo verð á fötum og skóm töluvert minna en við höfðum spáð. Nú í september hækkaði verð á fötum og skóm um 5% og hafa útsölur því gengið til baka að fullu líkt og við spáðum. Verð á fötum og skóm er nú 2,7% hærra en það var í september í fyrra.

Flugfargjöld og gjaldfrjálsar máltíðir mest áhrif til lækkunar í mánuðinum

Almennt má sjá nokkuð skýra árstíðarsveiflu á flugfargjöldum til útlanda. Þau eru hæst í júlí, lækka svo með haustinu og hækka svo aftur fyrir jól og páska. Flugfargjöld lækkuðu um 16,5% í september, nokkuð umfram okkar spá. Það er nú um 4% ódýrara að fljúga til útlanda en í september í fyrra. Það gæti meðal annars skýrst af lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu.

Liðurinn hótel og veitingastaðir lækkaði töluvert í mánuðinum sem skýrist af því að skólamáltíðir í grunnskólum flokkast undir mötuneyti sem aftur fellur undir hótel og veitingastaði í flokkun Hagstofunnar. Við ákváðum að fara varlega í að meta áhrifin sem niðurfellingin myndi hafa en spáðum þó töluverðri lækkun. Það kom okkur á óvart hversu mikil áhrifin af niðurfellingu gjaldanna voru. Við spáðum því að liðurinn í heild myndi lækka um 2,4%, en rauninn varð 5,2% lækkun.

Eigum von á 4,4% verðbólgu í lok árs

Við gerum ráð fyrir að ársverðbólga verði 5,0% í október, 4,5% í nóvember og 4,4% í desember. Spáin nú er 0,3-0,4 prósentustigum lægri en verðbólguspáin sem við birtum í síðustu verðkönnunarviku. Skýrist munurinn annars vegar af því að áhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða á verðbólgumælinguna var nokkuð meiri en við áttum von á og hins vegar af því að við lækkum aðeins spá okkar um verð á flugfargjöldum til útlanda.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Bakarí
11. sept. 2025
Spáum 4,1% verðbólgu í september
Við spáum því að verðbólga aukist í september og mælist 4,1%. Aukin verðbólga skýrist aðallega af því að í september í fyrra voru máltíðir í grunnskólum gerðar ókeypis og lækkunaráhrifin af því detta nú út úr ársverðbólgunni. Verðhækkun á mjólkurafurðum leiðir til meiri hækkunar á matvöruverði en síðustu mánuði. Ró yfir húsnæðismarkaðnum heldur aftur af hækkunum á reiknaðri húsaleigu en útsölulok hafa áhrif til hækkunar í mánuðinum, gangi spáin eftir.
8. sept. 2025
Vikubyrjun 8. september 2025
Í þessari viku ber hæst  útgáfu á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi. Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn hefðu verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum í ágúst. Þá birti Seðlabankinn einnig tölur um greiðslujöfnuð við útlönd sem gáfu til kynna mun meiri halla á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs en þess síðasta.
1. sept. 2025
Mánaðamót 1. september 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. sept. 2025
Vikubyrjun 1. september 2025
Verðbólga hjaðnaði óvænt úr 4,0% í 3,8% í ágúst. Hagstofan áætlar að hagkerfið hafi dregist saman um 1,9% á öðrum ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 16,5% á milli ára í júlí. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Flugvél
28. ágúst 2025
Verðbólga hjaðnar þvert á væntingar
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,15% á milli mánaða í ágúst og verðbólga hjaðnaði úr 4,0% í 3,8%. Hjöðnun á milli mánaða kemur ánægjulega á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og óbreyttri verðbólgu. Við gerum nú ráð fyrir að verðbólga verði 3,8% í árslok, að stærstum hluta vegna lægri mælingar nú en við spáðum áður.
Seðlabanki Íslands
25. ágúst 2025
Vikubyrjun 25. ágúst 2025
Seðlabanki Íslands hélt stýrivöxtum óbreyttum í 7,50% í síðustu viku og allir nefndarmenn studdu ákvörðunina. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðasta árinu, en í janúar var árshækkunin 10,4%. Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung.
Hús í Reykjavík
22. ágúst 2025
Íbúðamarkaður í betra jafnvægi þótt nýjar íbúðir seljist hægt
Á síðustu misserum hefur dregið töluvert úr verðhækkunum á íbúðamarkaði. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, aðeins örlítið umfram almennt verðlag, og ársbreytingin hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2024. Þótt kaupsamningar hafi verið færri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra er enn talsverð velta á markaðnum.
Fólk við Geysi
19. ágúst 2025
Útflutningur í sókn en innflutningur líka
Vöruútflutningur frá Íslandi hefur aukist frá því í fyrra en samt hefur vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Þetta skýrist af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Ferðaþjónustan hefur skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.
Frosnir ávextir og grænmeti
18. ágúst 2025
Vikubyrjun 18. ágúst 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudag. Auk vaxtaákvörðunarinnar fáum við vísitölu íbúðaverðs í vikunni og nokkur uppgjör. Metfjöldi erlendra ferðamanna fór frá landinu í júlí, atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða og áfram var nokkur kraftur í greiðslukortaveltu heimila.
Seðlabanki Íslands
15. ágúst 2025
Ekki horfur á frekari vaxtalækkun á árinu
Við spáum því að peningastefnunefnd geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í apríl og verðbólguvæntingar hafa haldist tiltölulega stöðugar. Þá virðist hagkerfið þola vaxtastigið vel, kortavelta hefur aukist sífellt síðustu mánuði og enn er þó nokkur velta á íbúðamarkaði. Peningalegt taumhald losnaði með aukinni verðbólgu í apríl og við teljum ólíklegt að peningastefnunefnd þyki tímabært að lækka raunstýrivexti enn frekar.