Öryggi í bankaviðskiptum

Ver­um ör­ugg á net­inu

Ör­yggis­kerfi Lands­bank­ans fyr­ir net­banka há­mark­ar ör­yggi þitt, eyk­ur þæg­indi við notk­un og minnk­ar lík­ur á fjár­svik­um og ann­arri mis­notk­un.

Netbanki einstaklinga

Öryggiskerfið lærir að þekkja hegðun þína við innskráningu og biður um staðfestingu á auðkenni, t.d. með því að svara öryggisspurningu eða símtali úr kerfinu, ef brugðið er út af hefðbundinni notkun. Að öllu jöfnu finnur þú þó ekki fyrir kerfinu.

Örugg innskráning

Þegar þú opnar netbankann af heimasíðu Landsbankans sendir vafrinn notandanafn þitt og lykilorð yfir netið frá þinni tölvu til netþjóns okkar með EV SSL-tækninni (Extended Validation Secure Sockets Layer). EV SSL dulkóðar þessar upplýsingar áður en þær leggja af stað frá tölvunni þinni, og tryggir þannig að enginn annar en vefþjónn Landsbankans geti lesið þær.

EV SSL öryggisskírteini veita notendum og rekstraraðilum vefsvæða aukna vernd með því að krefjast þess að útgefendur öryggisskírteina (CA) þriðja aðila fylgi ströngum útgáfu- og rekstrarferlum, sem skilgreindir eru af CA/Browser Forum.

Kostir EV SSL öryggisskírteinisins

Vafrinn ber kennsl á vefsvæðið og eiganda þess og því sjá notendur með skýrum hætti við hvern þeir eru að skipta.

Vafrinn sýnir að vefurinn hefur verið staðfestur af áreiðanlegum, löggiltum útgefanda EV skírteina með birtingu nafns útgefanda öryggisskírteinisins.

Notendur sjá strax ef þeir flytjast af staðfestu EV vefsvæði og lenda á fölsku vefsvæði, þar sem vafrinn mun þá ekki lengur birta staðfestingu á því að um öruggt vefsvæði sé að ræða.

Kona að nota farsíma

Eyða út skráðu tæki

Stundum þarf að eyða tækjum sem hafa heimild til innskráningar í appið með lífkennum (andliti eða fingrafari). Það getur t.d. verið í tengslum við svikamál þar sem óprúttnir aðilar blekkja fólk til að samþykkja svikatæki til innskráningar.

Netbanki fyrirtækja

RSA öryggiskerfi Landsbankans sameinar áhættugreiningu og notkun auðkennislykla til þess að hámarka öryggi og koma í veg fyrir fjársvik í netbanka fyrirtækja. Öryggiskerfið lærir að þekkja hegðun viðskiptavinar og biður um staðfestingu á auðkenni í símtali ef brugðið er út af hefðbundinni notkun. Viðskiptavinir finna þó sjaldan eða aldrei fyrir kerfinu. Sumar aðgerðir í netbanka fyrirtækja krefjast þess að auðkennisnúmer sé framkallað við innskráningu. 

Tvær leiðir til að framkalla auðkennisnúmer

Góð ráð

Landsbankinn leggur sig fram um að tryggja öryggi þitt á netinu. Við hvetjum þig þó til að gera það sem í þínu valdi stendur til að stuðla að enn frekara öryggi í bankaviðskiptum þínum.

Fingur, auga eða rödd í stað lykilorða

Greinar um netöryggi

Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi og birtir aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

NCERT

Samstarf um netöryggi

Landsbankinn er aðili að norrænu samstarfi um aukið netöryggi.

Nánar um samstarfið

Nánar um Nordic Financial CERT

Hafðu samband

Ef þú telur að þú hafir orðið fyrir fjársvikum hvetjum við þig til að láta okkur vita og eftir atvikum kæra málið til lögreglu.

Þú getur sent tölvupóst til Þjónustuvers í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða hringt í síma 410 4000.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur