Samfélag og umhverfi

Foss

Vinn­um sam­an að sjálf­bærni

Við vilj­um stuðla að sjálf­bærni og erum hreyfiafl í ís­lensku sam­fé­lagi. Við höf­um mark­að okk­ur skýra og metn­að­ar­fulla sjálf­bærni­stefnu.

Heimsmarkmiðin hluti af stefnunni

Við fylgjum fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með markvissum hætti. Markmiðin tengjast öll starfsemi bankans og því getur vinnan að þeim hámarkað jákvæð áhrif bankans á umhverfi og samfélag.

Kona og barn gróðursetja tré

Árs- og sjálfbærniskýrsla

Í árs- og sjálfbærniskýrslu okkar er fjallað um sjálfbærnivinnu okkar og áhrif bankans á umhverfi og samfélag. Við fylgjum viðmiðum Global Reporting Initiative, meginatriðum (GRI Standards, Core).

Leiðandi í UFS-áhættumati Sustainalytics

Landsbankinn fékk í júní 2022 uppfært UFS-áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 9,9 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi áhættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).

Jafnrétti í brennidepli

Við leggjum áherslu á launajafnrétti og jöfn starfstækifæri. Við viljum tryggja að karlar og konur hljóti jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og að hlutur hvors kyns í framkvæmdastjórn bankans verði aldrei minni en 40%. Bankinn er með jafnlaunavottun og er aðili að Jafnréttisvísi þar sem staða jafnréttismála innan bankans var metin með ítarlegri greiningu.

Ábyrgar fjárfestingar

Við höfum unnið markvisst að innleiðingu á stefnu um ábyrgar fjárfestingar undanfarin ár. Samþætting umhverfismála, félagslegra þátta og góðra stjórnarhátta við mat á fjárfestingarkostum hefur jákvæð áhrif á ávöxtun fjárfestinga til lengri tíma og dregur úr rekstraráhættu. Landsbankinn er stofnaðili að IcelandSIF. Hann er einnig aðili að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) og ábyrga bankastarfsemi (UN PRB), auk UN Global Compact.

Umhverfismál

Ítarlegar upplýsingar um umhverfismál og kolefnisspor bankans eru birtar árlega í árs- og sjálfbærniskýrslunni.

Landsbankinn býður viðskiptavinum upp á hagstæða fjármögnun á vistvænum bílum
Aðili að alþjóðlega verkefninu PCAF um þróun loftslagsmælis fyrir fjármálafyrirtæki
Starfsemi bankans fyrir árið 2020 kolefnisjöfnuð
Rafmagnsbílum fjölgað á kostnað bíla sem brenna eldsneyti
Starfsfólk er hvatt til að nýta sér vistvænar samgöngur með samgöngusamningi
44% lækkun á losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri milli 2020 og 2021
Svansvottað mötuneyti
Aðili að Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar frá 2015

Sjálfbær fjármögnun og sjálfbærnimerkið

Við bjóðum upp á sjálfbæra fjármögnun fyrirtækja. Sjálfbærnimerki Landsbankans  er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.

Við þekkjum okkar kolefnisspor

Við höfum nú í fyrsta sinn metið kolefnislosun í lánasafni okkar með PCAF – loftslagsmælinum. Þetta er stórt skref því helsta áskorun banka í loftslagsmálum hefur verið að áætla óbein umhverfisáhrif sín í gegnum lánasafnið.

Starfsemin kolefnisjöfnuð

Við höfum kolefnisjafnað hefðbundna starfsemi bankans fyrir árið 2020 og hlotið hina alþjóðlega viðurkenndu CarbonNeutral® vottun. Í samstarfi við Natural Capital Partners höfum við kolefnisjafnað starfsemina með bindingu eða minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Sú binding er vottuð samkvæmt ströngustu alþjóðlegu stöðlum og hefur þegar átt sér stað.

Fjallganga

Sjálfbær fjármálaumgjörð

Við höfum gefið út sjálfbæra fjármálaumgjörð (e. sustainable finance framework) sem eykur möguleika okkar á að fjármagna umhverfisvæn og félagsleg verkefni, s.s. orkuskipti, umhverfisvæna innviði og sjálfbæran sjávarútveg. Umgjörðin er vottuð af alþjóðlega matsfyrirtækinu Sustainalytics.

Viti

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Við ætlum að vera til fyrirmyndar í stjórnarháttum og fylgja leiðbeinandi reglum Kauphallarinnar, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins þar um. Landsbankinn hefur verið fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum frá 2014 en viðurkenningin byggir á úttekt á stjórnarháttum bankans.

Sjálfbærnidagur 2022

Sjálfbærnidagur Landsbankans – upptökur

Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 22. september 2022. Aðalfyrirlesari fundarins var Tjeerd Krumpelman frá hollenska bankanum ABN AMRO.

Sjálfbærnistyrkir 2022

Fjölbreytt verkefni fá sjálfbærnistyrk Landsbankans

Sex áhugaverð verkefni hafa hlotið styrk úr Sjálfbærnisjóði Landsbankans, alls að upphæð 10 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.

Olíutankar í USA

Loftslagsbreytingar framtíðar hafa strax áhrif á fjárfesta

Fjárfestar sem eru vanir að skoða fjárfestingartækifæri og breytingar til styttri tíma velta því ekki endilega loftslagsbreytingum mikið fyrir sér. Það geta reynst dýrkeypt mistök.

Stórt skref að þekkja kolefnislosun frá útlánum

Landsbankinn tók þátt í þróun PCAF loftslagsmælisins sem er alþjóðlegur mælikvarði á óbeina losun gróðurhúsalofttegunda sem verða til við útlán banka.

Fjármálageirinn og loftslagsvandinn

Með Parísarsamkomulaginu frá 2015 samþykktu ríki heims að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að tryggja að hlýnun héldist innan við 2°C og helst innan við 1,5°C.

Þátttaka í gerð alþjóðlegs loftlagsmælis

Eitt viðamesta verkefni sem bankar og fjármálafyrirtæki standa frammi fyrir í samhengi samfélagsábyrgðar sé að meta og greina frá loftslagsáhrifum í gegnum lána- og eignasöfn sín.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur