Sjálfbærar vörur

Sjálf­bær­ar vör­ur

Lands­bank­inn býð­ur upp á fjöl­breytt úr­val sjálf­bærra vara, allt frá sjálf­bær­um leið­um ávöxt­un­ar til grænna bíla­lána.

Fjölbreytt úrval

Hér að neðan má sjá sjálfbærar vörur bankans, sem ná bæði til einstaklinga og fyrirtækja.

Sjálfbær sparnaður

Með sjálfbærum sparnaði getum við ávaxtað peningana okkar á sama tíma og við stuðlum að sjálfbærri þróun. Þegar viðskiptavinir leggja peninga inn á sjálfbæran sparireikning eyrnamerkjum við þá upphæð til sjálfbærra útlána, sem þýðir að þeir fara í að fjármagna sjálfbær verkefni og fjárfestingar. Bílalán fyrir rafmagnsbílum eru dæmi um sjálfbær útlán.

Eignadreifing sjálfbær

Eignadreifing sjálfbær hefur að markmiði að ná fram ávöxtun og dreifingu áhættu með sjálfbærni að leiðarljósi. Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í fjármálagerningum, svo sem hlutabréfum, skuldabréfum og hlutdeildarskírteinum útgefanda sem skara fram úr á sviði sjálfbærni.

Bílalán

Græn bílalán

Landsbankinn vill styðja við orkuskiptin. Rafmagnsbílar eru mikilvægur hluti af ferlinu þar sem þeir valda minni losun og eru hagkvæmari í rekstri, sér í lagi á Íslandi. Á árinu felldum við niður lántökugjald á rafmagnsbílum og bjóðum upp á 0,6 prósentustiga afslátt við fjármögnun þeirra.

Sjálfbær fjármögnun og sjálfbærnimerkið

Við bjóðum upp á sjálfbæra fjármögnun fyrirtækja. Sjálfbærnimerki Landsbankans er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur